Iðunn - 01.01.1860, Page 142
142
anna, störf þeirra, verkfæri og hósbúnað, hljóð-
færi þeirra, og hvernig þau voru leikin. Þar
cru og karlar og konur að ýmsum leikjutn,
sitt á hverjum stað. Mönnum getur ekki hug-
kvæinzt nokkurt atvik hjá þjóðinni, er ekki
sð sýnt þar og lýst. Því lífi mannanna er þar
lýst frá vöggunni til grafarinnar. — Hðr sest,
hvaðan forn-Grikkir höfðu fengið að mestu
leyti allar trúarbragða hugmyndir sínar. Mynd-
irnar lýsa því, að í Egiptalandi hafa í forn-
öld verið trúarsögurnar um Minos konung, er
átti að dæma sálir manna eptir dauðann, um
Cerberus, hundinn þríhöfðaða, er átti að gæta
dyranna inn í myrkheima; þar hefir verið
dauðra dómurinn og trúin um sálna flutning-
inn, að sálirnar færi í ýmisleg dýr þeim til
hegningar, og síðasí í nýja menn, eða að menn
yrði endurbornir. Á einum stað sðst þar sá
atburður, að sál er dæmd vegna afbrota henn-
ar í svín, og reka síðan apar svínið til upp-
heima. Þetta er myndað á Iegstað einhvers
göfugs manns, og sýnir það, að hinir ríku og
voldugu urðu líka að óttast, ekki síður en
liinir fátæku, úrskurði dánardómendanna, er
minnzt var á hðr að framan.
Af öllu þessu er auðskilið, að hvergi cr