Norðanfari


Norðanfari - 07.02.1883, Blaðsíða 1

Norðanfari - 07.02.1883, Blaðsíða 1
VOIIIIANFARI. 21. ár. Tækifærlsræða upp í sveit. Yjer tðlum mikið um að pjóð vorri purfi að fara fram í ýmsum greinum, svo sem mennt- «n, búnaði, sjómennsku og iðnaði m. fl., og segjum að til þessa purfi alpýðuskóla, búnaðar- skóla, sjómannaskóla^o. s. frv. En hversu nauðsynlegir sem pessir skólar óneitanlega eru, einkum ef peir eru í sem flestu eptir pörfum vorum, pá liafa peir pó allir í för með sjer mikinn kostnað, bæði fyrir pjóðina í heild sinni, og pá sem nema vilja. |>essi kostnaður kæmi nú að vísu ekki til álita, ef vjer ekki værum eins fátækir og vjer erum, og einkum ef vjer hefðum einbeittan vilja og áræði til pess sem nauðsynlegt er, en nú erum vjer bæði fátækir, og par að auki, pví miður, fjesinkari, sumir hverjir, til hinna pörfu útgjalda en til hinna óparfari. Jeg veit af einum skóla, sem landið ber engann kostnað af, og ekkert kostar að læra á, nema einungis góðan vilja, gott hjarta, góða skyn- semi og eptirtekt; pessi skóli heitir «eptir- dæmið*. |>egar vjer virðum fyrir oss ýmsa menn, sjáum vjer bráðum hinn mikla mun sem á er, ekki einasta menntun og siðgæði, heldur og ráðdeild og búhag. í sömu sveitinni, á sama bænum, eru pannig ótal mörg dæmi, bæði ill og góð, pað eru pessi dæmi, sem geta orðið oss' hinir beztu skólar bæði í andlegu og veraldlegu tilliti. Ef vjer nú viljum vera árvakrir og starfsamir, og konia sem mestu góðu til leiðar pann tíma, sem oss dr ætlað að vera í pessu pjóðfjelagi, á pessari jörð, pá purfum vjer að sjá og sannfærast um hinar betri og bjartari hliðar pjóðlífs vors, og skoða kostina, sem sýna sig'innan um ókostina, pá purfum vjer að gá vel að peim mönnum, sem verja vel gáfum Guðs, viti, tíma og efnum, sem ekki «kasta perlum fyrir svín», eða «taka brauðið barnanna og kasta pví fyrir hundana>. J>essir menn eru meira eða minna búnir peim kostum, sem vjer purfum að sækjast eptir, af pví peir gjöra líf vort að sælulífi. Yjer purfum vel að gæta pess, að menn pessir eru Akureyri, 7. felbrúar 1883. engann veginn framar meðal yíirboðara en undirgefinna, ríkra en fátækra, húsbænda en hjúa, en pað er margra yfirsjón, að peir taka bet- ur eptir kostum hinna æðri, en peirra, sem iægra eru settir, jafnvel pó peirstundum hafi pá eptirtektaverðari. Eins og einn vondur maður á góðu heimili getur gjört pað óskemmti- iegt og óviðunanlegt, eins getur góður maður gjört illa siðað heimili gott og pægilegt, ef hanu er peim kostum búinn, sem til pess purfa. fetta skulum vjer athuga nákvæmlega og ímynda oss hversu pau heimili, er allir heimilismenn væru pessum kostuui búnir mundu verða; pað mundi eðlilega verða hinn mesti sælustaður á jörðu, jafnvel hvernig sem efnin væru, hvort sem pau væru mikil eða lítil. |>ar sem hreinir siðir og hreinlæti, hóf og iðjusemi er samtaka, par er að leita fleiri dyggða, par er skóli handa ungu fólki, par er ókeypis skóli handahverjum, sem nema vill. Tökum pað bezta sem vjer sjáum í fari hvers manns og breytum eptir pví, verum glaðir eins og gleðimaðurinn, en ekki ofsakátir eins og gárungurinn, verum hóf- samir eins og ráðsettur búmaður, en eigi of sparir á fje til pess sem parflegt er, eins og nirfillinn, verum friðsamir og hlaupum eigi eptir heimsku hjali, en ekki liuglausir að verjast illkvittni og ásælni, sporna við ósiðum, svikum og rógi. Til pess að sýna samhliða 2 ólík heimili, pá tek jeg fyrst pað lieimilið, par sem hjón, börn og hjú eru samtaka í góðum siðúm og góðri stjórn. Dagurinn er byrjaður með bæn til Guðs, og par næst með blíðu viðtali for- eldra, barna og hjúa, áður hver fer til sins verks eptir fyrirsögn húsbændanna; dagurinn liður með kyrrð og spekt, atorkusömu starfi, en hógværum og friðsömum orðum, og endar með bæn og söng. Eptir penna dag verður nóttin vær og blíð, án aðsókna og vondra drauma, sem sumir kvarta um, og án and- vöku og kvíða, enda líður svona hver dagurinn af öðrum, og hver nóttin af annari. Gleðin kemur óboðin til hvers mauns, en sorg og ólund fara sjálfkrafa á brott, og gjöra sjaldan N’r. 55.-56. vart við sig. Og i líkamlegum efnum lilýtur einnig gott af pessu að leiða, af eindrægni og glaðværum anda sprettur trútt og mikið starf, eins og mikið og gott starf, hefir í för með sjer rósemi og gleði; ást og velvild bjúanna hefir í för með sjer blessun í búi, eins og ást og velvild húsbændanna skapar góð og starfsöm hjú, og úr hjúum aptur skyldurækna og pjóðholla húsbændur. J>essu kemur gott heimili til leiðar, og eptir pví, sem hin góðu heimili eru fleiri, eptir pví fer velgengni hverrar sveitar, hvers lands. En hvernig er pá vontheimili? |>að er gagnstætt hinu góða heimilinu, pað sýnist vanta flest pað sem gott er og nauðsynlegt tíl ánægju og sannrar gleði; par er, pó ótta- legt sje, annaðhvort aldrei, eða athugalaust og árangurslaust haft um liönd Guðsorð og góð- ar bækur, ef nokkur bók er lesin, er pað helzt i illt og siðaspillandi rímnarugl, lygasögur og j pjóðsögur, aðal skemmtun er saurugt baðstofu- hjal, bakmælgi, hæðni og klám. Hjú og börn eru annnðhvort kærleikslaust rekin áfram sem húðarklárar, eða pau ganga sjálfráð sem fje á afrjett, vinna lítið og reglulaust, og pjóna einungis munni og maga, prætur og illdeil- ur, ónýtar áhyggjur, víl og volgur. gjöra heimilislifið óbærilegt, störfin blessast illa og bamauppelflið engu betur. Mjer er óljúft að lýsa vondu heimili, og jeg vona að fá heim- ili sjeu hjá oss, sein haía alla pessa ókosti, en pví miður eru sum peirra allt of ntjög inenguð af mörgum peirra. A hinn bóginn | er og hætt við að fá sjeu pau heimili, sem allt gott hafa til að bera; flest eru heimilin, eins og hver einstakur maður, bæði illoggóð, eða með öðrum orðum, á flestum peirra skipt- ist á illt og gött, dyggð og lestir, en eptir pví sem hvert heimili hefir fleira gott til að að bera, eptir pví er eptirsóknarverðara að vera par, og fleira af pví að læra, og eptir pví sem heimilið hefir fleiri og skaðlegri galla, eptir pví er par fleira að forðast, og ógirni- legra par að vera. |>að er háskaleg villa, sem opt lætur sig í Ijósi hjá hjúum vorum, að pau láta ginna sig í vist með háu kaupgjaldi, Skólameistaratal á Hólum í Hjaltadal. (Niðurlag. sjá JSIf. nr. 53—54). 3S. Gumiar Pálsson. Hann var bróðír Bjarna landlæknis. Var faðir peirra Páll prestur á Uppsum (d.: 1731), Bjarnason prests í Vesturhóps- hólum (d.: 1706), fórsteinssonar prests samastaðar, Ásmundarsonar prests sama- staðar, þórsteinssonar á Grund Guðmundar- sonar. Kona Páls prests og móðir Gunnars var Sigriður Ásmundardóttir, Halldórssonar, Ásmundarsonar. Gunnar Pálsson var skáld og maður vellærður og hið mesta lipurmenni. Hann var ellefu vetur skólameistari á Hólum (1742 til 1753). |>ótti mjög skifta um kennsluna á Hólum er Gunnar tók við af Sigurði Vigfússyni. Var Bjarni bróðir Gunnars einn af peim, er hafði gert sjer dælt við S.’gurð, pví að Sigurður var svo meinlaus maður, pó að sterkur væri, að ekólapiltar gátu villt sjónir fyrir honum, eins og peim bauð við að horfa. En pað dugði peim ekki við Gunnar eptir pað er hann varð skólameistari, og skrifaði hann Bjarna bróður sinn út, er fært var; hafði Bjarni pá verið ellefu vetur i Skólanum. Varð Bjarni siðan frægur maður og land- læknir hinn fyrsti á íslandi sem kunnugt er. Árið 1753 var Gunnar skólameistari Pálsson vígður til prests að Hjarðarholti í Dölum og var par prestur i 32 ár (1753 til 85). Sama ár og hann vigðist varð hann og prófastur i Dalasýslu og var pað i 28 ár (1753 til 1781). Gunnar prófastur átti Margrjetu Erlendardóttur; var Mar- grjet systir Agnesar móður Kristjáns pró- fasts i Stafholti (1766 til 1806) Jóhanns- sonar. Var sonur peirra síra Gunnars og Margrjetar Páll prestur í Saurbæjarpingum í Dalasýslu (d.: 1819), Gunnar prófastur Pálsson dó árið 1791. 39. Stefán Bjarnarson. Faðir hans Björn prestur á Hjalta- — 111 — stöðuin (d.: 1749), Skúlason lögrjettumanns á Seilu, Ólafssonar, Bergpórssonar Sæmund- arsonar prófasts i Glaumbæ (d.: 1638), Kárssonar. Stefán Bjarnarson var tvo vetur skólameistari á Hóluin (1753 til 54 og 54 i til 55). Hann var maður styrðlyndur og ópýður; komst hann í ósnmlyndi við Jón stiftprófast Magnússon bróður Skúla land- fógeta. Kom Sigurður skólapiltum til að ráðast á Jón stiftprófast í myrkri, pó að peir ekki gæti komið stiftprófasti af fót- unum, pví að hann var hinn mjúkasti, og að öðru leyfci fór Sigurður sínu fram, út- skrifaði skólapilta án pess að hafa nokkurn við og hirti alls ekki um hvað Jón stift- prófastur sagði og fyrirleit gjörsamlega. Eyrir allt petta, lögsótti Jón stiftprófastur Sigurð; varð Sigurður fyrir ærnum fjárút- látum og hiðja varð liann stiftprófast fyrir- gefningar; víkja varð hann einnig frá skól- anum. Fór pá Sigurður utan til Kaup- mannahafnar, og lifði par við fátækt uiikla og fróðleik, pví að maðurinn var vel gáfaður á

x

Norðanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.