Íslendingur - 25.08.1864, Blaðsíða 7

Íslendingur - 25.08.1864, Blaðsíða 7
23 Landsy íirrj ettardómar i. í máli Eggerts Magnússonar Waages, fjárhaldsmanns Reykjavíkurdúmkirkju gegn Jóni verzlunarmanni Stefánssyni, út af hálfum Ijóstolli. (Iíveðinn upp 25. júlí þ. á.). Sökum þess, að það, sem þrætan er um í þessu máli millum málspartanna, að eins er 46 sk., og þar sem staða hins stefnda þar að auki engan veginn er svo föst eða fyrirfram gefin, að af henni hljóti að fljóta fyrir sækjandann viðvarandi rjettindi gegn honum, og málið þannig ekki nemur þeirri upphæð, að því verði stefnt fyrir landsyflrrjettinn eptir tilsk. 11. júlí 1800, g 10, og með því enn fremur ekkert konunglegt leyfis- brjef er fram komið fyriráfrýjun málsins, ber málinu að frávísa. Hinum skipaða málsfærslumanni áfrýjandans bera fyrir flutning málsins fyrir yfirdóminum 8 rd. úr opinberum sjóði, og hinum stefnda, er einnig hefir öðl- azt ókeypis málsfærslu og sjálfur hefir mætt þar, 6 rd., er borgist á sama hátt. því dæmist rjett að vera: Málinu frávísast. Hinum slcipaða málsfœrslumanni áfrýjandans P. Melsteð bera í málsfœrslulaun 8 rd., og hinum stefnda verzlunarmanni Jóni Stefánssyni 6 rd. í lcost og tœringu, er hvorttveggja borgist úr opinberum sjáði. II. í sakamálinu: gegn Ólafi Ólafssyni, Jóni Ólafssyni og Ólafl þórðarsyni úr Rangárvallasýslu. Kveðinn upp 1. þessa mánaðar. Með Rangárvallasýslu aukaréttardómi, uppkveðnum 21. febrúarmánaðar þ. ár, eru fyrir ólögmœta meðferð á fundnum reka, eða rekaþjófnað, hinir ákærðu, Ólafur Ólafsson, sektaður um 4 rd., Jón Ólafsson um 5 rd. og Ólafur þórðarson um 2 rd., svo og til að greiða málskostn- að, þeir tveir fyrnefndu s/4 parta hans einn fyrir báða og báðir fyrir einn, en hinn síðast nefndi ]/4 part. Hinn ákærði Ólafur Magnússon er þará móti frífundinn fyrir ákærum réttvísinnar og hið opinbera dæmt til að greiða málsf'ærslulaun til talsmanns þess, er honum heflr verið settur. Hvað nú fyrst viðvíkur hinum ákærða, Ólafl Ólafssyni, sem er leiguliði á Berjanesi, og Jóni syni hans, sem er vinnumaður. hjá honum og fulltíða- maður, þá er það upplýst og sannað með játningu þeirra og öðrum atvikum undir rannsókn málsins, að þeirhafa tekið með launung í Berjaneslandi ýmsa rekastaura, sem ítarlega eru tilgreindir f undirréttardóminum, og lagt fullar dulur á þá, bæði gagnvart landeiganda og sam- býlismönnum Ólafs, í því skyni, að fjenýta sjer þá. Að vísu verður rétturinn eins og hjeraðsdómarinn að álíta, að þessi verknaður hinna ákærðu geti ekki helmfærzt undir sakalaganna hugmynd um þjófnað, en þar sem það á hinn bóginn inniheldur bæði í sjálfu sjer gróft brot á því trúnaðartrausti, sem landsdrottinn hlýtur að bera til leiguliða síns, eptir því sem til hagar hjer á landi, og þar að auki beinlínis heyrir undir ákvörðun- ina í tilskipun 11. apríl 1840, 43. gr.; sbr. 77. gr., þá fær rétturinn eigi sjeð, að sök þeirra geti afplánazt með fjársektum; því þó hinir ákærðu hafi borið það fyrir, að þeir hafi álitið, að leiguliði ætti þann reka, sem finnst fyrir ofan fjöru í leigulandi, þá getur þetta engan veg- inn orðið þeim til linkindar, þar sem bæði landslögin, eins og undirrjettardómarinn tekur fram, með berum orðum að eins veitaþenna rétt landeiganda, og þarsem tiltæki hinna ákærðu, þó öðru máli hefði verið að skipta, samt sem áður hefði verið, cins og á stóð, brot gegn eignarrjetti sambýlismannanna, sem að lögum eru jafn- rjettbornir að því, sem annars heyrir undir leiguliðagagn af reka. það virðist þannig hæfiiegt, að hinn ákærði Ólafur Ólafsson sæti 15 vandarhöggva refsingu, en að Jón Ólafsson þar á móti, með sjerlegri hliðsjón af því, að hann var vinnumaður hjá hinum meðseka föður sín- um, sem líklegt má virðast að hafi fremur hvatt hann en latt, og ungur að aldri, að eins sæti 10 vandarhögg- um. Viðvíkjandi því næst hinum meðákærða Ólafi þórð- arsyni á Leirum, þá hefir hann einnig meðgengið, að hann hafi tekið til geymslu af þeim feðgum, Ólafi og Jóni, sem nú voru nefndir, rekastaur, og hjálpað þeim til að fela hann í fjárhúsi sínu í því skyni, eður með því skilyrði, að fjenýta sjer hann með þeim í samein- ingu, jafnvel þó hann grunaði og hlyti af aðferð þeirra að gruna, að staurinn væri þeim ófrjáls, og getur hann þannig eigi komizt hjá því, að sæta hegningu samkvæmt grundvallarreglunni í lagastöðum þeim, sem undirdóm- arinn tilgreinir, og virðist með sjerlegu tilliti til þess, að staur þessi að eins er virtur 48 sk., að hjeraðs- dóminn, hvað þetta atriði snertir, beri að staðfesla. — Hvað loks snertir hinn meðákærða Ólaf Magnússon, þá verður rétturinn að vísu að fallast á þá skoðun undirdómarans, að hann eigi verði, eptir þeim upplýs- ingum, sem fram eru komnar í málinu, sakfelldur fyrir staur þann, sem hann tók í sameiningu með Jóni Ólafs- syni á Berjanesi launungalaust, og hefir skýrt frá, að hann hafi ætlað til jarðhúsa, eins og það líka gegn stöð- ugri neitun hans eklti er sannað, að hann hafi verið í verki með þeim Ólafi Ólafssyni og Jóni syni hans, í að taka, vinna og grafa trje það, sem fannst í tvennu lagi grafið niður í fjárhúsi þess fyrnefnda, og virt hefir verið á 2 rd.; en þar sem báðir þessir meðákærðu Ólafurog

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.