Norðanfari


Norðanfari - 20.12.1879, Blaðsíða 2

Norðanfari - 20.12.1879, Blaðsíða 2
— 122 - Vjer sem ritum nöfn vor hjer undir, vottum hjer með að vjer höfum álitið Jónas bónda Símonarssou á Svínaskála um mörgár, hinn mesta dugnaðar og framkvæmdarmann í sveitarfjelagi voru, hæði til sjós og lands, og pekkjum líka margir til pess af eigin sjón og reynzlu, — sjerstaklega pá litið er á efnahag og vinnukrafta hans og annara í hreppnum, og annjr pær, sem á honum hafa hvílt, umfram aðra, par sem hann næst und- anfarin ár hefir verið bæði hreppstjóri og oddviti hreppnefndarinnar. Vjer getum ei annað enn álitið, að hann hafi verið fyrir- mynd annara í að vanda öll áhöld, bæði til landvinnu pg sjáarútgjörðar hjer í sveit, og að hafi nokkur átt skilið opinbera viðurkenn- ing fyrir verk sín hjer í sveit pá hafi Jónas Símonarson fullkomlega verðskuldað hana. í marzmánuði 1878. J. P. Hallgrímsson prestur, Jón Stef- ánsson bóndi, Eyólfur forsteinsson bóndi, Sigurður Nikulásson vinnumaður, Magnús Hemingsson vm., Guðni Stefánsson vm., Jónas Eyólfsson vm., Siggeir Eyólfsson vm., Einar Jónsson bóndi, Páll Pálsson bókbindari, Kristján Eyólfsson vm., Sæbjörg Jónsdóttir ekkja, búráðandi, Gunnar Pjetur Pálsson vm., Bóas Pálsson vm., Guðni Stefánsson bóndi, Guðmundur Jónsson bóndi, Sveinn Bóasson vm., Bjarni Eiríksson bóndi, Páll Eyólísson vm., I. Ásmundsson bóndi, Stefán Jónsson bóndi , Sigbjðrn Oddsson bóndi, Gísli Niku- lásson bóndi, Nikulás Gíslason bóndi, Guðni Jónsson trjesmiður, Einar Jónsson vm., Hall- grímur Jónsson vm., Runólfur Runólfsson. Af pví að, oss sem ritum nöfn vor hjer undir, hefir sárnað áreitni Jóns ritstjóra Ólafssonar í «Skuld» sjerstaklega nr. 4. p. á. við Jónas bónda Símonarsson á Svínaskála og hvernig ritstjórinn eins og sýnist gjöra sjer far um, að rýra mannorð hins fjölhæfasta framtaksmanns sveitarfjelags vors, álítum vjer pað siðferðislega skyldu vora, að senda honum eptir fylgjandi vottorð, byggt á sannfæring vorri og pekking, og má hann neyta pess sem hann vill. Vjer pykjumst mega fullyrða, að Jónas hafi fyrstur komið hjer á nýju báta lagi, og eru bátar með pví lagi örskreiðari enn hinir með eldra laginu, og miklu betur vandaðir að allri gjörð enn áður var; fyrstur smíðað og innleitt hjer hin ágætu járngaffalræði; fyrstur smíðað og lagt hjer fjórsóknaða vaði með premur trjám, sem vel hafa gefist; fyrstur smíðað og viðhaft hjer pumunálina, handægt og pægilegt verkfæri fyrir pá er hákarl veiða á bátum; fyrst hjer hvippað króka; fyrstur allra hjer lagt línur með 3 og 4 uppistöðum, sem sjálfsagt er nauðsýnlegt, er fisk skal sækja með línum i straum og nálægt boðum og leggja parf í ýmsa króka, og þætt er við krækjum. — Vjer vitum ei til að nokkur hafi gjört petta að minnsta kosti ei að staðaldri nema hann einn. Vjer pykjumst mega fullyrða að Jónas hafi fyrst og einn að ' jafnaði iðkað smáönglalínur á Krossanesröst, og kringum vatnsboðann, og pannig fundið nýjar smáönglalínu lagnir par. Vjer pekkjum ei til að nokkur maður hjer 1 sveit eða nærsveitunum, vandi eins vel, pví síður betur alla sjávarútgjörð sína og Jónas hefir gjört, og engann hjer í sveit, sem sótt hafi sjó betur enn hann eða til jafns við hann. pá litið er á kringumstæður hans og annara t. d. efni, vinnukrapta, langræði, og og sjerstaklega pá litið er til pess hverju hann hefir afkastað á heimili sínu með bygg- ingar. Yfir höfuð verðum vjer að álíta, að Jónas hafi sannarlega átt skilið, laun pau erhonum voru veitt úr styrktarsjóði Kristians konungs IX, en alls ómaklegann hinnar undarlegu prá- eltni «Skuldar». Reiðarfirði í marzm. 1878. Jón Stefánsson. Guðmundur Jónsson. (bóndi). (bóndi). Sigbjörn Oddsson. Gísli Nikulásson. (bóndi). (bóndi). J. Stephánsson. Guðmundur Eyjúlfsson. (bóndi). (bóndi). Rjett eptirrit, Jón Johnsen, Brjef til „K. N“. J>ekkirðu land með feikna fjöll íylgsni par sem eiga tröll, blágrýtis pau brúka skálm og bera á höfði jökulhjálm og gjósa eldi úr iðra krá, enginn við pví standast má, pá blikar sprengi- blóðrauð -vjel, bliknar líf en glottir hel. A pvisa landi er pjóð ómennt, pví henni hefir enginn kennt liirðsiði, sem heiminn prýða og liaí'ðir eru í metuiu viða. En par er annað pjóðar kyn, sem pjóðir margar eiga að vjn; hjá Baunverjunum frægð hún fjekk, fyrr en hingað norður gekk til að mennta landsins lýð og leggja út í hið mikla stríð að gjöra bokka og börnin smá baunverskt allt frá hvirfli að tá. Byggðir strjálar býli smá byggjast pessu landi á, einn par samt er aðalbær, ávallt hvar að dunar sær í norðanátt við svalan sand, sverfur ströndu eyjaband. Bærinn er í breiðri vík sem bérjaskyr í pessum krík liúsin standa stangli á um stræti margnefnd til og frá; par er fátt um ræfla ríl, livar rísa hús í nýjum stýl, par ægir saman allri stjett; en öll er pjóðin furðu nett valdsmenn. kaupmenn, völundar og verðir staupa hjer og hvar. Alsett er af kota krans kringum týginn húsafans; bændur prifnir búa par og brúðir heldur pjóðlegar; pú sem veizt, að pjóðir tvær pessi hýsir tignar bær, en pekkir engin pjóðarskil, pjer jeg á pað benda vil, að aðallinn er. allur danskur, enskur, spánskur, pýzkur, franzkur; pví baunverjans pað einkunn er allt pjóðerni að temja sjer, og allt hann nær að nema og muna nema bara íslenzkuna. Aðall pessi er allra stjetta úrval, jeg skal sanna petta, pví val er hann úr vörusölum völundum og peim, er skjölum eiga að stýra og dóma dæma og dyggða spjöll úr landi flæma. En pað eru ei nema fimm eða fjórir frægðar herrar tignar stórir baunverzka sem flokkinn fylla og frelsi vorrar pjóðar spilla. Staðarins allir Æskulápar eins og gamlir hraunaslápar leita sjer að fæðu í forum í feiknadjúpum hrauna skorum; aðalsins peir elta beitu, æti svo peir nái feitu. Lyfja kollu langur tyggi líka trú’ jeg staðinn byggi baunverzkur í allar ættir, aðalsins hann knýr á gættir,' einkaleyfi einn hann hefur (öðrum pað ei Danskurinn gefur), ekkert læra og ekkert muna utan hrogna-baunverskuna. En petta er minni pjóðar hlutinn pó að peir niður dragi skutinn, pegar peir sitja stjórn að stunda og staðarins allan hug í grunda pví öllu vilja peir einir ráða og aðra lítið virða snáða. Flokkurinn hinn er fjölmennari. pó fátæklinga drjúgur skari í lághýsunum lífi hjúkri og liggji sjaldan sæng á mjúkri íslenkzt blóð í æðum bera, og allt sitt til pess vilja gera, að pjóðin verði ei rúin rjetti rógburð af og illum pretti. J>essum fylgir fjöldi manna, er frelsi stunda og menntun sanna og mestur porri af herrum háum 1 hjarta sínu unna smáum, en pá vantar einurð stundum afl pó hafi peir nóg í mundum, hlífðar skjöld fyrir bændur bera Baunverjinn ef kynni pað hlera, ef að danskurinn ýglir brún ofan draga peir ?egl frá hún af danskinum peir lærðu löngum, að láta sem peir væru með engum. En hvað sem nú um allt pað er um, sem höfum getið vjer jeg held pó ef að satt skal segja í svoddan bæ ef stríð menn heyja, hið góða hrósi sælum sigri pví sannleiks er þar girtur vigri, margur (bæði lærður og leikur) laxi vertu pví ei smeikur, settu upp merki sannleikans og sverðu tryggðir pörfum lands pví bærinn pinn er borg á fjalli berstu eins og Siggi Skalli, pegar hann drakk úr konaks kút kófsveittur og tæmdi hann út. Auglýsmgar. J’eir prestar eða kirkjuráðendur, sem kynnu að panta hjá mjer altaristöflur framvegis, bið jeg vinsamlega að láta mig vita pað hið allra fyrsta, par jeg parf mjög langan tima til að búa mig út með efni og áhöld; einneiginn stendur lengi á að gjöra pær. Völlum í Svarfaðardal 23. okt. 1879. A. Gíslason. Hjer með leyfi jeg mjer vinsam- iegast, að biðja alla pá sem standa í skuld til mín fyrir Norðanfara og fleira, sem jeg hefi látið prenta fyrir pá, að greiða pað til min, sem allra fyrst að þeim er unnt og helzt sem fyrst fyrir næstkomandi nýár, pví min litlu efni og stórskuldir, leyfa ómögu> lega að pað dragist lengur. Ákureyri 25. nóvember 1979. Björn Jónsson ritstjóri, Eigandi og ábyrgðarm.: Björn Jónsson, Prentsmiðju Norðanfara. B. M, Stephánsson

x

Norðanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.