Norðanfari - 22.08.1877, Blaðsíða 4
— 124 —
tlr brjefi úr júiigeyjarsj'slu 1R/8 77.
„Fimmtudaginn 9. ágúst, rak að Syðra-
Lóni á Langanesi prítugan hval lítið skert-
an; eigandi hans, Jón bóndi í Lóni, seldi
spikvættina (100 pd.) á 4 kr. og rengis-
vættina á 3 kr. j>vestið var gefið, enda var
pað eittlivað dálítið skemmt.
Snemma í ágúst fundu Langnesingar á
skipinu „Hríseying“ dauðan hval allstóran
úti fyrir Langanesi; skáru peir af honum
um 100 vættir, en gátu ekki tekið meira
vegna pess, að skipið var ddaðið fiski og há-
karli, og urðu pví að skilja við svo húið.
Sjera Vigfús prófastur Sigurðsson
á Sauðanesi er nú í undirbúningi með að
rífa niður bæ sinn og hyggja upp aptur eitt
afarstórt steinhús á hæð fyrir ofan túnið;
liefir hann fengið tvo duglega menn til að
sprengja og höggva grjótið. J>essa fyrirtæk-
is álítum vjer vert að geta, pareð pað er
einstakt í sinni röð, og á síra Vigfús mikið
lof skilið fyrir slíka stórkostlega framtaks-
semi. 1 pesskonar búnaðarlegum fram-
kvæmdum gengur síra Vigfús næst hinum
mikla dugnaðarmanni Sigurjóni óðalsbónda
Jóhannessyni á Laxamýri, sem hefir byggt
sjer stór og vönduð hús úr timbri, og gjört
margar aðrar stórkostlegar jarðabætur, er
langt yrði upp að telja. j>að er vonandi,
að sein flestir góðir menn feti í fótspor pess-
ara heiðursmanna livað bæjabyggingar og
jarðabætur snertir, en einkum ættu menn
að byggja úr steini, pví pað efni vantar oss
ekki, og nú höfum vjer líka innlent veggja-
lím. Slíkir framkvæmdamenn, sem peir
síra Vigfús og Sigurjón á Laxamýri, ættu
skilið að fá viðurkenningu frá hinu opin-
bera fyrir dugnað sinn“.
Veðráttan hefir nú um tíma Verið
þurviðrasöm en fremur köld. Graspretta er
hvervetna litil, og gengur pví heyskapurinn
1 lakara lagi. Flestir munu pó vera búnir
að ná töðum sínum.
Fiskafli er sagður lítill hjer um slóð-
ir, enda sæta menn honum lítt sem stendur,
vegna beituskorts og heyanna.
Skriðuföll. .Úr brjefi úr Yxnadal,
5. ágúst 1877: „24. júlí næstl. var hjer
töluverð rigning og einkuin næstu nótt á
eptir, og fjellu pá skriður hjer í Yxnadal
á nokkrum bæjum til stórs skaða, einkum
á Efstalandi, par fór grjótskriða mikil fast
að bænum, svo að fólk flúði á aðra bæi, tók
hún par býsna part af túni par sem bezt
var við bæ og hlaðbrekku, svo að hjer um
priðjungur af töðuvexti (4 að gizka eptir
sögn P/j kýrfóður) tapaðist og töluvert af
engjum; á Miðlandi einnig partur af túni,
og nálægt helmingur af pví litla engi, sem
par var, og á Neðstalandi fjell lítið eitt á
túnið, en mikið á engjareitur. Á Efstalands-
koti tapaðist 10 hesta engi, á Steinstöðum
fjell dálítið á engi, en ekki til stórra skemmda.
Á Bási í Hörgárdal íjell skriða, sem tók
yfir engjadagsláttustærð af bezta enginu. —
14 skriður höfðu fallið I hinum svonefnda
J>úfnavallasveig í Barkárdal, sem er afrjett-
arland, pykir mönnum liklegt, að par hafi
tapast eitthvað af kindum“.
Úr brjefi úr Eyjafirði, 11. ágúst 1877:
„Aðfaranótt hins 25. f. m. var hjer um nær-
sveitirnar dæmafá rigning, fjellu pá skriður
svo tugum skipti víðsvegar til dala framar-
lega í Eyjafirði, og skemmdu pær meira og
minna tún, engjar og bithaga. Mest kvað
að peim í Hvassafelli, hvar mælt er, að ná-
lægt priggja daga sláttur af góðu túni hafi
orðið fyrir miklum skemmdum, einnig fjell
talsvert mikið á engjar á Strjúgsá, og fyrir
framan Litladal fjell stór skriða, sem ekki
varð komist yfir nema að sneiða fyrir hana
yfir um á. — Töðufall mun vera nálægt
priðjungi minna en í meðalári, og sama
mun verða upp á teningnnm með útheys-
skapinn“.
Húsbruni. Aðfaranótt hins 23. júlí
næstl., brann smiðjuhús á Hofstöðum við
Mývatn til kaldra kola, með öllu pví sem í
pví var, svo sem annboð öll og reiðskapur
með fleiru.
fakkarávörp.
„J>ess er getið sem gjört er“.
J>egar jeg á næstliðnu vori í erviðum
kringumstæðum var húsvilltur og búin að
missa skepnur mínar, pá liðsinnti mjer hinn
göfuglyndi höfðingsmaður, herra proprietair
Guðbrandur Sturlögsson í Hvítadal, bæði
með pvi að ljá mjer skepnur til lifsbjargar,
og atvinnu með pví að láta mig hafa um-
sjón á útbúi sínu. Með línum pessum votta
jeg pví pessum göfuglynga höfðingja mitt
innilegasta pakklæti, fyrir að sýna mjer
slíkt veglyndi.
Sælingsdalstungu 1. desember 1876.
Guðmundur Hálfdánarson.
— J>að má ekki hjálíða, að geta pess
sem gjört er af hreinum kærleika og bróð-
urlegri vináttu, og láta pá menn, sem hafa
hjálpað, eða rjettara sagt eru sífellt reiðu-
búnir til að styrkja pann fátæka, njóta sann-
mælis, par sumir fá hrós fyrir pað sem
kann að vera miklu minna í varið. Að jeg
tala pessum orðum, er fyrir pá orsök, að
vorið 1876 flutti jeg búferlum frá Pálsgerði
í Dalsmynni út að Grímslandi (eyðikoti) á
Flateyjardalsheiði, efnalítill með konu og
börn, og purfti pá að byggja skýli ofan yfir
mig og mína, og hefði mjer orðið petta erf-
itt, hefðu ekki heiðurshj ónin, Jón bóndi
Helgason og kona hans Kristrún Flóvents-
dóttir, búandi á Heiðarhúsum par skammt
fá- rjett mjer hjálparhönd, og hafa sífcllt
verið reiðubúin að auðsýna mjer hjálp hve-
nær sem mjer hefir legið á, án pess að ætl-
ast til nokkurs endurgjalds; en af pví jeg
hef ekki peninga til að launa peim með
peirra velgjörðasemi við mig og mína, og
svo mundu pau ekki taka við nokkurri
borgun, pá bið eg pann algóða Föður á
himnum, frá hverjum allt gott kemur, að
leggja sína blessun yfir pessi heiðursverðu
hjón og öll peirra efni, og jeg treysti pví,
að hann, sem ekki lætur einn svaladrykk
ólaunaðann, gefinn af kristilegri velgjörða-
semi og greiðvikni, muni endurgjalda pess-
um mjer hjálpsömu hjónum, bæði hjer i
heimi og í öðrum æðra heimi, í friðarins
eilífu heimkynnum.
Grímslandi 21- febrúar 1877.
S. J.
Auglýsing fyrir vesturfara.
. — Allan línunnar gufuskip flytja bein-
línis frá íslandi til Ameríku pegar nægilega
margir hafa skráð sig til ferðar, og verða
allir peir, er með pessari línu flytjast, hlut-
takandi í ldunnindum peim sem Canada-
stjórn veitir „Emigröntum“ sem par vilja
taka aðsetur. Einnig er ráð fyrir gjört, að
hjer fáist fararbrjef fyrir alla leiðina hjeðan
til Nýja Islands peim til Ijettirs er pangað
vilja flytjast.
Gufuslcip línunnar flytja lijeðan til
Qvebec í júlí mánuði ár hvort pegar pess
er óskað. Fæði alla sjóleiðina er innifalið
í flutningskaupinu, sem ætíð er haft svo
billegt sem framast er unnt. Styrlcur sá er
Canadastjórnin veitir vesturförum til flutn-
ings verður fyrirfram dreginn frá flutnings-
kaupinu. Fjelagið hefir sett hið lögboðna
veð bæði fyrir beinlínis og óbeinlínis flutn-
ingi hjeðan til Ameríku.
Frekari upplýsingar fást hjá undirskrif-
uðum og undiragentum vorum.
lieykjavík í júlí 1877.
G. Lambertsen S. Eymundsson.
Boekur til sölu hjá undirskrifuðum,
auk pess sem áður er getið lijer í blaðinu:
Sálmabókin, Passíusálmar, Biblíusögur, Lær-
dóms kver eldri og yngri; par að auki
Kristilegur Barnalærdómur eptirsira
Helga Hálfdánarson. lieikningsbók E.
Briems 1. partur, (2 partur óprentaður enn)
Hjorts Börneven og Landabrjef
(Atlas) mjög ódýr og lientug fyrir barna-
skóla.
Frb. Steinsson.
Boðsbrjef fyrir blaðinu „Fram-
fal’a“, sem landar Yorir í Nýja íslandi
gefa út, er hjá Frb. Steinsyni á Akureyri,
sem Akureyrarbúar og menn úr nærsveit-
unum geta ritað nöfn sín á ef peir vilja
kaupa blaðið.
— Týnt. í kauptíðinni, 25. júlí, tapað-
ist í kaupstaðarferð á Sauðárkrók, pegar
„Ornen“, skip Gránufjelagsins var að verzla
par, s k j ó ð a með ýmislegu í, par á meðal
5 álnum af klæði, og var klæðinu vafið
saman utanum ýmislegt smávegis, svo sem,
2 vasaklúta, 3 álnir af ljerepti og fl., en
utanum petta allt, nfl. klæðið og hið annað,
var vafið 4 áln. af dökkleitu dropóttu ljerepti.
Sá, sem fundið hefir eða hirt skjóðu pessa
er vinsamlega beðinn, að koma henni til
herra verzlunarstjóra Kristjáns Hallgríms-
sonar á Sauðárkróki gegn vel borguðum
fundarlaunum.
Auglýsingar.
— Yið opinbert uppboð sem haldið verð-
ur í pinghúsi bæjarins, mánudag pann 24.
september p. á. kl. 12 á hádegi, verður ept-
ir beiðni stórkaupmanns F. Gudmanns í
Kaupmannahöfn ef viðunanlegt boð fæst,
selt:
1. Svokölluð sláturbúð, eður austasta húsið
af fyrrverandi kaupmanns J. G. Hav-
steens höndlunarhúsum hjer í bænum;
skal kaupandi flytja hús petta á burt.
2. Pakkhúsið, eður hið vestasta af sömu
húsum, með grunni peim, er húsið
stendur á.
3. Eystri helmingur af lóð peirri, sem ligg-
ur fyrir norðan krambúðarhúsið og par-
verandi stræti, ásamt svokölluðum lang-
húsum, er á lóðinni standa.
Allt samkvæmt skilmálum sem til sýnis
eru hjer á skrifstofunni og auglýstir verða
við uppboðið.
Skrifstofu bæjarfógetans á Akureyri,
16. dag ágústmán. 1877.
S. Thorarensen.
— Eptir næstafgengnar fráfærur, fanst
á veginum fyrir utan Bakaríið á Akureyri,
silfurbúinn kvennpískur með bókstöfum, sem
cigandi má vitja til ritstjór-a Norðanf. um (
leið og hann borgar fundarlaunin og aug-
lýsing pessa.
— Fyrir nokkrum tíma hefir fundist dá-
lítil skyrta og brauðkaka innaní, einnig
beizli með kaðaltaumum sem hvortveggja
er geymt hjá ritstjóra Norðanfara par til
eigendur vitja og borga fundarlaunin og
prentun auglýsingar pessarar.
— Fjármark Guðmundar Kristjáns-
sonar á Keldulandi í Skagafirði: Stýft h.
gagnfjaðrað; fjöður framan vinstra.
Eigandi og ábyrgðarm: Björn Jónsson.
Prentari: Jónas Sveinsson.
i