Norðanfari


Norðanfari - 21.01.1876, Blaðsíða 2

Norðanfari - 21.01.1876, Blaðsíða 2
líka töluvert áunnist fyrir viðleitní einstakra manna, en par eð nijög svo xnikið vantar samt á, að almennur áhugi hafi enn sem komið er látið sig í ljósi í pessu efni, mun það allsennileg getgáta, að bændur hafi enn .eigi til hlítar gjört sjer ljósa grein fyrirpeim mikla ávinning, er stöðug viðieitni og ná- kvæmni í kynbótum búfjár getur fært peim. Vil jeg pví með dæmum, sem átt hafa sjer stað, og komið geta fyrir, sýna mönnum fram á liinn mikla mun sem er á góðu og ljelegu kyni skepnanna, með sama tilkostn- aði og á sama stað. Hjer á "N'orðurlandi, par sem sauðfjár- rækt er bezt stunduð, hefir töluvert verið reynt að bæta sauðfjárkyn, og hefir mörgum hónda lieppnast pað vel, en mörgum aptur misheppnast sökum vanpekkingar og óná- kvæmni í meðferðinni, pví pað mun vera aðalregla, að skepnan purfi eptir pvi meiri nákvæmni og umhirðing, sem húnhefirfleiriog meiri kosti. Eins og allir vita, er pað fernt er sauðurinn gefur af sjer í búið, nl. mjólk, ull, kjöt og mör, og geta allir pessir kostir aukist sambliða. En af pví erfiðast hefir veitt að auka mjólkurvöxtinn svo að hiuir aðrir kostir fjárins gætu um leið náð fullum bótum, pá skal jeg hjer eigi heldur gjöra ráð fyrir honum; aptur hafa hinir aðrir kostir sauðfjár aukist stórum við kynhætur á síðari árum, Eóndi. sem átti 200 fjár, p. e. 100 ær, 60sauði,40 geml., fjekkfyrir 2 árum af pessu fje 310 pund vorullar, eða 2 pd. af hverjum sauð, ll/2 pd. af hverri á, og 1 pd. af hverjum gemling til jafnaðar árlega. Hann skar á hausti hverju 25 sauði 3 vetra og 4 vetra og 15 ær úr kvíum, gjörði hver sauður að meðaltölu 48 pda fall og 10 pd. im">r, en hver ær 30 pda fall, og 3 pd. mör. Ejekk bóndi pá af skurðnrfje pessu 1,650 pd. kjöt, 295 pd. mör, og 65 pd. af ópveginni haustull. Með nákvæmari umhirðing í 20 ár er nú fje pessa bónda, jafnmargt og áður, orðið meir enn priðjungi hetra, hver sauður gefur nú af sjer 3 J/a pd. vorullar, hver ær 2*4 pd., og hver gemlingur l3/4 pd. t-il jafnaðar, eða allt fjeð 530 pd. af pveginni vorull. Til frálags reynist fjeð pannig: hver sauður með 60 pda falli og 20 pd. mörs, hver ær með 36 pda falli og 8 pd. mörs. og haustuliin ó- pvegin 130 pd.; kjötið verður alls 2040 pd., mörinn 620 pd. |>egar nú sá ágóði af fje pessa bónda som talið var hann befði áður fengið, er dreginn frá arði peim. sem nú er af fjenu, er munurinu: 220pd. vorullar, 390 pd. af kjöti, 325 pd. af mör og 65 pd. af haust- ull árlega. Eptir verði á pessum vöruteg- undum næstliðið sumar gjörir ágóðinn, er bóndi pessi hefir árlega af kynbótum fjár síns í peningum: kr. a. 220 pd. vorullar, 1 kr. 8 a. pd., p. e. 237 60 390 — af kjöti, 18a. pd., p. e. 70 20 325 — af mör, 28 a. pd., p. e. 91 ,, 65 — haustullar, 75 a. pd., p. e. 48 75 Samtals 446 55 Af pessu stutta sýnishorni vona jcg hver tnaður sjái, að vel er tilvinnandi að vanda kyn sauðfjárins, og um leið að leggja sig eptir sem allra beztri og nákvæmastri með- ferð pess árið um kring, en reynslan liefir sýnt að eigi er minni al'ðvon af kynbótum nautpenings, og skal jeg bjer setja eitt dæmi upp á petta: Bóndi nokkur elur upp 2 kvígur í senn, og kostar jafnt til beggja; að fyrsta kálfi kemst önnur kvígan í 11 potta á dag, og mjólkar yfir árið 2,300 potta; bin kerast að fyrsta kálfi i 6 potta á dag, og mjólkar um árið 1000 potta. Að öðrum kálfi kemst hin betri í 15 potta mjólkur á dag, og mjólkar um áríð 2,850 potta, en hin lakari kemst að eins í 8 potta á. dag, og verður ársnyt henn- ar 1,250 pottar. I priðja sinn mjólkar betri — 118 — kýrin 18 potta á dag um burð, og um árið 3,300 potta, hin aptur á mót 10 potta á dag um burð, og 1,500 potta um árið; viðlíka munur á mjólkur vexti er paðan af árlega úr kúm pessum, og gæði mjólkurinnar jöfn. Kýr pessar eiga 16 kálfa bver, og mjólka til jafnaðar, önnur 3,400 potta, liin 1,500 pt. árlega, eða alls yfir allann aldur sinn: hin betri 52,650 potta, hin lakari 23,250 potta; mismunur á mjólkurvextinum er pá 29,400 pottar, gjöri jeg verð mjólkurinnar 10 aura pottinn, mjólkar pá betri kýrin 2,940 krónu virði í 16 ár fram yfir pað, er hin lakari mjólkar; frá pessu skal draga verð pess heys, er hún eyðir meir enn hin, og sem er 5 hestar töðu um árið, eða í 16 ár 90 töðu- liesta, kostar hver liestur 4 kr. eða allt heyið 460 krónur, verður pá eptir af verðmun mjólkurinnar 2.580 kr. eða til jafnaðar hvert ár 161 kr. 25 aura. í dæmi pessu tók jeg til samanburðar eina hina beztu ltú, og lakari meðalkú eptir sem ]>ær gjörast á Eorðurlandi, eru pví til margar lakari kýr. eða pær rittur, sem að" eins mjólka 1,000 potta um árið og jafnvel minna, enda kunna og að vcra til pær kýr, er mjólki meira enn hin betri kýrin í dæm- inu, pannig getur 1 góð mjólkurkýr með viðlíka tilkostnaði mjóllcað á við 3 rittur Sú kýr, sem mjólkar 3,300 potta um árið, gefur til jafnaðar hvern dag rúma 9 potta mjólk- ur, og má ætla pað nægilegt til fæðis 3 ó- mögum, par sem hin, er einungis mjólkar 1,000 potta, eigi fæðir 1 ómaga um árið. Ollum mun vera auðsætt hvað pað gjörir að verkum að velja vel kúakyn; undir pví er komið líf og hagsæld ótal margra fátæklinga ár eptir ár og öld eptir öld. Góð mjólkur- kýr er sannur bjargræðisgripur, en rittur öllu heldur eyðancli eldur í efnum búenda, par sem hún eyðir opt eins miklu fóðri og hin, er mjólkar prefalt meira, og vinnur pví eigi fyrir nema ý, fóðursins, binir ®/3 partar pess eða 20 töðuhestar eyðast pannig til einlcis gagns ár eptir ár. Jeg er viss nm, að ef menn gjörðu sjer ætíð Ijósa grein iýrir pessu, pá mundu menn leggja meiri stund á að bæta kúakynið enn menn gjöra vanalega, og hvorki horfa í að borga góðu mjólkur- kúna nokkrum krónum meir onn rittuna, og eigi heldur víla fyrir sjcr að útvega kyngóð- an lífkálf úr fjarlægð, pegar eigi er fáan- legur heima eða í nánd. jþað er hörmulegt að vita, hvað almennt hefir lítið verið hirt nm að vanda kyn kúa og alla meðferð peirra. Flestir hafa lá.tið sjer nægja að ala upp ltálfa undan sínum kúm hvernig sem pær nú hafa verið, og jafnvel ekkert skeitt um að pað væri bezta kýrin. ef annars um fleiri hefir verið að velja. J>ví síður hafa menn haft nokkur samtök til að vanda kyn griðunga, eða tekið minnsta tillit til pess kynsins pá er kálf skyldi ala, og hefir petta eigi hvað minnst aptrað kynbótum nautgripa yfir höfuð. Kýr hafa pví víða verið mjög svo ljelegar, og mörgum frumbýling og fá- tækling hefir pað stcypt út á sveitina að hans eina kýr var ritta, svo hann eyddi ár eptir ár beztum kjarna heyforða síns til margfalt minna gagns enn unnt hefði verið, ef kyn hennar hefði verið vandað sem bezt. Um kynferði hesta má sama segja og um kyn nauta og sauða, að pað er mjög svo misjafnt, en pó í mesta máta áríðandi að vanda pað. Dugnaðarhesturinn, sem er jafnt til reiðar og áburðar, jafnt vetur sem sumar, er hverjum búanda langtum arðsam- ari enn 2 liorhestar með ýmsum annmörkum. Eins og dugnaður hesta til brúkunar er mjög misjafn, eins er hreysti peirra og kjark- ur til iitigöngu á vetrum. í sama landi eyðir einn hestur fjórfalt meira enn annar, sem pó gjörir eiganda meira gagn. Allt fyrir petta erv pó máske enn miður hirt um að bæta kyn besta enn annara skepna, af pví til pess purfa öllu meiri samtök, en pau samtök, sem svo mörg önnur, mundu pegar færa margfaldan ávinning. Jeg set hjer eitt *. dæmi pessu til sönnunar: Tveir kestar eru aldir upp og kostað jafnt til beggja; peir eru tamdir fjögra vetra, er pá annar fullorðinn að kröptum og vexti, en hinn lítt brúkunarfær, hinn fyrri er bæði til reiðar og áburðar, en kinum síðarnefnda alveg óreitt N ágranni eigandans bíður hon- um pegar tvöfalt verð fyrir hinn betri hest- inn, en hann selur hann eigi, og á síðan háða pessa hesta allan peirra aldur. Bóndi purfti áður að eiga 1 hest til reiðar, og var hann óhæfur til áburðar. "Nú selur hann reiðhestinn fyrir 160 kr. par eð hann hefir nú alið npp pann hest, er hann í viðlöguiri getur allt eins haft til reiðar og pó brúkað til ábui'ðar heima við sem annan meðal- klár, J>annig sparar pá pessi hestur 1 reið- hestfóður árlega frá pvi hann er fjögra vetra og til pess lionum cr iógað 26 vetra, gjöri jeg pað 40 kr. á ári eða 880 kr. samtals, par við bæti jeg áðurtöldu reiðbestyerði 160 kr.. verður pað til samans 1040 kr. Nú er að gæta, pess, að liinn lakari hestur er hóncli ól upp reynist horsamur mjög og Ijelegur til brúkunar svo honum er lógað 13 vetra og hestur keyptur í stað hans, er lcostar um- fram verð hins slátraða 80 kr. Yerður pá hinn rjetti munur hesta peirra er jeg hjer tók til samanburðar 1,120 kr. um 22 ár, eða nær pví 51 kr. um árið, sem svarar hálfu liestverði. Af peim premur dæmum sem hjer að framan eru tilfærð má sjá, að bóndi sá, er á 200 sauðfjár, 4 kýr.og 5 hesta., getur við kynbætur og laglega meðferð pessa búpen- ings síns áunnið árlega: af sauðfjenu .... 447 kr. 55 aur. af kúnum............... 645 — „ - og af pví að purfa eigi nema 4 hesta í stað 5 51 — „ — Samtals 1143 kr. 55 aur. J>að mun mörgum pykja ótrúlegt að meðalbóndí í sveit geti án alls tilkostnaðar, einungis með pví að bæta kynferði og með- ferð skepna sinna, grætt jarðarverð á ári hverju, en ef pað, sem jeg hefi lijer sagt eigi verður hrakið með rökum, verður pó hver maður að álíta petta mögulegt. En hvað kemur til pess, að mönnum er svo gjarnt til að pegja,yfir peim tilraunum, sem menn hafa gjört til framfara og búnaðar- bóta, og yfir pví hvern arð pær bafa fært? Vissulega er pó engum of gott að hafa pau n.ot af reynslu og kunnáttu amnara manna, sem honum er unnt, enda er pað skylda hvers manns að hafa, í fyrirtækjum sínum, eigi einungis tillit til sinna eigin hagsmuna, heldur um leið, eptir sem við á og kringum- stæður leyfa, að vera öðrum til liðs í orði, verki og eptirdæmi. Mig vantar, pví miður, næga pekkingu og reynslu, til að geta leiðbeint löndum mín- um í kynbótum búfjár. Jeg vildi að eins með pessum fáu línum gjöra ofurlitla tilraun til að vekja athygli bænda á einum hyrning- arsteini búnaðarlegra framfara vorra, sem að minni skoðun eigi parf auð til að lypta eða leggja til grundvallar; nei, til pess parf aðeins stöðuga viðleitui og eptirtekt, ásamt lítilsháttar samtökum í hverri sveit. En jeg skora að lyktum á hina góðu og reyndu bú- menn vora, að peir láti sjá frá sjer 4 prenti ljósar og leiðbeinandi ritgjörðir um ýmsan búnaðarlegan hag vorn, parsem skýrrök eru leidd að peim mismun, cr ýmislegt ráðlag bænda verkar á hagsæld peirra og fram- kvæmdir. Jeg verð að álíta slíkar ritgjörðir mjög svo nauðsynlégar og jafnvel ómissandi, til að vekja menn af hinu gamla hugsunar- leysi, og til að losa menn við pað prælshand,

x

Norðanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.