Íslendingur - 12.08.1861, Side 4

Íslendingur - 12.08.1861, Side 4
72 orðið vart við ísinn; liöfum vjer það eptir skipi Fischers kaupmanns, sem er nýkomið austan um land af Vopnafirði, en um vætur og óþerri mikinn getur það úr Múlasýslum, og líku hefur viðrað allar götur vestur eptir Skaptafells- sýslum. Póstskipið kom hingað 25. júlí og ætlar hjeðan til Akureyrar í miðjum þ. m. Með því komu margir ferða- menn (alls 16), og ftestir Englendingar, enda eru þeir farnir að venja komur sínar hingað til lands, síðan gufu- skipsferðir fóru að tíðkast; er koma Englendinga hingað íslendingum bæði til gagns og ánœgju, og óskandi, að hún haldist og aukist meir og meir. Alls vitum vjer nöfn á 9 Englendingum, er komu með þessari póstskipsferð, og eru þeir þessir: Mr. George Webbe Dasent dr. jur. og r. af dbr., Mr. John Campbell, Mr. Arthur Lennox, Mr. Ed- ward Thorsten Ilolland, Mr. Bond, Mr. Sliepherd, Mr. Donaldson, Mr. Stone, Mr. West. Auk þeirra kom landi vor legationsráð dr. Grímur Thomsen, Cand. pharmac. Emil Möller, sonur Möllers heitins lyfsala, danskur mál- ari Schytte, og danskur photograf, að nafni Friis, tek- ur ljósmyndir af mönnum hjer í Reykjavík og hefur að sögn mikla aðsókn. Englendingar skiptu sjer í flokka og ferðast nú í ýmsar áttir út um landið. J>eir Da- sent og dr. Gr. Thomsen fóru austur í Rangárvallasýslu, og síðan ætla þeir norður Sprengisand og ná í póstskip- ið á Akureyri og fara utan með því. Mr. Holland og aðr- ir með honum hjeldu austur í Öræfasveit og ætla að ganga á Yatnajökul. Sýnir það, að Englendingar eru jafnan sjálf- um sjer líkir; þeim vex ekkert í augum, þeir kanna allt, liorfa iítið í torfœrur og verður fátt að vandræðum; og ekki verður því neitað, að eittlivað er undarlegt í því, að vjer skulum ekki verða fyrstir manna til að kanna hjer fjöll vor og firrnindi, heldur skuli útlendar þjóðir verðafyrri til þess; en vera má, að þetta og annað þvílíkt komi fót- um undir oss til einhverra fyrirtœkja, sem legið hafaí dái í landi voru allt fram á þennan dag. Dr. Dasent er ágæt- ur fornfrceðingur, skilur vel íslenzka tungu á bœkur, og liefur fyrir skemmstu snúið Njálssögu á enska tungu, og gjört bókmenntum vorum með því hinn mesta sóma. Ensk tunga gengur um víða veröld, sem vjer vitum, og geta inenntaðir menn í öilum áttum kynnt sjer þessa ágætu sögu, enda kvað Englendingum þykja hún afbragðs-fögur, og telja hana eina þá merkilegustu bók, sem rituð hafi verið á norðurlöndum. Deild bókmenntafjelagsins hjer í Reykjavík gjörði dr. Dasent að heiðursfjelaga sínum. Auk Englendinga þeirra, sem nú voru taldir, komu aðrir ferða- menn enskir hingað á skemmtiskútu einni. Nýkomnir eru og lirossakaupmenn frá Skotlandi. Sýnir allt þetta, að það cr eigi alllítið fje, sem Englendingar flytja inn í land þetta, og eru þeir góðir gestir. Fiskiafli hjer á nesjunum er nokkur af ísu. Æðar- dúnn hefur hjer verið seldur fyrir 5rd. 48 sk. pundið. 'V'jor setjum lijar frjettakaíla úr brjefl frá morkuin manni í SuVíur- Múlasýsln, þútt nokkuí) sjo um libi?), sföan þaíi var ritab (!>. Júnf), par uss pykir þafc þess veríugt. »Frjettir eru hjeðan fáar. Veturinn var hjer einkum sunnan til i Múlasýslum, einhver hinn bezti, er menn muna típtir, snjóaljettur og veöurhœgur, en af og til nokkuð frostbarður. Yorið hefur einnig verið mjög blítt, og cr gi’óður orðinn góður bæði á túnum og útengi, og lijer um bil eins góður eins og i 12. viku sumars í fyrra. Hjer mn svæði aflaðist nokkuð af útsæ í vor, og kom það öllum í góðar þarfir, því kaupstaðir urðuáþrotum í góulok, svo það leit hjer út fyrir mestu vandræði og bjargarskort, hefði ekki fiskazt. Hákallajaktir hjer hafa fiskað vel 2 afþeim; önnur er búin að fá 150 tunnur lifrar, en hin 130 tunn- ur; en liin þriðja hefur einasta fengið 40 tunnur. J>að er óneitandi einhver hinn mesti hagur og ábati fyrir íbúa þessa lands, að stunda liákallaveiðar, en til að stunda þær, þurfa menn að hafa þiljuskip, en sá ergallinn á hjer, að hinir efnuðu sumir hverjir vilja ekki hætta peningum sín- um í þvílíka óvissu, heldur vilja láta þá liggja að mestu arðlausa eða kaupa fyrir þá ónýta jarðarskrokka, en hinir fátœku, sem hafa huga og vilja tilaðeignast hlutaíþilju- skipi, geta það ekki sökum fátœktar. J>að er líka orðið eitthvað hið nauðsynlegasta, að eiga hjer í kringum landið þiljuskip, því hinn mikli sægur af frakkneskum fiskiskipum, er þekja allt hafið hjeríkring, draga allan afla útádjúpið, svo opnir bátar verða ekki varir, eptir að hinn útlendi ó- þjóðalýður er kominn. Veikindi hafa gengið hjer í Suður-Múlasýslu fjarska- lega mikil í vetur og vor, og manndauði mikill einkum í öllu Hjeraði; þó er nú heldur, að minnsta kosti um hríð, farið að strjálast um manndauða, en eigi að síður eru veikindi talsverð enn, og takasömu mennina upp ogupp aptur, og sumir held jeg verði seint eða jafnvel aldrei jafngóðir. J>ungbærust verður veikin á ungu fólki milli 20 og 30 ára. J>essi veiki, sem hjer liefur gengið, er taugaveiki, og taugaveikiu sjálf virðist ekki að vera hjer ‘ svo mjög drepandi, efregluleg meðul eru hagnýtt á reglu- legum tíma og í byrjun veikindanna; en drepandi verður hún, þegar takveiki eðahálsbólga gengur í lið með henni. Gamalt fólk fær varla snert af þessum veikindum, nema fyrir mikilvægar orsakir. Verzlunarskip eru komin lijer á alla verzlunarstaði, og fáeinir lausakaupmenn hafa eins og slœðzt hingað, og þyliir mörgum gott að fá þá, því optast bœta þeir heldur verðlagið. En eigi að síður virðist mjer föstu kaupmenn- irnir nauðsynlegir, og hjer á Djúpavogi væri mikil þörf á að 2 fastakaupmenn væru, því þá kenmr strax verzlunar- keppnin, og það byggðarlag, er sœkir verzlun að Djúpavogi, er mjög stórt og tjölmennt, því það er öll Austur-Skapta- fellssýsla og helmingurinn af Suður-Múlasýslu, sem sœkir hingað verzlun, og því er það merkilegt, að enginn kaup- maður skuli setja hjer verzlunarbúð. — Sjera Dergvíri porbergsson á SkeggjastrÆum er dáitm 24.júlí næstl. Aii^lýMÍngar. J>eir, sem óska kynnu ab sjá, á hverju liife enska vina- fjelag byggir trúar- og siíjferbisreglur sínar, geta fengib hjá nndirskrifubnm bœkling, er inniheldur biflíustabi þá, er reglur þeirra stybjast vib. lleykjavík, 10. júlí 1861. E. Magnússon. Nýprentaður er á kostnað prentsmiðju íslands nýr Viðbœtlr við hina evangelisku sálmabók, til brúkun- ar í kirkjum og heimahúsum; í þessum viðbœti eru 231 sálmur; stœrðin er 13 arkir. Ilann fæst óinnbundinn til kaups hjá undirskrifuöum fyrir 38 sk. Koyltjavík, 20. júlí 1801. Einar Pórðarson. Yoitt brauí). 29. júlí Hóla Vibvíkur og Ilofstaba þíng í Skaga- fjarbarsýslu prestinum sjera Ólafl porvakUsyni á lljaltastóbum í sómu sýelu. Útgefendur : Benidikt Sveinsson, Einar Pórðarson, Halldór Friðriksson, Jón Jómson Hjaltalín, Jón Pjetursson. íbyrgtaruiaW. Páll Pálsson Mclsteð, Pjetur Gudjohnson. Prentabur í prentímiÉjunui í Reykjavík 1861. Kinar pórbarson.

x

Íslendingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.