Norðanfari


Norðanfari - 23.04.1883, Síða 2

Norðanfari - 23.04.1883, Síða 2
42 — var yfir 30 ár hreppstjóri, fjölda ár meðhjálpari í Hálssókn og sýslunefndarmaður í nokkur ár. Hann var um 15—20 ár einhver merkasti hóndi í Suður-Múlasýslu, og mun hans lengi minnst af mörgum. Hann var alla æfi krankleikalaus, þar til hin síðustu árin gjörðist hann brjóstveikur og hrumur, hann iá rúmfastur allan veturinn síðasta frá Jólum, og þar til hann andaðist 11. apríl 77 ára gamall. Banaleguna, sem þó opt var þjáningamikil og þunghær, bar hann með óvið- jafnanlegri þolinmæði. Bjarnar heitins mun lengi minnst af mörgum á Austurlandi, og sá minnisvarði, er hann sjálfur hefir reist sjer, er fegri enn þeir, er mennirnir setja. Skrifað í septemher 1882. Góðkunningi Bjarnar Gíslasonar. t Húsfrú Guðrún Guimlaugsdóttir er fædd árið 1815. Foreldrar liennar voru: hin góðkunnu merkishjón, Gunnlaugur forkelsson og húsfrú lians Guðrún Finnsdóttir á Eiríksstöðum; ólst hún upp í foreldra húsum, þar til hún, árið 1837, geklc að eiga ýngismann Jón Jóns- son frá Möðrudal, bjuggu þau síðan farsælum húskap á föð- urieyfð hennar. þar til árið 1860, að hún missti mann sinn, liafði hún í hjónabandinu átt 13 börn, hvar af 7 voru á lífi þegar maður liennar dó, en hin höfðu öll dáið á unga aldri. Bjó nú Guðrún sál. eptir sem áður á Eiríksstöðum, sem var kirkjujörð undan Skeggjastaðakirkju, og stóð eldri sonur hennar Jón að nafni fyrir búi liennar eptir föður sinn. TJm þessar mundir, eður litlu eptir að hún missti mann sinn, ætlaði þáverandi Skeggjastaðaprestur, að útbyggja henni og koma syni sínum á jörðina, en bæði vegna ómegðar sinnar, og eins af tryggð við fústurjörð sína, sem forfeður hennar höfðu búið á, mann fram af manni, þá kaus hún heldur þann veg, að fala jörðina til kaups en að verða að víkja frá henni, og þóknaðist hinum háu stiptsyfirvölduui að selja henni jörðina 12 hundruð að fornu mati fyrir 7000 kr.(H) varð þannig þessi uppskrúfaðí kaupmáli ærið þungbær henni, en þó gekk hún eigi frá kaupinu að heldur. Árið 1873, eptir langvinna sjúkdómslegu burtkallaðist Jón sonur henn- ar, má fullyrða, að sá sorgarmissir hafi fengið raest á sálar- ró hennar, því hún unni Jóni sál. mikið; hann var gáfu- og atorkumaður hinn mesti, og mjög að skapi móðursinnar. Gunnlaugur (yngri sonur hennar) tók nú við búsýslu eptir bróður sinn sál., en tveim árum síðar, mátti hún sökum öskufallsins, hrekjast burtu af eignarjörð sinni, tók það og mikið á hana, því fiestir hugðu um þær mundir, að jörð hennar væri gjöreyðilögð; var þó haft eptir henni að hún hefði mælt þessi orð, þá er liún fluttist burt: «f>að gefur Guð, að jeg á hingað apturkvæmt, og fæ að deyja hjer, á meðan leggur hann mjer eitthvað til». J>essi svokallaði út- legðartími hennar, varaði um 3 ár, dvaldi hún þann tíma að Eremrihlíð í Yopnafirði, fluttist síðan á jörð sína aptur og bjó á henni, unz Drottni þóknaðist að burtkalla hana þann 3. október árið 1882. Hafði hún á seinni árum þjáðst mjög af gigtveiki og fleiri lasleika, en bar veikleika sinn ætið með hinni mestu ró og stillingu. Guðrún sál. var vel skynsömkona, unni jafnt bókmennt- un sem búsæld sinni; liún var merkilega ættfróð, einnigsögu- og náttúrufróð, yfir höfuð vísindavinur mesti, en þó um leið stjórnsöm á heimili, bezta húsmóðir og ástrík móðir barna sinna. Trúrækin og guðhrædd, hreinlynd og hjarta- góð við fátæka, sem hún veitti örláta hjálparhönd. Hún var og stillt og gætin, vinvönd og vinföst, en það sem sjerlega einkenndi allt hennar líf, var kærleikur og sönn trúrækni. Minning hennar góðu mannkosta mun geymast ógleymd 1 hjörtum vina hennar og ástvina. t |>ann 23. október, fám dögum eptir andlát Guðrúnar sál. burtkallaðist á sama he.imili, ein af dætrum hennar, Ragnhildur Jónsdóttir, 30 ára gömu), hún ólst upp hjá móð- ur sinni, og hafði alla æfi þjónað henni síðan. Yar Ragnh. sál. einkar gáfuð og efnileg stúlka, og sönn eptirmynd móð- ur sinnar. Mun hún þannig hafa orðið mjög harmdauð öll- um er hana þekktu, og minning liennar geymist einnig í hjörtum ástvina hennar með óafmáanlegu letri. t Fagur um hnust er foldarblómi er falla skal á dauðans beð kallaður burt af köldum dómi klæðist ei lengur visna trjeð skrautinu fyrr er skrýddi það: skartið er flutt á annan stað Frækorn og laufin foldin geymir — fer yfir snjór og vetrarhríð, þangað til aptur í æðar streymir upprisan — gjöfin herrans fríð. — Á hvsrju ári verður vor vakuar upp líf með fjör og þor. Svo hefur fræi sáð í moldu sú hin nafnfræga kvenna rós að hún upprís á fegri foldu frömuð við enn þá meira lirós en lienni máttu lýðir ljá lofsæl þó væri mönnum hjá. Margt hafði Drottinn miðlað henni Manngæzku, trú og þrek og dyggð ættgöfgi hygg eg allir kenni íslands er þekkja frjálsa byggð: aldrei mun fyrnast ást og von og aldrei þorsteinn Helgason. Og eiginmanns á ástarhöndum ágætum borin langa tíð sat hún í friðar blómaböndum blessuð afkvæmis fögrum lýð, þangað til ellin yfirsteig andvana í Drottins faðm hún lmeig * * * > Gangir þú vel á vegum mín og viljir boð mín halda mun jeg sem faðir minnast þín, af minni náð þjer gjalda, lífdaga þinna lengja tal og lukku þar við bæta skal og sælu um aldir alda. * * * |>au herrans orð á henni rættust, hún þáði slika guðdómsnáð og gjafir þær sem þar við bættust — það er vors Drottins heilagt ráð, að hver sem leitar hans mun fá hvers kyns ágæti og sæld að ná Sofðu nú vært und sælu leiði Södd af lífdaga heilla-fjöld brosi þjer heilög sól 1 heiði við himnaríkis náðartjöld!

x

Norðanfari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.