Norðanfari


Norðanfari - 26.07.1884, Blaðsíða 1

Norðanfari - 26.07.1884, Blaðsíða 1
iVOROWFARI, 23. ár. X ísland. M ín fjðllumkrýnda fósturgrund, Með fjölskrýdd dalalðnd; Með bjartan foss, með blómgan lund, Með bratta sjávarströnd. J>ig skrýðir gylltum geislahjúp Hin gullna morgunsól, J>ig girðir bylgjótt græðisdjúp Við grimmkalt norðurpól. J*ig elska niðjar alla tíð J>ótt yfrið köld pú sjert. í>ótt fölni’ að hausti blómin blíð J>ú björt og fogur ert! Og aptur pegar vorið vænt pjer veitir sólaryl, J>ig skrýðir jurta skrautið grænt IJm skóglönd, fjöll og gil. J»ótt köld pú sjert og björt pau bál í brjósti’ er tendrar pú, Hvað getur hrifið hreina sál Eins heitt og fegurð sú? Og sjá pig land um sumarkvöld Er sól við hafflöt skín, Og reifa gullin geislatjöld Hin gömlu íjöllin pín. j»ótt eitt pú sjerí í uthafs geim — J>ars ólgar hrönn við sand —, J>á ertu frægt um allan heim Mitt elskað fósturland! J>ín reginháu risafjöll Enn reifir geisiaskrant, Er standa bjúpuð hreinni mjöll Við beimsins norðurskaut. 0 pú, mitt fagra fósturland! Með fjöliin tignarhá, Með fljótin ströng, með fölan sand, Með fossa og vötnin blá. J>ig skal jeg elska alla stund Sem unnir Drottinn mjer; Og festa hinnsta friðarblund Jeg feginn vil hjá pjer. J 6 hs Daríðsson. UTLE>DAR FRJETTIK. Höfn V7—84. Norðmanna konungur Óskar 2. kvaddi Jóhann Sverdrup til að skipa ráðaneyti 26. dag júnhnánaðar. Jessi dagur verður þess- vegna ætíð talinn með hinum mestu merkis- dogum í sögu Noregs. Langvinn og stríð stjórnarbarátta er enduð; hin norska þjóð og höfðingi hennar í striðinu Jóhann Sverdrup hafa unnið sigur að leikslokum. Hjereptir ræður stórþingið norska þvi hverjir sitja í ráða- neyti konungs í Noregi; í því fá ekkiframar menn að sitja sem ganga þvert á móti vilja þings og þjóðar. í engu konungsriki i Evrópu er stjórnarhorf nú jaín-frjálslegt sem í Noregi. En þetla hefir ekki komist í kring orðalaust, þvi apturhaldsflokkurinn tjaldaði öllu sem til Akureyri, 26. júlí 1884. var sem von var þvi hann vissi sem var að skriflinnska var í veði, að cmbæltisdrambið mundi lækka í verði. Og það varð líka. AU- ar apturgöngurnar sem þeir hofðu vakið upp til fulllingís sjer hafa lagt sig aptur undir græna torfu. J>eim er engin uppreistar von. Konungurinn hefir setið í Krisjanlu langa stund i engum sinum; hann hefir gjört til- raunir að fitja upp ráðaneyti af meðalhófs- mönnum og vinslrimönnum (sem fæstum náttúrl.); það hefir raknað upp. Loks var ekki nema um tvennt að gera fvrir hann, leggja niður konungstign eða taka Jóhann Sverdrup til ráðaneytisstjóra. Jóhann Sverdrup er fæddur 30/r 1816. 1860 var hann fyrst á þingi. Síðan 1859 hefir hann verið þingmaður fyrir Akershús amt. 1871—81 var hann forseti stórþingsins en þá lagði hann niður forsetadæmið um sumarið vegna heilsuleysis. J>ingið veitti honum þá 6000 króna heiðurslaun. Honum batnaði svo um sumarið að hann gat tekið við for- setakosningu aptur 1882. Nú verður hann , að afsala sjer þingmennsku því enginn þing- maður má sitja í ráðaneyti. Ráðgjafarnir eru: ráðgjafi í Kristjaniu Jöhann Sverdrup, ráðgjafi í Stokkhólmi Hicher Ráðherrar: Daae, Sörensen, Stang, Blix, Arc- tander, Haugland, Jakob Sverdrup, bróður- Jóhanns. Jakob er kirkjumálaráðgjafi. Hann er í alla staði til þess Tel kjörinn, sterkur trúmaður, hinn mesti dugnaðarmaður og á- kaflega frjálslyndur. Mörgum prestum er illa við hann þvl þeir vita að hann vill hafa andlegt lif og (jör en ekki doðamók í þjóð- kirkjunni. Ofbjóða mundi lionum ef hann kœmi heim til íslands og sæi hvernig lítur út í þjóðkirkjunni, sem nú er að rembastvið að hlaða Reyðfirðingum; þar sem andlegar svefnhrotur þykja hátið hjá hneixlunum. Daginn áður en konungur kallaði Sver- drup til að skipa ráðaneyti, miðvikudaginn 25. júni fóru fram kosningar til fólksþingsins i Dan- mörku um allt land. 102 þingmenn sitja á fólksþingi Dana, þar á meðai 1 þingmaður af hendi Færeyinga. Frá Færeyjum hefir engin fregn borizt enn þá, en af hinum 101 voru að eins 19 hægrimenn af þeim sem kosn- ir voru. Hjcr i borginni eru 9 kjördæmi. 1 þeim hafa ætið hægrimenn verið valdir á þing þangað til núna að sósialistar voru vald- ir á þing i 2 af þeim og i öðrum 2 menn af flokki þeim er kallast „deliberale“ (a: frels- ismenn); þeir eru móti Estrups ráðaneyti og vilja fara miðja vegu milli hægri og vinstri. jpannig hafa hægrimenn 5 eptir af kjördæm- unum í sjálfri Höfn. í Frederiksberg sem er bær fyrir utan borgina en nú vaxinn sam- an við hana var einn af þeim „liberölu11 val- inn. Tveir af helztu monnum hægrimanna Rimestad og prófessor Goos ná eigi þingsetu. í Arós var valinn doktorPingel; honum hefir kennslumálaráðgjafinn vikið úr embætti vegna skoðana hans; hann var yfirkennari við lat- inuskóla einn, og er talið að hann beri bet- ur skyn á kennslu og uppeldi en nokkur ann- ar maður í Danmörku. Aldrei hafa áður verið jafnmiklar æsingar við nokkrar kosn- ingar hjer og aldréi hafa sósialistar komið nokkrum af sinum liðnm á þing hjer fyr en nú. Nr. 23.-24. Kristján konungur situr i Wiesbaden á J>ýzkalandi og hefir Georg Grikkjakonungur komið þangað til tals við hann. Vilhjálmur keisari kvað ætla að bregða sjer þangað núna. Loks hófst fundurinn (conference) í Lund- únum sem Englendingar höfðu boðið öðrum ríkjum til; það er Frökkum að kenna að það hefir dregíst svo lengi en nú er loks komið samkomulag mrlli þeirra og Englendinga. Samkvæmt því yfirgefa Englendingar Egypta- land að fullu og öllu um nýjár 1888, en Frakk- ar afsala sjer þvi tilkalli sem þeír hafa haft til umráða þar. Um Gordon heyrist ekkert sem hægt er að reiða síg á. Frakkar hafa samþykkt ný herlog I full- trúadeildinni; samkvæmt þeim er hver frakk- neskur maður undantekningarlaust skyldur að vera 3 ár i herþjónustu á vissura aldri. Allir flokkar í Frakklandi eru einhuga þegar um herinn er að gera enda hafa þeir þegar mikinn og vel búinn her. Kínverjar hafa gjört friðarspjöll, barizt við frakkneskan herflokk cn stjórnin kinverska segir það sje án sins vilja og sinnar vitundar hvort sem það. nú er eða ekki. Kólera komin upp á Suður-Frakklandi í Toulon; flestir ibúar liafa flúið úr borginni og kóleran er komin til borgarinnar Marseille. Mönnum ber eigi saman um hvort það sje hin skæða Asiu-Kölera eða önnur óskæðari. 1 haust á að voija forseta i Bandarikj- unum i Ameríku. þar eru 2 flokkar manna þjóðríkjamenn (democrats) sem vilja láta hinna einstoku ríkja gæta sem mest og þjóð- veldismenn (republicans) sem vilja hafa eina stjórn fyrir allt og að ríkjanna gæti sem minnst. Flestir þjóðveldismenn halda fram Hlaine. Hinir koma sjer liklega eða sjálfsagt niður á Cleveland nokkrum sem cr hinn mesti ágæt- ismaður og líklegt að hann verði forseti; kosn- ingin gildir til 4 ára. Af mannalátum er helzt að geta að rik- iserfinginn í Hollandi andaðist fyrir skömmu og Hollendingar í vandræðum eptir með rík- iserfðirnar. Skáldið prófessor A. Munch frá Noregi andaðist hjer fyrir utan Höfn. 301 stúlka frá Norður-Sljesvík hafa ver- hjer þessa dagana i kynnisför og heflr þeim verið mæta vel tekið. Svenskur maður Akej að nafni synti ný- lega yfir Eyrarsund milli Helsingjaeyrar og Helsingjaborgar; var hann 3 kl.tíma og 10 minútur á leiðinni. Úrbrjefi frá Mountaine P. O. P e m b i n a C o. D. T. í Noríur- A m e rí k u 1884. „Jeg álít að ekki sje til neinsaðsenda „Norðanfara“, þeim sem ekki borga. Hlut- urinn er: margir af löndum eru hjer i mikl- um skuldum, fjöldi af þeim hafa tekið til láns frá 2—500 dollara, um leið og þeir borguðu Præ-emtions lönd sin, verða að borga 10 eða 12 procent í leigu af peningunum, og kemur þetta þungt á þá, og er þetta fyrir utan útsvarið. J>að er auðvitað að löndin standa fyrir peningaláninu, en þó er fullþungt að borga svona háar rentur, sjer- staklega nú, þegar hveitið skemmdist mikið — 45 —

x

Norðanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.