Íslendingur - 07.04.1862, Blaðsíða 2

Íslendingur - 07.04.1862, Blaðsíða 2
190 ur verður þá seinni villan verri en sú fyrri. Skólakostn- aðurinn er orðinn margfalt meiri en áður, lifnaðarháttur- inn öðruvísi, og menn kynoka sjer því nú við, að fara á útkjálkabrauð í harðindapláz, án þess að meira sje í aðra hönd en áður, og án þess að sjá nokkurn veg til, að geta gjört sjer lífið nokkurn veginn þægilegt eða við- unanlegt, eða án þess að liafa vissa von um, að fá annað betra. Og þetta er engum láandi, sem á annars úrkosti; það getur hver stungið hendinni í sinn eiginn barm. fað er mælt, að stiptsyfirvöldin hafl borið það undir úrskurð stjórnarinnar, hvort þau ekki hefðu enn þá vald til að skikka prestaskóla-kandídata til presta í þau brauð, sem enginn sœkir um ; en ekki hefur það heyrzt, hverju stjórn- in hefur svarað. Frá mínu sjónarmiði get jeg ekki annað en álitið þessa spurningu óheppilega, því aðalatriðið í þessu máli er ekki rjetturinn eða valdið, heldur að fmna ráð til þess, að þurfa aldrei að beita slíku valdi, sem undir öllum kringumstœðum er hið mesla neyðarúrræði og ekki við hafandi, nema búið sje að reyna allt annað. það er víst, að jeg ber hið mesta traust, hæði til herra biskups- ins og þess manns, sem nú þjónar stiptamtmannsembætt- inu, og jeg er sannfœrður um, að þeir muni ekki beita hinu optnefnda skikkunarvaldi, nema með mestu varkárni og í ýtrustu nauðsyn, en allt fyrir það þykist jeg sjá fram á, að því verði aldrei svo beitt, að það ekki hafi meira illt en gott í för með sjer. En eigi það samt sem áður að haldast og það væri lögum samkvæmt, vil jeg leyfa mjer að stinga upp á því, að þegar stiptsyflrvöldin eru orðin úrkulavonar um, að nokkur sœki um eitthvert brauð, þá til taki þau 3 brauðlausa kandídata, án tillits til þess, hvort þeir eru frá háskólanum eða prestaskólanum, og beri það undir konungs úrskurð, hvern þessara manna eigi að skikka til brauðsins, og að honum sje í veiting- arbrjefinu heitið, að hann að 3 árum liðnum skuli fá hvert það meðalbrauð, sem hann sœkir um, ef hann hef- ur meðmælandi vitnisburð frá viðkomandi lijeraðsprófasti fyrir góða embættisfœrslu. X. (Aðsent). Nú liefur þá læknir vor, herra Lind, orðið að fram selja bú sitt vegna skulda skiptaráðandanum, og er mælt, að það muni ekki hrökkva til skuldalúkninga. það væri nú sorglegt, skyldu dönsk lög gilda hjer á landi, er leyfa lánardrottnum að setja skuldunauta sína, er ekki geta borgað þeim, í dýílissu og halda þeim þar, uns þeir hafa borgað hvern skilding — eður fer jeg rangt með þetta? því skyldu nú lánardrottnar herra Linds beita þessum lög- um gegn honum, hvar eigum vjer veslings Vestflrðingar þá að leita oss læknishjálpar? þá er enginn læknir til í öllu vesturamtinu. Og stjórnin mun varla veita oss aðra lækna aptur (því það virðist svo, sem hún láti sig litlu varða, hvort vjer lifum eða deyjum); hún vill langtum heldur láta oss vera læknislausa og deyja drottni vorum, heldur en stofna hjer læknaskóla, svo vjer þaðan gætum fengið lækna. það er þungt, að stjórnin skuli ekki gefa landsmönnum sjálfum vald til þess, að mega regla niður læknaskipun sinni og öðru, sem þar að lýtur, fyrst henni sjálfri hefur ekki getað tekizt það. Heilbrigðin er þó manna dýrmætustu gœði. En vjer huggum oss nú í raun- um vorum við það, að stjórnin muni gefa góðan róm að tillögum alþingis í fyrra um þetta, þó margir af oss verði dauðir hjálparlausir, áður en vjer getum farið að hafa gott af því. C. M. Áustanpóstur (gengur úr Reykjavík austtir að Iíirkju- bœ á Síðu, og ætti að rjettu Iagi að heita sunnanpóstur, þegar litið er til alls landsins og allra hinna póstanna) fór hjeðan 28. marz; en norðan- og vestan-póstur sátu hjer veðurfastir til þess fimmtudaginn 3. þ. m. að þeir urðu fluttir upp á Akranes. þá dagana, sem af eru aprílmánuði, hafa gengið hjer norðan- og norðaustan-stormar með frosti og fjúki, og ekki orðið á sjó komizt, hefur því lítið aflast hjerí Faxa- flóa. Frostið hefur náð 15°Cels. þilskip Sigurðar Jóns- sonar á Vatnsleysu fjekk 30 tunnur hákarlslifrar, og kom einnig með nokkra liákarla í land. Maður nýkominn úr Snæfellsnessýslu segir hæðstan hlut 5 hundruð og lægstan 3 hundruð undir Jökli, að norðanverðu. í prentsmiðjunni í Reykjavík árið 1861 hafa verið stílsettar og prentaðar 189% arkar. í dag (7. apríl) er frostleysa en snjókoma þó nokkur. Anglýsing-ar. Herra verzlunarstjóri J. A. Knudsen á Hólanesi liefur beðið oss, að skýra frá því í blaði voru, að með jaktskip- inu »Elinna«, sem til hans kom á næstliðnu hausti, eptir að hafa komið við á Eyjafirði, hafi til sín borizt brjef eða böggull, að útliti svipaður kverkorni, án allrar upplýsingar um, hver við skyldi taka, en merkt hafi brjefið verið j B; annað auðkennilegt haft ekki á því verið, nema signet á rauðu lakki með stöfunum B. P.þorgrímson. Vegna staf- anna utan á brjefinu kviknaði grunur um, að það kynni að vera til Jósefs faktors Blöndals á Grafarósi, sem um þær mundir kom að Hólanesi. Var því brjefið opnað og fannst í því að eins mynd (Photographi) af ungum manni, er standandi styður hœgri hendi á sívala súlu (marmara- súlu) með ferstrendri undirstöðu, og að baki honum dökk- leilt tjald, er hangir í fellingum; klæddur er hann dökk- leitum frakka og buxum, ljósleitu vesti, dökkum hálsklút, með úr í vasa, og gengur festi frá til efstu hneppslu á vestinu. Eigandinn segi til sín, og láti vitja myndarinn- ar, en vjer höfum, fyrir tilmæli herra Iínudsens, ljeð lýs- ingu þessari rúm í blaði voru. — Undirskrifaðan vantar 2 ær, með þessum lit og auðkenni: Hvíthyrnda, 4 vetra, brennimerkta á báðum hornum þannig: Gunnar H. Kirkevog. Hvíthníflótta, 4 vetra, markaða undan öðru marki á vinstra eyrp, með sýlt vinstra, sneitt framan hœgra. þessar ær sáust á næstl. sumri i Hraununum, og munnleg boð, að sú hvíthyrnda ær með 2 lömbum hvítum haíl seint í sumar sjezt á Skála- brekku í þingvallasveit. Ef þessar kindur upp spyrjast, vil jeg borga allan kostnað, sem af þeim hefur leitt, ef jeg mætti þá láta vitja þeirra. Kirkjuvogi, 1. marz 1862. Gunnar Halldórsson. Q£5gr" þá, sem eiga óborgað fyrsta og annað ár íslend- ings, biðjum vjer svo vel gjöra, að senda andvirðið sem fyrst til Einars prentara þórðarsonar. Útgefendur: Bcnidikt Sveinsson, Einar Þórðarson, Halldór Friðriksson, Jón Jónsson Hjaltalín, Jón Pjetursson, ábyrgbarniaW. Páll Pálsson Melsteð, Pjetur Gudjohnson. Prentabur í prentsmibjunni í Reykjavík 1862. Kiuar ptiríiarson.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.