Norðanfari


Norðanfari - 23.04.1883, Side 4

Norðanfari - 23.04.1883, Side 4
— 44 — nú svo, að svo óliklega hafi atvikast, að Bjorn hafi komist við af liarmakveini hinna fátæku ekkna. Björn átti tölu- vert af hval og gat vel gefið þeim bita og hann vænann hefði hann tímt því. Nei! nei! Valmennið purfti að líta kringum sig fyrst, þrátt fyrir alla lijartagæzkuna! Nú! þá sá hann hvar þessir tveir fátæklingar liöfðu kroppað sjer ðgn af beinaseigildi. Tarna var gott! hugsaði hann með sjer, þar bar vel í veiði, jeg skal reyna að ná þessu af körl- unum og sletta því í kerlingarnar svo jeg losist við þœr, því annars hætta þær má ske ekki fyr, en þær neyða ofur- lítið út úr mjer af hval. Nú! það fór eins og ætlað var, Björninn náði í bitann og slapp úr háskanum. Að minnsta kosti lítur þetta svona út. f>arna er þá öll hjartagæzkan! gagnvart fátæklingunum, að taka frá tveimur bláfátækum mönnum það, sem aðrir hvaleigandur höf'ðu geíið þeim og fá ekkjum þessum það, til þess að losast við þær. — Herra Björn kallar þessa menn skjólstæðinga mína. — Mjer er engin mótgjörð í því, þó hann álíti það má ske blekkjandi fyrir mig, að hafa fátæka menn mjer að skjólstæðingum, ætla jeg það engan vansa fyrir neinn, rneðan menn eigi taka bitann út úr munninum á einum fátæklingi til að gefa öðrum. Björn getur þess til, að jeg hafi verið í fjelagi við fátæklinga þessa, og sakir eigingirni muni mjer hafa sárnað að tapa seigildinu. Sópi Björn fyrst frá sínum eigin dyrum, áður hann getur slíks til um nágungann, það er skamm- góður vermir fyrir hann, að vekja upp slíka drauga, því fáir munu svo argir í eigingirni, að eigi geti þeir vísað slíkum uppvakninguin lieim til föðurhúsanna, er þeir eiga aðalstöð. Kiti Björn aptur hval þessum viðvíkjandi, ætti hann að gjöra það óljúgandi, því það er að bæta gráu á svart eða þvo saur í saur, að rita ósannindi eins og hana gjörði síðast, og má hann þakka drenglyndi mínu og þeirra, sein hlut eiga að máli, fyrir það, að vjer sleppum honum í þetta skipti frá þyngri refsingu, þótt liafi til hennar unnið. Ytri-Ey, í apríl 1833. G. E. Gunnlaugsson, er skrifaði sig «Matarþurfa». (A ð s e n t). |>ar eð herra Kr. Ó. þ>orgrímsson hefir í «Jþjóðólfi» þ. á. 32. blaði boðist til að panta allar bækur Norðurálfunnar o. s. frv. en af því vjer heyrum henni til, vildum vjer biðja hann, að útvega okkur, sem fyrst hann getur, íieira enn eitt exemplar af eptirfylgjandi bókum, er vjer vilduin eignast, og sem telja má víst að eigi muni allar vera uppgeugnar, inunu menn fúsir á að verða við ósk hans, þar eð hann hlýtur að hafa einhvern vísindulegann tilgang nieð það. Eru þessar bækurnar: Arsrit prestaskólans. Reykjavik 1849. íslenzk saguablöð 1814. Minnisverð Tiðiudi. Leirárgörðum 1795. Markús Magnússon. Passíuhugvekjur. Yiðey 1821. Markús Magnússon. Andlegar húgvekjur. Beitist. 1816. Rímur af Erans Dönner. Yiðey 1846 og nokkrar at- hugasemdir við sálmabók. Reykjavík 1871. Mætti lionum þóknast jafnótt og hann nær í þessar bæhur, að auglýsa þær í hinu nýja blaði, og láta sunnan- vindin bera það okkur til eyrna. 8 lysthafendur. Af Suðurnesjum 29. marz 1883. . . . «Að fráteknum útsynningi og snjógangi, er gekk á fyrstu, og fram í aðra viku góunnar, má yfir höfuð segja bezstu tíð á Suðurlandi, allan febrúarmánuð og það, sem er af þessum, fram að páskum, en á páskadaginn kom norðan stormur með kólgu fyrir norðrinu og 7° frosti, er varaði báða liátíðardagana. fnáðja í páskuin austan stormur með stórhríð og 5° frosti í gær (28.) var aptur kominn norðan stormur og 5° frost. Óttast menn fyrir að hafís sje kominn að Norðurlandi og muni sælcja í sama horfið, ef svo er, og 2 undanfarin vor . . . Skepnuhöld eru allgóð yfir höfuð, og bráðafár í fje með minnsta móti. Hart er sagt manna á milli í vest- urhluta Skaptafellssýslu og á sumum hjeruðum í eystri hluta Rangárvallasýslu; kýr hafa gjört lítið gagn, sökum illra og ljettra heyja. J>að gegnir furðu að þeir, sem liafa liesta til lógunar, skuli eigi gjöra það og hafa kúm til eldis, já! jafnvel lianda sjálfum sjer, það lítur út fyrir að menn sje enn bundnir við ýmsar gamlar (kaþólskar) kreddur. Kvef hefir gengið hjer syðra um tíma meira og minna ......Fiskiafli góður á innnesjum eptir miðgóuna og fram að páskum . . . Heyrzt hefir að kominn sje fiskur undir jökli, mun það eigi af veita, því þaðan er sagt harðrjetti . . . . Frjetzt hefir að landlækninn hafi liætt við húsbyggingu sína í kirkjugarðinum gamla, er vjer minntumst á seinast, þá er hann lieyrði óvild sóknarmanna á henni, og úrslit fund- ar þess, er Jþorlákur Ó Johnsen kaupmaður hjelt út af bygg- ingunni 6. f. m........... Að kveldi JiUw 29. gekk í norðan veður með gaddi og stórhríð, varð þetta eitt hið mesta ofsaveður, er fram á aóttina kom, er komið hefir lengi, og öllu harðara en Phönix veðrið forðum, frostið um 7—8°, um miðjan dag 30. slotaði því. Yíða brotnuðu rúður hjer í gluggum. TJm skaða þá, er af þessu hafa hlotizt, heíir eigi frjetzt. í dag 31., norðan stormar og kafaldsbilur til sveita. Veitt brauð: Otrardalur sjera J>órði Thorgrímsen, Laufás sjera Magnúsi á Skorrastað, en laus og óveitt brauð: Kirkjubær í Tungu, Gufudalur, Háls í Fnjóskadal og Breiðabólstaður í Vesturliópi». Leiðrjettingar á orðum í greinunum um trúarefni, eptir G. Hjaltason. Norðanfari 1883 5. bls. dálk 3. línu 13; evo les: svo. 9. bls. dálk 2. línu 3T: Faine Ies: Taine; sömu bls. dálk 2 línu 68 vantar á eptir orðinu «siðkenning» orðið «sumra». 33. bls. 2. dálk 26. línu: Stange les: Hauge; sömu bls. sarna dálk 32 línu, vantar töluna III.; sömu bls. 3. dálk 5. línu: 3 á að vera III; sama dálk 67 línu vantar: «að sýna»; á 68 línu falli burt: «án þess að»; í 69. línu: að les: og, í sömu línu á «þá stundum® að falla bnrt; i staðinn komi: «án þess að». 30. bls. dálk 2. línu 47: Eyrir les: Fyrir. A u g 1 ý s i n g a r. HPHr- J>eir, sem jeg á skuldir hjá óska jeg að vildu sýna mjer þá velvild, að greiða mjer þær, svo fljótt sem hverjum þeirra er unnt, og he)zt í þessum mánuði. {>eir, sem hvorki | hafa ráð til að borga með peningum, ávísunum eða innskript í reikning minn, þá með tólg, vel verkuðu smjöri, hörðum fiski eða vorull. Akureyri, 30. janúar 1882. Björn Jónsson ritstj. Nf. JPÍf*' Hinn 15. maí eða þriðja í Hvítasunnu verður haldið uppboð á Oddeyri á búi Magnúsar prests Jósepssonar á Kvíabekk, verður þar selt undir 100 fjár 3- 4 hestar og bús- hlutir af öllu tagi, einnig 6 róinn bátur (í búslilutunum er rúmfatnaður). Borgist í innskript á Oddeyri ‘/a í vorkaup- tíð og helmingur í haustkauptíð. Seldar óskilakindur í Hálshreppi haustið 1882. 1. Hvit ær tvævetur, mark: liálftaf framan liægra, blað- stýft aptan vinstra. 2. Hvítur lambhrútur, mark: Stýft 2 fjaðrir aptan vinstra. 3. Hvítur lainbhrútur, inark: Stýft biti aptan hægra, 2 bitair aptan vinstra. 4. Hvit gimbur, mark: 3 fjaðrir aptan hægra, biti framan vinstra. Benidikt Bjarnason. Eigandi og ábyrgðarmaður: i jörn Jóusson. Prentsmiðja Norðanfara. B. M. Stephánsson.

x

Norðanfari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.