Iðunn - 01.01.1860, Page 75
75
sem íílóniö fæst. fað er þar í lagi, sum-
staðar 15 þumlunga þykkt, en víða ekki nema
2 þumlungar, og er spannar þykkur sandur
yfir. Álúnið er sprengt upp og látið þorna
heilan dag, því það er deigt í ser, eins og
sandurinn neðan undir því. Síðan er það
látið í pálmablaðasekki og ilutt burtu. Þetta
álún er selt ofan um allt Egiptaland. Eink-
um flyzt frá Egiptalandi hrísgrjón, korn og
saltaður fiskur, sem veiðist í stórum vötnum,
dýrindisvökvar og rósavatn ’frá Fayoum, rauð
litarjurt frá Gizi, opium frá Aboutig, leirker
frá Achmin, mottur, ábreiður, viðarullardúkar
og lerept. Þaðan flyzt líka lútarsalt frá iútar-
saltsvötnunum, blásteinn, viðarull, öskusalt
og salípeíur, línóiía, hör og hampur.
Til þess að geta ráðið í, hvað líklegt er
að leiða muni af umbreytingum þeim og end-
urbótum, sem Ali jarl gjörði, verðum vðr eink-
um að gæta hinna mikilvægu lagfæringa, sem
hann kom á meðal hersins. Svo er ásigkomu-
lag Norðurálfubúa, að hagur þeirra verður ekki
bættur með sverðseggjum. En hag Tirkja
sýnist helzt vera kostur á að bæta með vopn-
um. Trú þeirra var kennd og breidd út með
herskildi; svo mun og serhver lagfæring, sem