Norðanfari


Norðanfari - 23.04.1883, Side 3

Norðanfari - 23.04.1883, Side 3
43 — óska þess allir viljum vjer að verði margar líkar pjer! B. Gr. |>ar eð orðasveimur sá er átti sjer stað um tildrög til fráfalls bónda míns Jónasar sál Sigurðssonar frá Hvammi er enn nú ekki að öllu leyti niðurfallinn, og óhlutvandir menn loyfa sjer að særa tilfinningar mínar með því að láta í ljósi, að missætti milli mannsins míns sál. og Stefáns verzlunar- stjóra á Sauðarkrók muui hafa orðið orsök til sjúkdóms, eða jafnvel fráfalls bónda mins, pá get jeg ekki lengur látið hjá líða, að leiða sannleikann í ljós í pessu 'efni, og gef því hjer með pá yfiriýsingu, að meðan maðurinn minn sál. lá bana- legu sína bárust pær sagnir til mín, að hann — skömmu áður staddur á Sauðárkrók — hefði orðið ógáður af ofneyzlu víns, og þessvegna komist í missætti víð verzlunarstjórann, er hefði átt að misþirma honum. Af gefnu tilefni frá minni hálfu skýrði maðurinn minn sál. mjer frá, að hið sanna í frásögn þessari væri það, að hann vegna kuldaveðurs hefði neytt nokkurs vins, er hann ekki neitaði að hefði orðið orsök til ágreinings milli sín og verzlunarstjórans um stund- arsakir, en sem þeir hefðu sætzt á að fullu áður en þeir hefðu skilið; það væri því óverðskuldað álas gagnvart vel- sæmi verzlunarstjórans, að ætla honum að vera nokkur or- sök í þjáningum sínum. Til þess að fá enn fullkomnari vissu fyrir hinu rjetta í þessu efni, spurði jeg þáverandi hreppstjóra minn, Jóhánn Fr. Sigvaldason í Mjóadal, sem jafnframt manni mínum var staddur á Sauðárkrók, hvað sann- ast væri f þessu máli; og sagði hann, að skýrsfa mannsins míns væri sannleikanum samkvæm. |>að er því fullkomlega Ijóst, að hinar tilfærðu sagnir um tildrög til banasóttar bónda míns — sem var Iungnabólga, er gekk hjer víða um sömu mundir og lagði marga í gröfina — eru alveg ástæðulausar, og sprottnar af íllgirni óhlutvandra manna, bæði til að skerða virðingu Stefáns verzlunarstjóra og til að kasta skugga á minningu hins framhðna. Til þess að enginn þurfi að efast um að jeg hafi gefið yfirlýsingu þessa af siðferðislegum hvötum, og að hún sje 1 alla staði sannleikanum samkvæm, er henni til fullkom- innar staðfestingar nafn mitt og nöfn meðundirskrifaðra votta. Jpessar línur bið jeg hinn háttvirta ritstjóra cNorðan- fara» að taka í blað sitt, þegar kringumstæður leyfa. Efra-Skúfi 12. ágúst 1882. Sigurlaug Sölvadóttir. Vitundarvottar: Jóh. Fr. Sigvaldason. Sveinn Gíslason. J>að hefir ekki með jafnaði verið, að blöð landsins hafi liaft ritgjörðir úr Hjaltastaðarhreppi, þær er að nokkru þurfi að geta, fyrr en Norðanfari hefir nú fyrir skemmstu haft meðferðis þrjár óþokka greinir, tvær frá Jóni bónda Einars- syni í Dölum, og eina frá sjera Birni |>orlákssyni að Hjaltastað. Sjer I lagi er það gr. Jóns Einarssonar, í viðaukablaði Norðanfara nr. 43—44, sem vjer álítum ósæmilegt fyrir oss að ganga alveg þegjandi framhjá — þar eð það gæti gefið ókunnugum tilefni til að halda, að vjer værum henni sam- þykkir —, þar sem prestur vor B. J>. er alkunnur að dugn- aði og skyldurækni, bæði 1 sókn sinni og annarsstaðar, skuli vera af óhlutvönduin greinarsmið, úthrópaður, eins og væri hann engu nýtur, eða jafnvel óhafandi í mannlegu fjelagi, fyrir ranglæti, og enda óráðvendni í sveitarstjórn og fleiru. Að vísu er það ekki tilgangur vor, að svara greinar- skömm þessari orði til orðs, heldur skýra frá hvað snertir sveitarstjórn sjera B., þar sem hann hefir með ráðsnilld sinni og dugnaði, komið miklu góðu til leiðar í sveit sinni, og lagfært svo hag hennar, að það má heita undravert á jafn stuttum tíma. Yjer erum líka vissir um, að höfundur nefndr- ar greinar, og fleiri, mundu vilja kjosa sjer háttprýði og hreinskilni sjera B. bæði til orða og verka. J>að getur eigi dulist öllum greindum og heiðvirðum mönnum, að það eru síðustu og verstu úrræði, að fara í opinberar blaðadeilur, sem optast eru fullar af ósannindum, ýkjum og rangfærslu, í þeim tilgangi, að reyna að sverta og svívirða hvern annan, opt út af smámunalegu lítilræði eins og hjer átti sjer stað. J>að væri vonandi að allir skynsam- ari menn landsins hættu þvílíkri heimsku aðferð, opinberlega að brigzlast í dagblöðunum, heldur leita rjettar síns upp á annan hátt, þegar þörf gjörist. Vjer endum svo línur þessar með þeirri einlægu ósk, að vjer sjálfir, eða þjóð vor að minnsta kosti, mætti sem lengst njóta sjera Bjarnar, og slíkra ágætis manna. í Hjaltastaðahreppi 5. marz 1883. Halldór Magnússon. Haraldur Pjetursson. Stefán Árnason. Björn Einarsson. Vigfús Jónsson. * * * í tilefni af grein, sem undirskrifuð er af Jóni bónda Einarssyni í Dölum, og kom út í aukablaði Norðanfara nr. 43—44, erum við undirskrifuð beðin að gefa vottorð fyrir, hvað snemma dags að Jórvíkur kýr voru reknar í áheldi á Hjaltastað og var það um miðaptan, að kýrnar voru rekn- ar í rjettina. — J>ess má og geta, að þann. dag var það í þriðja sinni að kýrnar voru reknar úr engjunum. Til staðfestu okkar nöfn. Gagnstöð 9. marz 1883. Guðmundur Ásgrímsson. Ingibjörg Sveinsdóttir. Helga Guðmundsdóttir. J>á öll til heimilis á Hjaltastað. * * * Af því að nokkrir kunningjar mínir hafa spurt mig að, hvort jeg ætlaði engu að svara því, seni Jón Einarsson í Dölum auk annars hefir borið á borð fyrir lesendur Norðan- fara, nefnilega: «að það orð hafi leikið á, að ekki sætiaðrirí sveitarstjórninni í Hjaltastaðarhrepp en sjera Björn og jeg, þann tíma sem hann var hjer oddviti». |>á læt jeg þess hjer getið, að jeg álít óþarfa að svara fremur þessu atriði en öðru i greinum Jóns, meðan hann stendur sem ósannindamaður að öllu því sem í þær er borið, öðru en því, að sjera Björn Ijet taka hesta Jóns og flytja á þeim nokkrar torfferðir. Jeg held líka að uin slíkar ritgjörðir sem eingöngu eru sprottnar af heimsku- legri framhleypni og djöfullegri illgirni, megi til sanns veg- ar færa, að þær sjeu ekki svara verðar. Ánastöðum 10. marz 1883. Haraldur Pjetursson. «Vjer eplin», sögðu hrossataðskögglarnir». J>etta datt mjer í hug, þegar jeg las greinarstúfinn eptir herra Björn Jónsson í Háagerði í Nf. 53.—54., og sá þessi óvæntu orð eptir hann «en þar eð mjer var einkum annt um, að öllum, einkum fátæklingunum væri gjörð nokkur úrlausn*, því jegvarðöld- ungis hissa, að jafn skyuugum manni og Björn, að minnsta kosti þykist vera, skyldi detta í hug að láta slikt fara á prenti um sig og vita að það mundi verða lesið af mörgnm þeim, er þekkja hann, bæði af hvalfjörunni góðu! og heima fyrir; með þessu virðist hann að sönnu vera að reyna til, að breiða yfir aðgjörðir sínar gagnvart hinum fátæku mönn- um, er hann sveifst ekki að svipta segildinu af beinunum, því honum hefir nú þótt þetta Ijótt og sjer til vansæmis, þegar það kom út meðal almennings og hann sáaðeptirþví hafði verið tekið, enda var það og er Ijótt, en hægt batnar nú við þessa blæju, sem hann er að myndast við að breiða yfir, því það grisjar illilega gegnum hana lijá honum og þótt hún væri ögn skárri en hún er, þyrfti nú ekki ann- að en lypta upp einu horninu á ábreiðugreyinu. Setjum

x

Norðanfari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.