Norðanfari - 15.12.1875, Page 3
vopnum, sem herra Sk. liefir í sínu optnefnda (
prentaða brjefi beitt á móti rnjer, peirn vopn-
um nefnilega að gjöra mig í augum almenn-
ings grunaðan um pað, að jeg lmfi logið að
Hans Hátign konunginum, ráðgjafanum og
mörgum öðrum góðum mönnum til pess að
geta fengið leyfi að stofna prentsmiðju. Jeg
hefði haft ástæðu til að halda, að maður, sem
jafnlengi eins og herra Skapti hefir fengizt við
lagalærdóm, ætti pó að geta rennt grun í, að
slíkt illmæli væri saknæmt, en nú sje jeg, að
herra Sk. hefir pó ekki verið komin svo langt,
og pað verður að vera honum til málshóta.
En svo góðir menn geti liaft annað og rjett-
ara fyrir sjer um pað, sem jeg skrifaði kon-
unginum, en „sterkan grun“ og „fulla ástæðu“
hr. Sk., pá vil jeg að endingu setja hjer brjef
mitt til Hans Hátignar, pví pað er livorki
langt, nje neitt launungarmál, brjefið var
pannig:
„Til konungs.
„Eptir að jeg ásamt öðrum fleirum
„hafði átt nokkurn pátt í pví, að prent-
„smiðja sú, sem kölluð er prentsmiðja
„Horður- og Austuramtsins, var stofnuð
„fyrir meira en tuttugu árum, og eptir
„að jeg nú hin síðustu prettán ár hefi
„haft prentsmiðju pessa til leigu og látið
„prenta í henni auk ýmsra bóka, blaðið
„„Horðanfara11 sem jeg hefi gefið út öll
„pessi ár, pá liefir nú, pegar minn leigu-
„tími var útrunninn, annar maður boðið
„hærri leigu eptir prentsmiðjuna, heldur
„en jeg sá mjer fært að greiða, svo jeg
„get eigi fengið að hafa hana lengur en
„til pess í næstkomandi júnímánuði.
„En með pví mjög erfitt er fyrir mig
„að halda út blaði mínu, sem er hinn
„eini atvinnuvegur, er jeg hefi til lífs-
„uppeldis fyrir mig og mína, nema jeg
„hafi sjálfur prentsmiðju til umráða, pá
„vil jeg leyfa mjer allrapegnsamlegast að
„beiðast pess, að Yðar Hátign veiti mjer
„allramildilegast leyfi til að stofna og nota
„nýja prentsmiðju hjer í kaupstaðnum Ak-
„ureyri“.
Akureyri 12. dag aprílm. 1875.
Allrapegnsamlegast:
Björn Jónsson.
Jeg leyfi mjer nú að bera pað undir dóm
yðar, háttvirtu lesendur N orðanfara, livort hr.
Sk. J. hafi fulla ástæðu eða ekki, til að gefa
út á prent illmæli um mig fyrir pað, að jeg
hafi ritað konunginum og stjórninni ósannindi
í brjefi pessu, sem er liið eina, er jeg hefi
skrifað í pá átt um petta málefni.
Að lyktum leyfi jeg mjer að láta yður
háttvirtu og elskuðu kaupendur „Norðanfara“
í ljósi, pá innilegu ósk mína og von, að pjer
prátt fyrir allan óhróður náfrænda míns og
blaðabróður, í framannefndu brjefi hans, kaupið
blað mitt „Yf.“, eins eptir sem áður, og pví
heldur, sem pað er búið að ferðast meðal yð-
ar nær pví 14 ár, og pjer hafið opt gjört að
pví góðan róm. J>jer vitið líka, að pað er sá
eini atvinnuvegur í sambandi við hina nýju
prentsmiðju, sem jeg nú á 74. ári liefi að styðj-
ast við.
Akureyri 15. desember 1875.
Með virðing og vináttu
yðar skuldbundinn vinur
Björn Jónsson.