Norðanfari


Norðanfari - 08.11.1882, Blaðsíða 1

Norðanfari - 08.11.1882, Blaðsíða 1
21. ár. Nr. 35—36. NORBANFARL 1 IX. 14. bl. ísafoldar nefnir herra Tryggvi Gunnarsson að það sje «hraparlegt ranglæti að bera bríxl á ráðgjafann fyrir pað, að hann skýrir Norðmðnnum frá liver gyld- andi lög sje á íslandi». |>essu erum vjer alveg samdóma, pað væri í fyllsta máta rang- látt að gefa ráðgjafanum sök á því pó hann gæti embætisskyldu sinnar. — |>að hlýtur öllum að vera kærkomið að fá að vitarjettan skilning á beim lögum, sem annaðhv.ort eru svo óljós að það er leikmönnum ofvaxið að skiljaþau rjett, eður ]>á að fá að vita hverjar ákvarðanir frá eldri tímum sje enn í gyldi, sem lagamönn- unum sjálfum á stundum ber ekki saman um hvort sje gyldandi lög eður ekki. — J>að hlýtur öllum peim sem lögunum eiga að hlýða að vera því kærkomnara að sjálf stjórnin ótþýði lögin þar eð vjer vitum ekki beturen sú þýðing, sem hún leggur í skilning laganna sje skuldbindandi fyrir þegnana og ekki megi ásaka þá ef þeir að eins breyta eptir þessari þýðingu stjórnarinnar. — En «vandi fylgir vegsemd hverrb, stjórnin má ekki þýða sömu lögin á marga vegu eður eins og henni ræður við að horfa í það og það skiptið; hún verður að láta sjer lynda ef þegnarnir fara eptir þeirri þýðingu sem hún einusinni hefir útgefið til eptirbreytni. — J>að vill nú svo vel til að stjórnin hefir útgeCð til eptir- breytni þýðingu áður enn lians Excellence Nellemann gaf út brjef sitt 7. febrúar þ.’á. — Látum oss athuga samkvæmnina, sem er á milli þessara tveggja stjórnarbrjefa. Brjef dómsmálastjórnarinnar til amt- mannsins í Yesturumdœminu 27. júlí 1858. ------Frá því er sagt í tilskipun 17. nóvember 1786 7. gr. sbr. 6. gr. með hverjum skildaga utanríksmenn geti öðlast borgarajett í verzlunarstöðum á íslandi. Eigi verður heimtað eptir greinum þessum, sem þjer herra amtmaður, haflð þó ætlað, að maður skuli leystur af þegn- skyldu sinni við utanríkiskonung, áður hann geti náð borgarárjetti á íslandi, sbr. einnig tilsk. 8. marz 1843, 5. gr. tölulið !•) og tilsk. 6. janúar 1857, 2. gr., er sýna óbeinlínis, að íslenzkir borgarar geti sam- tíðis verið þegnar Danakonung, og einhveers annars konungs. þeir sem öðlast hafa borgararjett í f -rmlunarstöðum á íslandi, eptir laga- greinum þeim er nú voru nefndar, mega síðan kaupa land, verzla og stunda hverja Þá atvinnu er þeir vilja; þeir hafa ogjafn- an rjett við landsmenn til að hafa sjávar- utveg, sbr. opið brjef 18. ágúst 1786, 16. gr. og tilsk. 13. júní 1787, 2. kap. 5. og 6. gr-i sbr. 4. gr. _ Brjcf ráðgjafans fyrir ísland til uíanrík- isráðgjafans um fiskiveiðar Norð- manna 7. febpúar 1882. Samkvæmt skýrslum er ráðgjafinn hefir fengið, verður að ætla að íiskiveiðar þær, er Norðmenn liafa rekið síðustu árin við ís- land, hafi á ýmsan hatt komið í bága við íslcnzku fiskiveiðalögin, og verður því að álíta það æskilegt, að lagaákvarðanir þær, er Akureyri, 8. nÓTCinber 1882. hjer eiga við verði birtar almenningi í Nor- egi; en það mun brýnt fyrir hinum| ís- lenzku yfirvöldum að gæta þess nákvæm- lega, að.lögunum verði fylgt fram. — Fyrir því væri ráðlegt að ieggja fyrir hlutaðeigandi dönsku konsúla að birta Norðmönnum þessar aðalákvarðanir um fiskiveiðar í land- helgi við ísland. 1., að engir aðrir en danskir þegnar megi stunda fiskiveiðar í landheigi. 2., að utanríkismenn, sem óska að veiða annaðhvort sjer eða í samein- ingu við íslendinga eða aðra danska ríkisþegna verða að hafa öðlast fastheimili annaðhvort á ís landi eða Danmörku eptir reglum þeim, er um heimilisfang gilda; en að kaupá borgarabrjefi eða atvinnuskírteini alls enga þýðingu hafa í þéssu tilliti. 3., að brot gegn ákvörðunum þessum varðar sektum samkv. tilsk. 12. febr. 1872. 4., að sldp þau eða bátar, sem hafðir eru til fiskiveiða, skulu vera dönsk eign, og að engin önnur skip verða höfð til að verka aflann, til að liýsa fiskarana eða annars þess liáttar. 5., að því er snertir mennina á skipum þeim, er böfð eru til fiskiveiða, skal breyta eptir opnu brjefi 27. maí 1859, þannig, að áuk skipstjóra og stýrimanns skal helmingurinn af hásetunum eiga heima í liinu danska ríki, ef skipið er gjört út frá íslandi; en eptir lögum 23. janúar 1862, ef skipið er gjört út frá Danmörku, og skulu §amkvæmt þeim skipstjóri og stýrimaður vera danskir þegnar. 6., að greiða skal innflutningsgjald sam- kvæmt tilskipun 1. maí 1838 af þeim utanríkisskipum, sem verða skrásett á íslandi. 7., að breyta skal eptir tilskipun 3. maí 1869, að því er snertir skrásetning utanríkis skipa. Ráðgjafinn fyrir íslandi leyfir sjer því þjónustusamlegast að skjóta því til utanríkis- ráðgjafans að leiðbeina hinum dönsku kon- súlum i Noregi samkvæmt þessu. Sitt livaft um prcstamál og fleira. (Framh.). Lög um skipan prestakalla 27. febr. 1880 hafa átt litlum vinsældum að fagna, og þykir sjálfsagt, að það komi betur í Ijós, er sóknarnefndum vex fiskur um hrygg. A alþingi 1879 áttu lögin mjög ervitt upp- dráttar. Yar það tekið fram þeim til hnekk- ingar, að þau næði alls eigi þeim tilgangi sínum að bæta kjör prestastjettarinnar, eða færi jafnvel í öfuga stefnu, svo að afleiðingin myndi verða gagnstæð, því að þótt nokkur brauð væri bætt upp á kostnað annara, þá yr’ði erviðleikar ýmsra prestakalla svo marg- faldlega auknir, að niðurstaðan yrði að verða gagnstæð tilganginum. Annað, sem fram var tekið frunvarpinu til Rnekkingar var það, að undirbúningur málsins væri ónógur. En þó að bent væri á marga galla, ereigimyndi auðið úr að bæta, þótti slíkt óhæfumál, þar — 69 — sem utanþingsnefnd hafði áður fjallað um málið og það hefði áður verið borið undir álit hjeraðsfunda á öllu landinu. En bæði kom málið nokkuð flatt upp á lijeraðsfund- ina sem og er óvíst um, livort allstaðar liafi verið rækilega sóttir eða skipulega lialdnir, enda mun það hafa vakað fyrir sumum, sem sumstaðar hefir raun á orðið, að tillögur fund- anna myndi verða að litlu hafðar, ef t. a. m. hlutaðeigandi prófastur þættist þurfa að sýna sjálfstæði sína með því að andæpa einliverju atriði, eða þá utanþingsnefndin, eða þá þing- ið sjálft, sem opt virðist eins og á glóðum, ef einhver mál koma fyrir, er snerta klerka eða kirkjur, og virðast sumir þar einart að ætla það aðalhlutverk sitt að verja landssjóðinn fyrir ásælni presta, og vantar þá sjaldan fögur og glæsileg orð um trúarlíf og kristindómsefling, en nær má ganga að því vísu, að þeír, sem hafa mest kristindóm á vörun- um, hafi mest krónur í hjartanu. Umræð- urnar á alþingi 1879 tóku upp fram undir eitt hefti alþingistíðindanua, svo að eigi er ólíklegt, að það liafi meðfram ráðið úrslitun- um, að málið fám dögum fyrir þinglok fjekk framgang, að þinginu hafi þótt minnkun að því, að svo mikil mælgi skyldi öll sýnast töluð út í hött landinu til einberra útgjalda, en hafi virzt fríðara til frásagnar að geta lclakið út einhverjum lögum, þó. að ómynd væri. Að frumvarpið hafi að nokkru batnað í hönd- um þingsins, er liarla vafasamt, en að það liafi versnað að sumu, er full Ijóst. Stjórnin samþykkti að vísu frumvarp þingsins, sem kunnugt, en þó í þeirri von, að næsta íd- þingi myndi fáanda til að breyta lögunum í tveim atriðum, þar sem vanhugsun eða gá- leysi hins fyrra þings kom livað bersýnileg- ast fram. k alþingi 1881 lagði landshöfðingi fyrir efri deild stjórnarfrumvarp um uppbót á Garps- dal, er þingið áður — líklega af vangá — hafði látið óuppbættan, og á ögursþingum, er lögboðið var að kaupa til lianda ófáandi jörð. £0 að málið væri vandalaust og óbrot- ið, setti deildin nefnd í það. Nefndin rjeð til þess að samþykkja frumvarpið óbreytt og gekk það umræðulaust að kalla gegnum deild- ina. En þegaY er til neðri deildarinnar kom, komst heldur en ekki rögg á ræðutólin, enda var þar annað frumvarp með samri fyrírsögn, síðar verður getið, á prjónunum. Grannar og góðkunningjar nefndra brauða (þ. M., E. Iv. og G. E.) vildu fá þeim meira tillag úr landssjóði enn stjórnin liafði farið fram á, og efri deildin hafði samþykkt, en sumir (J. Ó. o. fl.) vildu eigi veita þeim neitt tillag, en lofa öllu að trassast í sama horfinn og nota sjer fljótfærni liins fyrra þings landssjóðnum í hag, en hlutaðeigandi söfnuðum — og þá landinu — i óliag, og 1. þingmaður ísfirð- inga (þ. Th.) fitjaði við frumvarpið viðauka- tillögu um uppbát handa Dýrafjarðarþingum í ísafjarðarsýslu. Við aðra umræðu fjellu allar þessar tillögur, nema sú að leggja ög- ursþinguin jörðina Hest í viðbót við tillagið, er frumvarpið ákvað. En Garpsdalsgrannar og fleiri góðmenni (Tr. G., L. Bl. og fl.) komu fram með nýja hækkunartillögu, er samþykkt var. við þriðju umræðu, og 1. þing-

x

Norðanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.