Norðanfari


Norðanfari - 26.10.1881, Síða 4

Norðanfari - 26.10.1881, Síða 4
— 120 — 2. á ári, það er samt fremur vænt og feitt, það er tjóðrað við girðingar og akurrandir, og gengur stundum úti á vetrum. Við flesta bæi er dálítill aldingarður með skrautjurtum, berjarunnum óg epla- trjám. Káli og kartöflum er sáð á ökrum. 4. Landslag Suður-Jótlands. Til þess að gefa nokkra hugmynd um þetta vil jeg segja frá lítilli ferð minni. Mitt á milli Heils og Kolding, stendur höfði einn 350 feta hár, er Skamlings- banke heitir, þar eru opt haldnir ýmsir fundir smærri og stærri. — Einn fagran sumardag fór jeg með húsbónda mínum og fólki hans upp á höfðann, var þar margt manna og voru sagðar skemmtilegar sögur og sungið ýmislegt og talað um ýmsa fróð- lega hluti, var fundurinn haldinn efst á höfð- anum kringum háa steinsúlu, sem reist var til heiðurð fyrir ýmsa kappa, er fjellu í strið- um Dana á móti Jpjóðverjum 1848. Jeg gekk upp á hól og litaðist um; þetta var síðla dags, himininn var heiður og skýr, kríngum höfðann blasti hið breiða endalausa flatlendi, himinsmyndin var nærri alveg kringlótt, því engar mishæðir voru niður við sjónai'hringinn nema einhverjar bláleitar ásahæðir i austri, vestri og norðri, þetta voru hinir miklu beykiskógar. Mót suðri lá Litlabelti og hin fagra strönd af Fjónseyju blánaði bak við það með sínum mörgu hvitu húsum og turnum, sem naumlega eygðust gegnum þá bláu blæju sem fjarlægðin myndaði. (Framhald). F r j e 11 i r i n n 1 e n (1 a r. Ur brjefi úr Austur-Skaptafellssýslu d. 13. ágúst 1881. «Tíðin má heita stillt og góð, en optast þokufullt og úrkomulítið. Grasbrestur tilfinnanlegur á túnum og vall- lendi, því mikill liluti af þeim sumstaðar, er ósláandi, en votengi er víða í meðallagi. Heilbrygði er almenn, og engir dáið nema 3 hafa látist vofeiflega. Maður varð bráðkvaddur undir Almannaskarði, það var bóndi af Mýrum, sem |>orsteinn hjet, annar varð bráðkvaddur af slagi, sem lijet Guðmundur Gíslason, á Maríubakka í Kleifahrepp. Eitt af Gránu- fjelagsskipunum, er búið að bíða hjer byrjar í 20 daga síðan það hætti að höndla hjer á Hornafirði. |>að fjekk hjer allgóða verzlun, og mun hafa gefið fyrir ullina 75 aura». Úr brjefi úr sömu sýslu dagsett 8. sept. næstl. cFrjettir hjeðan eru fáar, dæmalaust grasleysi og heyskapur sárlítill allstaðar hvar til frjettist, enda er klaki víðast hjer í jörð enn. Sumarið hefir verið kalt en stillt og varla komið skúr eða vindblær úr lopti. Heilbrygði er almenn, og engir hafa látist, utan 2 menn, sem báðir drukknuðu, annar af bát undir barlest við Gránufjelagsskipið á Hornafjarðarós, Stefán Hallsson að nafni, vinnumaðuf frá Dilksnesi, ungurog efnilegur; 5 menn voru á bátnum, 2 björguðust á sundi, 2 varð bjargað af öðrum. Hinn maðurinn var Jóhann Kristinn Jóhannsson, sonur sjera Jóhanns prests að Kálfafellsstað, hann hafði lengi legið veikur í óþekktum sjúkdómi, og ætlaði að sigla með Papósskipi, til að leita sjer lækninga erlendis og var kominn þar um borð, en þoldi ekki loptið í káhetunni, og var því tjaldað yfir rúm hans á þilfarinu, enn einn morgun var hann horfinn af skip- inu þegar á fætur var komið. Líkami hans hefir ekki fundist. Jóhann sál. var mesta ljúfmenni, elskaður og virtur af öllum, sem hann þekktu. Hann var gæddur ágætum gáfum og hafði um nokkur ár fengist við smáskamtalækningar, og heppnast það mjög vel. í fleiri liundruð ár hafa menn ekki farist, hvorki í Homafjarðar- nje Papaósum, og má það því merkilegt kallast, að einungis einn dagur leið á millum að mennirnir fórust». Ur brjefi úr Húnavatnssýslu d. 8. sept. 1881. cFrjettir eru þær, að síðan á höfuð- daginn eru góð umskipti kominn á hina köldu tíð sem verið hefir i sumar, eru nú einlægir hitar og þurkar, svo að aldrei þarf að raka í flekk á Vallendi, en víða er lítið um gras, aptur sumstaðar engu minna en í fyrra sum- ar. Töður hafa flestir fengið minni en í fyrra sumar, jeg fjekk 80 hestum minna. Æði hefir verið slysasamt á þessu sumri. Dreng- ur skarst voðalega af annars völdum á Blóndu- dalshólum, skarst hásinin í sundur rjett fyr- ir ofann hælinn, hcldur er hann á batavegi og má þakka það mikið vorum góða «Chirurg» Árna lækni Jónssyni. Drengur er hjer á næsta bæ við mig, sem á sunnudagsmorguninn er var, liafði gripið orf og ljá húsbónda síns og farið að hjakka með því fyrir ofan tún, datt á Ijáinn og slcarst voðalega fyrir neðan knjeð. Maður á Sauðárkrók Jón Bjarnason að nafni, rak fiskbein í einn fingur sinn, og varð það honum að bana. Hestur hrapaði með stúlku i vor, í svo nefndum Kömbum í Gönguskörðum, og skemmdist mjög. Á mörg- um hefir gengið úr liði, og stúlka í Sæ- mundarhlíð kviðslitnaði. Nýlega er látinn J>orsteinn bóndi á Haukagili í Vatnsdal, úr lærmeini; hans mnnu allir sakna er þekktu hann og hans góða heimili. Nú í sumar hafa verið keypt 2 «IIarmonia», lijer til prestakallsins, annað fyrir Bólstaðahlíðarkirkju, en hitt fyrir Bergstaðakirkju. J>au voru vígð 10. og 11. sunnudag eptir Trinit. Með þessu fyrirtæki vona jeg að bætt sje úr vandkvæðum þeim, er eins hjersem annarsstaðar, hafa verið á kirkjusöngnum. Organleikarinn er Bene- dikt Sigfússon frá Undirfelli*. — Aðfaranótt hins 29. sept. næstl. fórst bátur í suðvestan stórviðri með 7 manns vest- an við Hrísey hjer á Eyjafirði, formaðurinn hjet, Pjetur Friðfinnsson, tómthúsmaður hjer í bænum. Hann hafði giptst fyrir rúmu ári síðan og ljet eptir sig unga konu með einu barni en fremur lítil efni, annar Símon Frið- riksson frá Ytra-Tjarnarkoti á Staðarbyggð, hann ljet eptir sig unga konu með tveim- ur börnum, hinn þriðji hjet Vilhehn Kristj- ánsson, ógiptur, til heimilis áHáhamri í Eyja- firði, fjórði Guðmundur Kristjánsson, ungl- ingsmaður frá Syðri-Tjörnum á Staðarbyggð, og sjötti Páll Gunnlaugsson frá Æsustöð- um í Eyjafirði og kvennmaður liinn sjö- undi, sem hjet Júlíana Sigurjóna Jónsdóttir hjeðan úr bænum, fágætlega dugleg og ráðdeild- arsöm og einkastoð aldurhniginnar og fátækr- ar móður. 2 af líkunum eru sögð rekin og brot af bátnurn og ýmislegt fleira. Norðmaður einn, sem ásamt öðrum var að síldarveiði út við Hrísey, fjell útbyrðis og drukknaði. — Aðfaranótt hins 1. okt. síðastl. sleit upp kaupskip í suðvestanveðri, er lá á Hofs- óshöfn í Skagafirði og tilheyrði verzlun kaup- manns L. Popps á Hofsós og Grafarósi; til allrar hamingju var búið að flytja úr því allar útl. vörúrnar en að eins komnar í það nokkr- ar tunnur af kjöti og töluvert af saltfiski 12. þ. m. var haldið uppboð á strandi þessu, skipskrokkurinn með möstrunum seldist fyrir 600 kr. en hver tunna með kjöti frá 26—30 krónur og vættin af saltfiskinum 3 kr. 50 a. — Föstudaginn 14. okt., fórst norskt járn- og gufuskip «Bravo» á þústilíirði. Gufuvjel- in hafði sprungið. Mennirnir komust í bátana. Hvolfdi öðrum þeirra, með 8 manns, skammt frá landi, en mennirnir voru allir syndir, og komust í land. Hinum bátnum, cr á voru 8—9 menn, þar á meðal skipstjórinn, 1 kvenn- maður og 2 íslendingar hvolfdi skammt frá skipinu og fórust þar allir; nokkrum dögum síðar sökk skip þetta, svo að eins hvað sjá á mastratoppana. Skipið var í erindum hins norsk-íslenzka sildarveiðafjelags. Skipskaði’varð 29. sept. næstl. undan Grjót- nesi á Sljettu. Fórust þar 3 menn. Hvorki heíir fundist skip nje menn, og veit enginn hvernig slysið hefir aðborið. fakkarárarp. Áður en jeg skilst við þessa sveit vil jeg votta minar innilegustu þakkir öllum þeim mönnum, sem á næstliðnum tveimur árum hafa greitt fyrir mjer í mörgu í mínum erfiðu ástæðum og sýnt mjer dæma- fátt veglyndi; þessar velgjörðir, vil jeg biðja gjafarann allra góðra hluta að launa þeim með því að jeg er eigi maður til þess Mest hafa gefið: Bjarni Jónsson á Hofi yfir 40 kr., dannebrogsmaður B. Blöndal í Hvammi 28 kr., sjera Hjörl. Einarsson á Undirfelli 28 kr., yfirsetukona Soffía Stefánsdóttir á Gilsstöðum 20 kr., þorsteinn Eggertsson á Haukagili 12 kr., Guðríður Jónsdóttir á Bakka 10 kr., Jóhanna Jóns- dóttir á Leysingjastöðum 10, kr., Jónas Guðmundsson í Ási 5 kr., og Ólafur Jóns- son á Leysingjastöðum 5 kr. Bakka í Vatnsdal 15. júní 1881. Benóní Guðmundsson. Auglýsing ar. Stórkaupa-fiskverzlun William Jamieson’s 15 Pitt Street Liverpool — stofnuð árið 1821 — tekst á liendur að kaupa og selja í umboði annara, skipsfarma af íslenzkum og færey- iskum saltfiski, löngu og ísu. Banki verzlunarinnar er: Liverpool Union Bank Fundist hefir fram við jökul á svo kölluðum pverárdal; rauð hryssa, hjer um bil 6 vetra gömul, snemm-rökuð, ójárnuð, með dökkleita hófa; virðist vera lítið tamin, vottar fyrir síðutökum, og með marki: sneitt aptan hægra. Hryssa þessi ætlaði varla að nást, fyrir hræðslu og villu, sem á hana var komin. Rjettur eigandi má vitja hennar að Munkaþverá, en borga verður hann auglýsingu þessa, og alla fyrirhöfn, um leið og hún er tekin. Munkaþverá, 15. sept. 1881. Jón Jónsson. — |>ann 4. ágúst næstliðinn tapaðist á veginum frá Akureyi fram að Kristnesi ^eiðbeizli með nokkuð slitnum koparstöng- um og nokkuð brúkuðu stönguðu höfuð- leðri. — Finnandi er hjer með beðinn að halda því til skila á skrifstofu Norðanfara móti sanngjörnum fundarlaunum. Grund í Eyjafirði 19 sept. 1881. S. Jakobsson. Á veginum frá Krossanesi, inn að Glerá, tindist9. þ. m. vaðmáls-uudirdekk, lagt með rauðum borða hringinn í kring, fóðrað utan með skinni undir gjörðinni, stroffulaust. Finnandi er beðinn að halda því til skila, á skrifstofu Norðanfara, gegn sanngjörnum fundarlaunum. Verzlunarstjóri P. V. Daviðsson á Djúpavogi, kaupir islenzk frímerki, brúkuð en óskemmd, fyrir 2'/2 eyrir hvert. — Leiðrjetting: í næsta blaði hjer á nr. 57—58, bls. 115, 1. dálki línu 31 aðofan les: «Fremmedordbog» Eigandi og ábyrgðarm.: Björn Jónsson. Prentsmiðja Norðanf. B. M. Stephánsson.

x

Norðanfari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.