Íslendingur - 31.07.1862, Page 3

Íslendingur - 31.07.1862, Page 3
59 fúslega sent oss eptirfylgjandi ritgjörð um sama efni. Kunnum vjer liinum heiðruðu höfundum beztu þakkir fyrir þenna starfa þeirra, er verða má til fróðleiks og nyt- semdar á sínum tíma, og vonum vjer með tíð og tíma visbendingar hjer að lútandi úr fleiri áttum hjeðan af landi. Áminnst ritgjörð herra .1. Sigfússonar, er þannig hljóðandi: Eptir tilmælum landlæknis, dr. J. Hjaltalíns, sem er, að hann fái að vita nokkuð um hafísinn og hafísár, þá tek jsg að mjer að svara flestum spurningum viðvíkjandi ísnum, og tilgreina hjer að austan hið helzta, það jeg til veit, um ísrek og ísár síðan um aldamót m. m. 1. Hvað opt ís liefur Itomið að norðurlandi, eða fyrir Múlasýslur, síðan aldamót til þcss 18G1, get jeg eigi með fullkominni vissu sagt, þar ísinn hefur komið stundum svo lítill, og ekki nema hrul eitt, að hans hefur litið gætt á sjó, en síður á landi. En eptir því sem jeg sjálfur man og hef líka heyrt af öðrum, sem nú eru dánir, þá mun hafísinn hafa komið fvrir Múla- sýslur eður Austurhandi, í 40 til 42 ár síðan aldamót. Stundum hefur ísinn verið mjög mikill, og stundum lítill hroði eður hrul. 1800 kom enginn ís; þá var líka sá bezti vetur sem hefur komið hjer i meir en 100 ár. 1801 kom mikili hafís, seint á vetrinum að Austur- landi, hjelst hann við allt vorið og fram eptir surnri, þá var eitt hið versta vor. 1802 kom aptur ísinn næstum jafnmikill; 1803 minni is, og 1804 og 1805 lítill eða hrul. 1807 kom mikill ís (miðvetrarís), fór mikið burt aptur um veturinn. 1808 var líka mikill ís við Austurland. 1809—10 og —11 mun ís hafa komið að Austurlandi, en ekki mikill. 1813 kom og mikill ís, 1814 allt eins að kalla, og árin eptir meiri eða minni til þess 1818, samt mun hafa sjest lítið hrul 1819. 1821 kom um sumarið mikill ís, árið eptir minni og 1823, 1824 mikill, en frekar lítill 1825. 1827 kom mikill ís, 1828 minni, og árin eptir til þess 1830 mun hafa sjest fyrir Múlasýslum meira eða minna hrul af ís. 1835 kom mikill ís, árið eptir minni og árin þarept- ir meiri eða minni íshroði til þess 1842. 1849 kom töluverður ís, og árin næstu meiri eða minni til þess 1852. 1855 kom fyrir Austurlandi mikill hafís, næsta ár minni og jafnvel árið þar eplir; en komið þó fyrir Austurlandi árlega til þess 1861. 2. Um hafísrek og veðuráttu. Áður en hafís rekur að Austurlandi og hans þó von, blása optast nær norðvestanstormar, er vara sjaldan 2 dægur í senn, og opt skemur; líka blása norðan og norðaustan hægari vindar, þá með meiri eða minni snjó, og þá optar skuggalegur til sjós. Víst ber út af þessari veðurstöðu þó hafís reki að Asturlandi, t. a. m. 1821 30. júní kom hafís inn að Austurlandi í blíðu og bjartviðri, ísnum fylgdi lítið aust- ankul; fyrri hluta dags sást úr fjöllum djarfl til hans austur í hafi, en um kveldið var ísinn kominn inn. á flóa, firði og víkur, og daginn eplir svo mikill og þjettur saman, að mátti næstum ganga á honum yfir firðiná; það var ílat- eður helluís, og stóð ekki meir af lionum upp úr sjó en 26. partur eður þó minna. ísinn lá við land lil ágústmánaðarloka, hvarf hann þá allur á 2—3 dægrum; um sama tíma gengu hægviðri s. o. og s.v.s. og dymmur, og þokufastur til sjós, og strax 31. ágúst kom sunnanátt algjörlega, er varaði marga daga. Sumarið allt til höfuðdags mátti heita eitt hið bezta stillingar- og þurkasumar, en gras- maðkur mjög mikill. 1827 kom ísinn með annari viku Góu inn á flóa og íirði; hjer um allt að tveim vikum áður gengu stillingar og hjelufall hverja nótt, svo síðast var það orðið mikið, alit að því í skóvörp; þar fyrir, eða fyrra part þorra, var þægileg vetrartíð og litlir vindar, en við norðanátt; þegar ísinn rak fyr- ir og inn að landi var n.o. og o.n.o. hægviðri, dymm- ur til sjós og þokuslæðingur í fjóllum, ísinn fór að mestu burt fyrir messur; það var fjall- og helluís. 1855 kom allmikill ís; um þá daga, sem hann var í reki að Austurlandi, voru heldur hægviðri af n. og n.o. átt; en þar fyrir komu skörp norðanveður. 3. Hvort hafís fari jafnfljótt og hvað honum flýti? Ilafís rekur lljótar í meðvindi heldur en í logni, en sjóstraumar flýta mest ferð hans. 4. Ur hvaða átt að ísinn komi vanalega? Ilelzt lítur út fyrir, að hafís reki að Iandinu úr n.o.n., og mun hann þá, úr tjeðri átt, koma fyrst undir Mel- rakkasljettu, nema vindar hamli því. |>ó berútafþví, t. d. 1821, rak ísinn inn að Breiðdalsbugt úr austri; hann kom (það jeg veit til) sama dag fyrir alla Aust- flrði, þann dag sem ísinn rak inn, sást djarfl til hans fyrir hádegi, úr miðjum fjöllum (af smala) lengst í austur i haf út af Breiðdal. J>að hefur óskrafmn, ráðvandur og minnugur maður sagt, ogdáinnfyrir nokkrum árum, að meir en 20 ár- um fyrir næstu aldamót, hafi hafís komið á sumri úr s.o.s. og var sá ís mikill; en hann mundi hvorki árið, eða hvers kyns ísinn var, því hann var þá kornungur. Iívorkivar ís við Auslurland veturinn eður vorið fyrir. Ilaft er líka eptir skipara á vöruskipi, er gekk eitt vorið frá Khöfn til Islands, og þá skipið var í n.o. af Færeyjum, og sást lítið eitt til Eyjanna, að hann sæií kíkir hafís í n.o.n. þaðan ; og mun þó enginn ís hafa komið það vor nje sumar að Austurlandi; síðan eru nokkuð mörg ár. J>að vita margir sjómenn, að ísinn liggur öllum sumr- um í hafinu fyrir n. og n.o. Island, og þótt hann reki ekki að landinu fyr en velurinn eptir, þá er hans samt von þegar hann hefur sjest, og stundum ekki fjær en 10—12 mílur í haf út undan Norðurlandi. 5. Um ístegundirnar. Tvær eru ístegundir nl. fjall- eða borgaís, og flatur eða helluís; fjallís fer hraðara í meðvindi, en flatur ís hraðara hinum í mótvindi, ef hver er í sínu iagi; en sjeu þeir hver innan um annan, hamla þeir hver öðrum, og berast þá jafnótt að eða frá landi. Flatur ís er optar samfara borgar- eða fjallís, stund- um meir en stundum minna, þó var eingöngu flatur ís — að heita mátti — 1821; og meiri hlúti haldinn af ísnum flatur 1824, þávar sleginn selur á ís í Borg- ar- og Loðmundarfirði, o. v. 1808 eða 1811 mun hafa líka verið flatur ís, eða meiri hlutinn af honum, þá gengu menn af Djúpavogi yfir Berufjörð og innan- verða Breiðdalsbugt, yfir Stöðvarfjörð, Fráskrúðfjörð, og Reiðarfjörð inn á Eskifjörð; þetta skeði á Ein- mánuði; frost voru þá í mesta lagi. 1802 mun líka hafa verið mikið af flatís innan um hinn. Nokkrum árum fyrir næstliðnu aldamót, það mig minnir, gekk ónefndur maður undan Búlandsneseyjum á ís út til Papeyjar, og eru það eindæmi, að komast þá leið yfir harða straumsála, og er 1 míla að vega-

x

Íslendingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.