Ingólfur - 07.09.1853, Side 2
58
inn £?æti vissulega aö ílestu leyti heyrt und-
ir banltann.
Yfirstjórn, eptirlit hankans.
Stiptamtið gæti endurskoðaft reikningana
til braöabyrgða. Fjárliag bankaus ætti aö birta
á hverjum máhuöi í blöðunum. A hverju
ári skal nefnd sú, er alþingi kys til þess í
hvort skipti, enöurskoöa reikningana.
Verksviö bankans.
jþaö mætti þegar fá að láni í Kaupmanna-
höfn, annaöhvort úr þjóöbankanum, eða ríkis-
sjóönum, eöa hjá einstökum mönnum 50,000
rbda, og þaö lán mætti endurgjalda með þeim
víxlbrjefum, sem stýluð verða til erlendra
manna; en þess konar víxlhrjef útvegar bank-
inn sjer fyrir ávísanir.
Bankinn getur fyrir fram borgaö út helm-
inginn í silfri, en helminginn í ávísunum, og
ekki er þess þörf, aö liann sje löglega skuhl-
bundinn til, hve nær sem vera skal, aö leysa
til sín aptur ávísanir sínar fyrir silfurpeninga,
þótt sú kunni almennt að veröa niöurstaðan.
Bankinn kaupir útlend víxlbrjef fyrir
gjalddaga þeirra með sömu ákvörðunum,
sem t. a. m. gilda í þjóðbankanum, og geta
þar fyrir fram borgast sömu afföll, sem
í Norðurameríku, § eða 1$ fyrir hvern
mánuð.
Undir eins og bankinn hefur borgað skuld-
ir sínar, veröur beðið urn danska silfurpen-
inga, sem hann fær fyrir víxlbrjef þau, er
hann sendir aptur i staöinn upp á Kaupmh.
Hamborg, Lundúnaborg.
Gangverð rná setja á Hamborgar „Banco“
og „Sterling*, eptir því gangveröi sem síðast
er kunnugt aö hafi átt sjer staö á kaupmauna-
liúsinu í Khöfn.
Bankinn selur fyrir peninga eindaga-
víxlbrjef til Kbafnar.
Bankinn veitir viðtöku geymslulje frá
sparnaðarsjóðum o’g einstökum mönnum.
Bankinn borgar embættismönnum laun
þeirra.
Bankinn ljær ije fyrir fram, eins og bank-
ará Norðurlöndum, gegn ööru góðu ogóhultu
veði, sem hægt er að verja í peninga, t. a.
m. 3 mánaða innlendum víxlbrjefum og víxl-
skuldabrjefum.
Bankinn útvegar sjer í skiptum útlenda
peninga fyrir ávísanir, og lætur skipta þeirn
fyrir danska silfurpeninga.
Arðurinn.
AÖ i hluta arösins frádregnum, sem geng-
ur til stjórnarkostnaðarins, skal arðinum verja
á þann hátt, sem nú skal greina:
Helminginn skal leggja í varasjóð.
Helmiugnum skal verja til að bæta kjör
andlegu stjettarinnar í landi hjer.
Árangurinn.
Árangnrinn mun efalaust verða:
1. að allur peningaskortur hjerí landi hverfur.
2. að kaupmennirnir neyöast til aö borga mik-
inn hluta varanna í peningum.
3. að peningar ná þeirra eölilegu verðhæð, og
silfur safnast í landinu.
4. aö laridiö getur bjargaö sjer sjálft, þó stríð
heri að hönduin.
5. að setja má skatta og krefja þá í íslenzk-
um kúranti, aptur á móti hættir öll skatta-
lúkning í landaurum.
5. In^ólfsbær
um midbik nítjándu aldar.
Já, jeg fyrir rnitt leyti get ekki annað
álitiðj eptir því sem jeg þekki til, enn að
Ingólfsbær, sem höfuöstaðurlslands, samsvari
hjer um bil högum landsins. Að því skapi,
sem nú um hiu síðustu ár er farið að bóla á
ýmislegum framförum í ílestum hjeruðum
landsins, þá vottar líka allt eins fyrir þeim
hjer í Keykjavík, og jeg veit ekki nema nienu
megi urma lienni þess sannmælis, að hún í
sumu tilliti liafi gengið á undan öðrum með
góðu eptirdæmi, eins og líka skylda hennar
var, þar sem í henni sameinuðust öll beztu
öfl landsins. jþað mun að minnsta kosti inega
fullyrða, að Ingólfsbæjar bragur gangi sam-
síða til batnaðar Islandsbæja brag. Vjer
höfum áður getið þess, að í bænuin væru aíls
14 verzlunarbúðir, en eigi er nú sein stendur
verzlað nema í 12 af þeim. I suimim af þess-
um verzlunarbúöuni hafa kaupmennirnir sjálfir
íveruhús sín, en íleiri hafa þó íbúðarhúsin í
öðru lagi. 5ar að auki fylgja flestum verzl-
unarhúsunum, sumuni eitt, suinum tvö og
sumuin fleiri stærri og smærri vöruhús. 3>ann-
ig verður það lijer um bil liálft hundrað húsa,
sem eingöngu tilheyra verzlunarmönnunurri.