Norðanfari


Norðanfari - 24.05.1878, Blaðsíða 1

Norðanfari - 24.05.1878, Blaðsíða 1
MANIARL 17. ár. Akureyri, 24. maí 1878. Nr. 29—30. Herra ritstjóri! Sjera Jón Bjarnason er svo virðingar- verður heiðursmaður, að mjer pykir pað mjög illa farið, að hann skuli hafa farið eins svæsnum og ómildum orðum um hina islenzku kirkju og prestastjettina hjer á landi eins og hann hefir gjört í brjefi pví, sem prentað er í „Norðanfara" 20. f. m. Jeg skal ekki fara mörgum orðum um petta brjef hans, heldur að eins minnast á pað, er hann segir „að i sumum prófastsdæmum muni vera leitun á presti, sem ekki sje of- drykkjumaður“. Svo er Guði fyrir pakk- andi, að pessu er ekki pannig varið og pó pað pví miður kunni að finnast peir meðal presta, sem um of eru hneigðir fyrir áfenga drykki, pá heyra peir pó vissulega til und- antekningarinnar og mjer er óhætt að full- yrða, að allur porri presta hjer á landi eru reglumenn og að sú skoðun útbreiðist meir og meir, að drykkjuskapur sje ósæmilegur fyrir alla og einkanlega fyrir andlegrar stjett- ar menn. Sjera Jón vill ekki láta vígja neinn, sem ekki hafi pær dyggðir til að bera, er Páll postuli heimtar af hverjum kennimanni. |>að er víst, að petta ætti svo að vera og enginn getur óskað pess meir en jeg, að pað væri ætíð völ á peim mönn- um, sem hefðu pessa kosti til að beraj^en bæði loðir jafnan einhver breyskleiki við oss mennina, og líka gefur Guð mörgum hreyskum núð til pí»ss «.ð sjá ..5 sjer, svo peir geta jafnvel orðið sómi stjettar sinnar og trúir verkamenn í víngarði Drottins. Jeg er sjera Jóni samdóma í pví, að söfn- uðirnir eiga að bera sig upp við prófast og biskup ef prestar lifa í opinberum löstum, en pegar peir gjöra petta ekki, sýnir pað annaðhvort, að prestar lifa ekki pann- ig, eða, að hið kristilega trúarlíf er par dautt og dofið. Jeg lái ekki .sjera Jóni, pótt hann kunni að hafa tekið pað sárt, að síra Páll varð eptirmaður föður hans í Stafafells prestakalli, hafi hann haldið, að föður sín- um væri petta mjög ógeðfelt; en pó pessar ræktartilfinningar sje virðingarverðar, gat pö veitingarvaldið ekki haft tillit til peirra, pegar alls ekkert var, i embættis nafni fram- komið um síra Pál, er gjörði hann óliæfi- legan til að fá annað brauð. Um leið og jeg læt fylgja eptirrit at brjefi mínu til prófastsins í Aústurskaptafells prófastsdæmi um petta efni, skal jeg geta pess, að jeg er viss um, að síra Jón er of praktiskur maður til að hafa ráðlagt Lóns-sóknarmönn- um að beiðast pess, að próf væri tekið yfir síra Páli i peim efmjm, sem jafnerfitt er að sanna. Þótt áburður síra Jóns kunni meðfram að vera sprottinn af pessum rótum, virði jeg pó mikils hið lifandi trúarfjör, sem lýsir sjer i brjefi ha,ns, pött mjer pyki pað ekki vera laust við trúarofsa og jeg mun virða trúarákafa hans enn meir pegar jeg sje, að hann getur unnið i kærleika saman við hinn eina embættisbróður sínn í Nýja- íslandi, pví „kærleikurinn er pessa mestur“. Reykjavík, 8. maí 1878. Með virðingu P, Pjetursson. Til útgefenda „Norðanfara“. Með siðustu póstferð barst mjer hjá- lagt brjef, dagsett Bæjarhreppi 10. dagnóv. f. á., moð undirskrifuðuin 25 manna nöín- um, hvar í skorað er á mig að láta taka próf í, hvort pað óorð, sem liggi á sira Páli á Prestbakka um kvennafar og óskil- semi í viðskiptum, sje á rökum byggt, o. s. frv. fótt jeg nú vildi beinlínis svara á- minnstu brjefi, væri mjer pað ómögulegt, par- eð jeg pekki ekki bæjanöfn peirra, sem ritað hafa nöfn sin undir pað, nje heldur veit, hvort pað er frá búsettum mönnum, og pví síður, hvort pað er frá öllum bændum í Bæjarhreppí, hversvegna jeg hlýt að snúa mjer til yðar, herra prófastur, og svara tjeðu brjefi fyrir yðar góðu milligöngu, sem mjer og að öðru leyti pykir tílhlýðilegast. J>að er víst og satt, sem höfundar brjefsins segja, að jeg vildi, að enginn ó- siðsemi ætti sjer stað í prestastjettinni hjer á landi, og er jeg mjer pess meðvitandi, að jeg hef ekki hlifzt við, að eyða henni eptir megni, pegar jeg hef haft einhverjar sann- aðar sakagiptir, að fara eptir. En, eins og pað er rangt fyrir hvern heiðvirðan mann, að hlaupa i pessu eptir lausum og ósönnuðum frjettum, sem opt eru ýktar og útbreiddar af óvildar- og öfundarmönnum, eins væri petta pví íremur ógjörandi fyrir mann í minni stöðu. Að pví er snertir síra Pál, pá hef jeg aldrei fengið neina umkvörtun yfir honum, hvorki frá viðkomandi prófasti, nje frá söknarmönnum hans; pvert á móti hefir prófastur hans jafnan gefið honum góðan vitnisburð, og jeg hef aldrei orðið annars áskynja, en að samkomulag hans við söfn- uðinn væri gott og kristilegt Að hann er pjóðkjörinn alpingismaður sýnir líka, að hann hefir traust manna og er vel metinn í sinu byggðarlagi. J>ótt jeg gleðjist af pví, að fyrgreint brjef til min virðist lýsa kristilegu vandlæti og áhuga á pvi, að eignast siðprúðan sókn- arprest, verð jeg pó að treysta pvi, að höf- undur pess muni eptir nákvæmari íhugun og fyrir yðar góðu fortölur, taka pað ráð, sem bezt sæmir góðu sóknarfólki, að veita sira Páli góðar viðtðkur, og breyta vel við hann meðan hann ekki gefur pví tilefni til annars. Jeg pykist líka sannfærður um, að hann muni leggja allt sitt fram, til að á- vinna sjer elsku og virðing pessa síns nýja safnaðar, og hafa pann ásetning, að láta sjer farast vel við hinn æruverða formann sinn í embættinu, pó peim kunni að hafa borið eitthvað á milli. En yður bið jeg, herra prófastur, að hafa vakandi auga eigi síður á pessu en öðru í prófastsdæmi yðar, hvetja til góðs samlyndis milli presta og safnaða, sem er skilyrði fyrir andlegri samvinnu peirra, og jafnskjótt gefa mjer til vitundar, ef Lóns- sóknarmenn mót von skyldu fá grundaða á- Ljótunn Kolbrún. (Dálítil sveitarsaga). [Niðurlag]. „|>ú hefir auðsjáanlega verið aðal-formaður framfara hjer í sveit, i búnaði, byggingum og bæjaprýði, presturinn okkar formaður allra frama, í pekkingu og kristilegri háttsemi, og hún Ljótunn ykkar hefir ekki verið hlutlítil i endurbótunum hún sem hefir verið fyrirmynd i allri kvenn- prýði, hannirðum og búnaðarsnilli innan- bæjar og kennt fjölda ungra kvenna. Eng- inn neitar pví hjer, að frá pessari merkis- konu geti verið runnar fyrstu rætur og fyrstu hvatir til margs góðs hjer í sveit. jað eru nú varla 10 ár síðan hún átti prestinn okkar, á peim árum hefir hún kennt hannirðir og búskap 20 konuefnum. Á sömu árum hefir Brandur prestur kennt báðum sonum sínum og Grími syni hennar og kostað alla i skóla, svo peir eru nú bráð- um útlærðir, brestur nú aldrei fje til neins, sem hann þarf og á nú eitt vænsta bú í allri sveitinni. Á pessum 10 árum hefir staðurinn verið byggður allur upp og pað vel, tún og engjar vérið svo bætt, að pað hefir adrei pvílikt orðið frá alda öðli, svo nú sjá menn bezt hvílík jörð Ás er. |>ess- ar hafa orðið framfarirnar par síðan pessi afbragðs kona kom til ráða á staðnum. Menn vita að sönnu, að pú hefir átt mestan pátt i staðarbótunum, en húsbændurnir hafa lát- ið fylgja pjer dyggilega og vinna pjer apt- ur. Svo vil jeg eigi gleyma að minnast pess, hvað honum sjera Brandi hefir farið fram sjálfum. f>að er eins og hann hafi yngzt upp um 10 ár, meðan hann hefir elzt um 10 ár. Nú er hann alla vetur að kenna, stundar prestsverkin jafn vel og áð- úr, segir fyrir á búi sínu og lieldur pó marga stundina á börnunum sinum og seinni konunnar. Beim er samhent góðu hjónum. Hann kemur öllu í verk, sem hann vill, og pó hún standi í barneign nærri árlega, vinn- ur hún alltaf, kennir og segir fyrir öllu eins og ekkert tefði. Já! pað segi jeg satt, mikið og margt gott höfum við hlotið og hljótum af pessum góðu hjónum og pjer — pó enginn, held — 57 — jeg, eins og við kona min. f>ú hefir mann- að sonu mína og presturinn svo hann gipti peim nú dætur sínar, sem kona hans hafði kennt í 8 ár, allt sem pær gat prýtt. Og dætur minar hafa pau gert að efnilegustu stúlkum og kosið pær til að verða konur sona sinna, sem eru að læra. f>vílikra framfara og spektar gat enginn vænt fyrir 8 til 10 árum af Hagastelpum, dætrum mín- um, sem voru mestu ódældarskepnur, við rjeðum engu við og ekkert nenntu að læra, eins og pú manst, sýndust ekkert hafa til kosta, nema pann orðlagða fríðleik og pær voru nógu næmar, pegar pær nenntu. Mjer er gleði að minnast allra pessara lagfæringa helzt nú, pegar jeg er að kveðja búskapinn og ykkur, verð nú að hætta störfum og setjast um kyrrt, pví pó jeg tóri enn nokkur ár, verð jeg til einkis nýt- ur, nema að skakkast í smiðjuna — kemst varla bæjarleið milli ykkar vinanna. En jeg vil bera pað vel og vona við kona mín lifum glöð og ánægð hjá börnum okkar — minnumst með pakklæti alla tíð velgjörða ykkar, ástvina minna, við okkur og börnin

x

Norðanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.