Norðanfari - 20.08.1883, Qupperneq 4
— 74
hafði orðið að sundhleypa llauðð, pótt lítill
vatnavöxtur væri um pær mundir, — eptir
því sem heyrst hefur eptir honum. — Les-
endur „Suðra“ mundu verða honum mjög
þakklátir, ef hann skýrði frá sinni ferð
þangað, ásamt árangrinum af henni.
2-----------------------------
Ý m i s 1 e g t.
6. Nokkur orð um stjörnufræði og stjörnur* **).
(Eptir Pál Jónsson.)
Stjórnufræðin er gömul fræðigrein;
enda er ekki að undra, þótt menn snemma
veittu himintunglunum mikla eptirtekt, og
reyndu að komast að gangi þeirra og eðli.
Erá sólinni, sem er fegurst alira himinhnatta
fyrir augum vorum, fundu menn að streymdi
ijós og hiti, viðhald alls lífs á jörðinni, og
menn sáu, að án hennar var öll hin lifandi
náttúra umhverfis þá, auð og tóm, ekkert líf,
engin hreyfing, heldur eintómur dauði og
endalaus kyrrð. Tunglið og stjörnurnar lýstu
mönnum um nætur, þegar sólarinnar naut
ekki, og iyptu huga mannsins og vöktu undr-
an hans.
Kaldæar, Indverjar, Kínverj-
ar og Egyptar voru hinar fyrstu þjóðir,
er menn vita fyrir víst, að hafa stundað
stjörnufræði, og það jafnvel 1500 árum fyrir
Krists burð. Lengi fram eptir öldum var þó
stjörnufræðin á mjög lágu stigi, og blandin
ýmisskonar ótrúlegum getgátum, hjátrú og
hindurvitnum; þar sem menn komust ekki
að með skynsamlegum rannsóknum rjeð ímynd-
unaraflið öllu, og fyllti eyðurnar tómum get-
gátum, en^ opt gengu þær allfjærri hinu
rjetta og sanna. Má vera, að enn í dag ráði
imyndunin stundum of miklu hjá vísinda-
mönnunum, þegar um óþekkta hluti er að
ræða, en þess ber og að gæta, að opt má
geta rjett af .líkum.
Smátt og smátt varð mönnum ijósara
um eðli og gang ýmsra hnatta, einkum þeirra,
sem næstir eru jörð vorri, og stjörnufræðinni
þokaði fram ár frá ári. G r i k k i r unnu
mjög að stjörnufræði, og voru í þvi sem
margri annari menntun fyrirmynd annara
fornþjóða. En aptur á móti voru K ó m -
v e r j a r litlir stjörnufræðingar. A r i s t a r -
c h u s frá S a m o s 2 (270 f. Kr.) ákvað fyrst-
ur manna fjarlægð tunglsins frá jörðunni.
Hipparchus (150 f. Kr.) fann að fjarlægð sól-
arinnar og tunglsins frá jörðunni var breyti-
leg, og hann samdi stjörnuskrá og margt fleira
var þá unnið að stjörnufræði. Ptolomæus
nafnfrægur grískur stjörnu- og landfræðingun
er lifði á annari öld eptir Krist, ákvað betur
en áður gang himintunglanna og varð fyrstur
til að rita stjörnufræði, og er sú bók nefnd
Almagest. Heimskerfi það, sem við hann er
kennt var í gildi allt fram um daga Koper-
nicusar.
Á áttundu og níundu öld eptir Krists-
burð, voru það einkum Arabar er efldu stjörnu-
fræðina. En þá gekk svartnætti Miðaldanna
yfir Európu og byrgði flesta ijósgeisla hinnar
fornu menntunar, en þó voru þar alltaf ýmsir
er iðkuðu stjörnufræði, svo sem Maurar á
Spáni og einstakir menn í öðrum löndum.
1 lok miðaldanna voru hinir fyrstu stjörnu-
fræðingar í hinum vestlægu löndum þeir
Peurbaeh (f. 1423) og lærisveinn hans
Kegimontanus (f. 1436). TJnnu þeir margt
og mikið að stjörnufræðinni og skilaði henni
*) í>að, sem hjer er ritað um stjörnurnar
er að nokkru leyti útlagt úr «Naturens
"Vidunderc* eptir Dr. F. A. Pouchet.
**)Ey í Miðjarðarhafinu við vesturströnd
Litlu-Asíu.
nú óðum áfram. Kopernicus pólskur
stjörnufræðingur (f. 1473) komst að hinui
tvöfölduhreyfingu jarðarinnar. TychoBrahe
(f. 1546) gjörði mjög margar athuganir við-
víkjandi himintunglunum, og var hinn fræg-
asti stjömufræðingur. Galilei, ítalskur
stjörnu og eðlisfræðingur (f. 1564 d. 1642)
gjörði sjónpípu, og sá maður með hennifjöll-
in í tunglinu, sólblettina og tungl Jupíters.
Hann staðfesti kenningu Kopernicusar um
hreyfingu jarðarinnar, en mætti fyrir það
miklum ofsóknum af prestum og munkum,
er kváðu hann villumann. Neyddu þeir hann
loksins til þess að taka kenningu sina aptur,
og varð hann að staðfesta með eiði, að hún
væri röng. En um leið og hann sór þeuna
nauðungar eið, er mælt að hann hafi sagt
þessi alkunnu orð: «og hún gengur samt».
Kepler (f. 1571) ákvað brautir jarðstjarn-
anna í sólkerfi voru: faan hann að þær gengu
á sporbaugum* um sólina, er allir hafa hinn
sama brennidepil, en í brennideplinum er
sólin. Newton (f. 1642 d. 1727) fann
þyngdar lögmálið, og gat af þvf bæði sýntog
sannað hvernig hreyfingu hnattanna er varið;
var sú uppgötvan mjög þýðingar mikil.
(Framhald).
Hitt og þetta.
Merltileg uppgötyun.
Fjelag eitt hefur nýlega gjört eptir-
fylgjandi merkilega uppgötvun í helli einum
í Adams Co. Ohio (Bandarikjunum); ætla
menn að þetta sje verk hinna svo nefndu
„Mound Builders“ *. 1 Tiffiushjeraði er há-
sljetta ein, sem að flatarmáli er hjer um
bil 200 ekrur; er sljettan girt hæðum á
alla vegu; í dæld einni á sljettu þessari er
brunnur hjer um bil 3 fet að þvermáli og
25 feta djúpur. Opt, höfðu menn farið
niður í brunn þennan, og ransakað klefana,
sem þar voru niðrí. Gegn um mjóan gang
inn í fjórða klefann, hafði þegar fyrir löngu
sjest annar brunnur 10 fet að þvermáli;
en dýptin var ókunn. Til þess að rannsaka
hvað dyptist í brunni þessum, tóku 5 menn
sig til, voru það 2 kaupmenn, málafærslu-
maður og 2 blaðaritarar; bjuggu þeir sig
út með kaðalstiga, Ijósker og verkfæri, til
þess að sprengja kletta og múra. J>eir stigu
niður i hinn fyrnefnda brunn 50 fet, þá
komu þejr í mjóan gang 50 fet á lengd
gengu þeir eptir honum ávallt njður á við
þar til er þeír komu í hús, er var 250 fet
á lengd, 110 fet á breidd og 24 fet á hæð
í miðju fiúsi þessu var stór stytta úr steini
og í hana höggnir bæði stafir og skraut-
merki, þar var einnig mannslíkan úr steini
geysistór; var skrautlegur hjálmur á höfði
þess, kring um styttuna stóðu ker prýdd
blómum og blöðum; yfir höfði styttunnar
hjekk koparlampi. Fram með veggjuúun^
fundust 20 legstaðir og 25 andlitsmyndir
voru málaðar á veggina við innganginn.
Einn af legstöðum þessum var opnaður, og
*) Sporbaugur er ekki rjettur hringur, held-
ur baugur meiri á annan veginn; í hon-
um eru tveir staðir er nefnast brenni-
deplar. Liggja þeir i beinni línu milli
hinna lengri enda baugsins. Fjarlægð
brennideplanna fór eptir því hversu mik-
il hringskekkja sporbaugsins er. — Lína
sú, sem dregin er eptir sporbaug endi-
löngum, gegnum báða brennideplana,
kallast stóri ás, en sú lína, er liggur
um hann þveran og sker ásinn um
miðju heitir litli ás sporbaugsins.
*) f>annig nefnast þeir menn í hinum
nýja heimi, er áður byggðu jarðhóla.
fannst þar smurðlingur (Mumie) er hafði
haldið sjer vel var hann 9 fet á lengd og
1 þumlungur. Hárið var svart og hrokkið.
í þessari sömu gröf fannst og spjótsoddur
úr kopar, og þar að auki allskonar áhöld
úr kopar svo sem bolli, diskar og krukka;
undir höfðalagi smurðlingsins var bók, sem
hafði inni að halda 100 þunn koparblöð
rituð teiknum |og merkjum. Bókin var sveip-
uð blæju smurðri með fernis.
(Úr Skandinavens Stjerne).
— Eitt sinn mættust 2 skip í Norður-
sj»num, er þá kallaðaf öðruskipinu gegnum
lúðurinn: Hvaðan kemur þú? — Erá Húll.
— Með hvað ert þú fermdur? — Með ull. —
Hvað heitir skipið? — John Bull. — Og
skipherranu? — Kruk. — Ó! þú ert víst
fullur?
Auglýslngar.
Skip til sölu.
Stojte ,,§sldenu — 23,42 tons
brutto, byggð í Nbregi úr góðri eik, og í
ágætu standi, fæst til kaups hjá undirskrif-
uðum. Hún hefir síðast verið höfð fyrir
skemmtiskútu, en er einnig vel löguð til
porskaveiða hjer við land.
Akureyri 9. ágú.t 1883.
Olaus HzusJcen.
Jón bóndi Jónsson á Skjöldólfsstöð-
um á Jökuldal selur hjereptir ferðafólki næt-
urgisting og annann gestbeina, sömuleiðis
hey og fylgðir, með sanngjörnu verði.
Vegna skulda minna til annara, hlýt jeg
'hjer með að skora á alla þá, sem eru mjer
skyldugir fyrir «Norðanfara» og fleira frá und-
anförnum árum, að þeir borgi i næstkomandi
ágúst-eða sept. mán. helzt í peningum; en þeir,
sem ekki geta það, þá með innskript til þeirrar
verzlunar hvar jeg hefi reikning og þeim hægast
að ráðstafa því, og ef einhver borgar skuld fyr-
ir annars hönd, þá sje tilgreint fyrir hvern
það sje, og skýra mjer síðan frá, þá þetta er
gjört.
Akureyri, 25. júlí 1883.
Björn Jónsson.
Tapast hefir frá Miðvík á Svalbarðs-
strönd steingrá hryssa 7 vetra gömul
með mark sýlt hægra, járnuð á framfótum,
með sexboruðum skeifum nokkuð slitnum.
Flver sem finnur hryssu þcssa, er beðinn
að láta ritstjórann vita, mót góðri borgun.
Árni Björnsson.
Veðuráttan hefir alla jafna síðan í júní
mánuði og til þessa dags verið hin æskileg-
asta og grasvöxtur og nýting á heyjum þar
eptir. Býsna þung kvefsótt hefir gengið,
sem meira og minna mun hafa tafið fyrir.
Eiskafiinn hefir verið hjer nyrðra með minna
móti, síldin líka, svo að Norðmenn hafa enn
aflað lítið af henni, þar á mót hákarls aflinn
verið á nokkrum skipum dæmafár, ef ekki
dæmalaus hjer norðanlands, þar sem lilutir
eru orðnir 1200 kr. og þar yfir að verðhæð.
Eigandi og ábyrgðarm.: Björn Jónsson.
Prentsmiðja Norðanfara.
Preutarl: Bjlirn Jónsson.