Íslendingur - 20.11.1862, Blaðsíða 2

Íslendingur - 20.11.1862, Blaðsíða 2
106 stœkka þeir smátt og smátt, og losna frá að síðustu. f>essir smásullir leiða fram aðra smásulli, og í hverjum þeirra geta falizt mörg höfuð. J>að er þessi tegund, sem er svo banvæn Islandsbúum. En hversu sem sullir eru í lögun, og hvort sem þeir eru stórir eða smáir, þá er það ákvörðun þeirra, að liggja grafkyrrir, uns eitthvert dýr, sem þeir geta þroskazt i, gleypir þá í kjöti þess dyrs, þar sem þeir hafa myndazt. |>etta er með öllu vafalaust um þá, sem myndast í líköm- um manna, og slíkir sullir geta að eins náð fullum þroska, er svo ber undir, að þeir berast niður í magann eða iðrin frá þeim hlutum líkamans, sern að þeim liggja ; úr iðr- unum berast þeir út, eða þá grefur út; en hvort sem heldur er, glevpa hundar þá. En með því þær tegundir, sem ásoekja menn, einnig má finna í hinum óœðri dýr- um, þá er auðsýnt, eins og þegar hefur sagt verið, að útbreiðslan helzt hœglega við. Um hundinn hefur þetta verið sannað með mörgum tilraunum, sem gjörðar hafa verið á þann hátt, að eng- inn vafl hefur á því leikið, að þráðormarnir hafa mynd- azt í þeim, er þeim hafa verið gefnir nýir sullir. Skil- daginn fyrir útbreiðslu þessara orma á sjer hvergi stað í fyllri mæli en á íslandi. Gjörvallt landið er stórt beitar- land, og hundarnir eru alstaðar hafðir við gæzlu sauðfjár- ins. Hundar þessir gjóta alstaðar frá sjer stykkjum af þráðormum, og egg þeirra, upptök veikinda og dauða, berast víðs vegar af regni og snjóvatni. Eggin berast þannig í drykkjarvatn, og landsbúar gleypa þau þannig, eða þá með þeim hlutum, sem hráir eru jetnir, t. a. m. bláberjum, hvönnum, o. s. frv. Ilöndum manna þeirra, sem að vinnu eru í landinu, er allajafna hætta búin, er þær snerta grasið, og fyrir þessar sakir getur það hœg- lega orðið, að menn gieypi eggin með fœðunni, eða ef hendurnar eru bornar upp að munninum. það er þegar nóg sagt til að sýna, hversu örðugt það sje, að forðast eggin, sem svo mikið er af, og þó svo lítil. Jeg á nú eptir uppástunguna um það, hvernig menn eigi að gæta sín. Að því er snertir framleiðslu ormanna sjálfra, þá skyldi vandlegu gæta þess, að hundar eigi ætu þá fœðu, er sullar eru í; einknm skyldi varast að gefa þeim nautalifur og sauðaheila. Alla þess konar sulli skyldi brenna, eða grafa djúpt í jörð niður. í öðru lagi, að því er snertir hin óbeinu upptök ormanna og hina beinlínis orsök veikinda og dauða manna og dýra, þá mundi hinn hœgasti vegur, til að losast við þráðormana, verða sá, að eyða hundunum á íslandi. En með því slíkt má eigi nefna á nafn sökum gagnsemi þeirra, þá verðurn vjer að eyða ormuntim einum. Til að fá þessu framgengt, verð- ur að leggja hundana uudir ákveðna meðferð, og ráðið er til bæði ágætt og meðfœrilegt. f>etta ráð er að við hafa Kameela; er það stórgjört dökkrautt dust, sem fæst af jurt einni, sem mesta gnœgð vex af á Indlandi, og þar er notað, og það með góðum árangri til að eyða þráð- ormum hjá hundum. Áhrif þessa dusts gegn þráðormum hjá mönnum voru sýnd í reynd áEnglandi af höfundi þessara athugasemda. það er það hagræði við lyf þetta, að það er ódýrra, og hœgra að koma því niður í skepnur, en nokkur önnur lyf. í.f mikið er af því keypt í senn, þá kostar hver skamtur hjer um bil 3 ’/a sk., og með því það er bragð- laust, má gefa hundum það saman við smjör eða eitthvað því um líkt. þegar hundurinn hefur fengið skamtinn, skal halda honum lokuðum inni fáar stundir, uns ormurinn er frá honum kominn; en síðan skyldi taka orminn og saur- inn, sem með honum fylgir, vandlega upp, og annaðhvort brenna, eða grafa djúptí jörð niður, ef eldur er eigi fyrir hendi. En með því höfuð þráðormsins er eigi allajafna upp rœttvið einn skamt, þá ber nauðsyn til, að gefahundinuin annan skamtinn svo sem 6 vikum síðar, og brenna vand- lega orminn, eins og áður. J>essi meðferð mundi vissu- lega losa allan þorra hunda við ormana, enda þótt það kynni að vera œskilegt, að endurtaka þessa meðferð ein- stöku sinnum. Til þess samt að eiga árangurinn vísan, skvldi meðferð þessi höfð á hundunum á ákveðnum tíma, og almennt um allt Island. það mundi að litlu liði verða fyrir einn bónda, að lækna sína eigin hunda, ef grannar hans hjelduáfram að spilla landi hans. Hin áhrifamesta aðferð yrði að líkindum sú, að gjöra þetta að beinni skyldu, eins og bólusetningin er nú á lslandi. Setji jeg svo, að hundatalan á íslandi sje þriðjungur á við fólkstöluna, þá yrðu það nær 20,000, er lækna þyrfti, og mætti þá hafa forða fyrir af lyfjunum, er allir landsbúar gætu fengið af. Ef þessari meðferð væri harðlega fram fylgt, þá mundi manndauðinn sökum sullaveikinnar sannlega minnka. J>að yrði reyndar smásaman, sökum þess, að ormategundir þessar, þegar þær eru kviknaðar í likamanum, lifaþarár- um saman, eins og kunnugt er; en með því sauðir og naut' eru venjulega skorin, þegar veikin er mjög áköf, koma veikindin sjaldnar fram í þeim; en vænta mætti, að sýki þessi yrði fljótt enn sjaldnar hjá dýrum þessum. Skyldi stjórnin og íslendingar fallast á ráð mitt, þá er jeg undir það búinn, að gefa ásamt Dr. Hjaltalín ná- kvæmari reglur, er fylgja ætti, og mætti þær prenta, og láta ganga um allt land. Lundúnaborg, 18. d. sept. 1802. Arthur Leared. m. d. (Meðlimur liins konunglega heilbrigðisráðs, og yfirlæknir við hinn stóra norðlæga spítala í Lndúnaborg). Jeg skal geta þess, að dr. Leared er einhver ágæt- asti læknir; hann hefur ritað margt í læknisfrœði, og ber það allt vitni um, að hann er mikill vísindamaður; þaðerog svo sem auðvitað, að eigi muni hann af ensku stjórninni settur yfir svo stóran spítala, ef eigi þœtti mikið til hans koma. Jeg vona og óska, að landar mínir gjöri góðan róm að máli hans, og meti því mikiis, hvílíkan áhuga hann hefur á, að losa land þetta frá hinni óttalegu veiki, sem í svo mörg ár hefur orðið svo ótal þúsundum manna og dýra að fjörtjóni. Reykjavík, dag 10. »0vemb. 1862. ,/. Hjáltálín. fnnlendar frjettlr. í>egar minnzt hefur verið á veðuráttuna síðan í haust, hefur þess jafnan verið getið, sem satt er, að hún hafi verið mjög stirð. En þó má kalla, að yfirtaki þessar síðustu vikur. Um þessar mundir ganga stormar og köföld optast nær á degi hverj- um; varla fœrt bœja milli, og alls ekki útá sjóinn, nema með lífsháska, enda mun það sjaldan, að 21 maður hafi drukknað hjer syðra, á þessum tíma árs, eins og nú því miður á sjer stað, og auk þess hafa þeir 2 týnzt á landi, sem áður er sagt, og þetta allt síðan um veturnætur. Fiskur liefur vafalaust verið hjer fyrir, ef gefið hefði á sjóinn, en nú er, sem vonlegt er, mjög lítið um haust- hluti manna á millum. J>að getur verið, að komnir sjeu tveggja hundraða hlutir af samtýningsfiski hjá sumum- Úr norðurlandi berast betri frjettir um haustveðuráttu; svo er og sagt, að víða fyrir norðan og austan land hafi fiski- afli verið góður, bæði í sumar og í haust, og líkar frjettir hafa borizt af Vestfjörðum um haustaflann. 1 hrjefi úr Eyjafjarðarsýslu, dagsettu 17. okt. 1862 segir svo. »í

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.