Norðanfari - 10.03.1885, Qupperneq 3
35 —
því bæði lækningar og saðningar við. Ýms-
um íslenzkum drykkjurtum, eigna mennhvor-
tveggja þennan krapt, og skulum vjer benda
á fáii ar hinar allra helztu ásamt meðferð
þeirra neyzlu og nytsemd, með því oss finnst
það heyra til hinna allra einföldustu heil-
brigðismálefna.
Ýmsum drykkjurtum er safnað í júní og
nálægt þeim tíma, og verður það nákvæmar
tiltekið við hverja einstaka jurt, hvenær skuli
taka hana. Til þess að geyiua jurtirnar þarf
að þurrka þær vandlega, og má gjöra það
úti, að eins sje þeim hlýft við sterku sól-
skini; einnig má þurrka þœr inn í vindsvolu
húsi. Hætur má þurrka þaunig, að draga
þær upp á seglgarusspotta, hafa þumlungs-
bii milli hverrar rólar og hengja svo segl-
gaiiiið, sem stag inn í húsi, sem vindur get-
ur leikið um. Geyma má jurtir í floskum,
glerkrukkum og leirkrukkum yflrbuudnum;
einmg í blikk-kossum og eikarkössum með
yfirloki eða dragloki.
Ýms seyði eru þannig tilbúin, að jurt-
irnar smáskornar, eru soðnar þar til vatnið á
þeim liefir sjatnað um þriðjung. Jurtirnar
sjálfar eru þá síaðar frá, og pressað úr þeiin
vandlega, en seyðið siðan látið í flöskur til að
geyma, eða þá drukkið heitt, sem te. Skuli
það geymast fleiri daga, þá þarf að blanda
í þaö litlu af víni svo það fúlni ekki.
Sje te tilbúið, er suða að eins látin koma
upp á jurtunum, og það þá venjulega drukk-
ið heitt msð sikn og litlu af mjólk.
Smyrsli má tilbúa af jurtum, með því að
sjóða þær tímakorn saman við smjör og
pressa svo vandlega úr þeim þegar þær eru
aðskildar frá feitinni, sem vel þarf að liræra
i og blanda síðan litlu af terpintínolíu.
þessar jurtir teljum vjer helztar í te og
seyði:
Arfi (alsine media), lakist rjett áður en
hann blómstrar; hann er kælandi, mýkjandi
og græðandi. Arfaseyðið bætir hægðir til
baksins, læknar stundum yðrabólgu og bætir
nratarlyst.
Bcitilyng (crica vulgaris). Seyðiafþvi
er talið gott við inagteppu, jafnvel á ijen-
aði.
Blóðbjörg-, brúðberg(thernas serpillum)
takist í júní; hún græðir alla vessa um rás
likamans, og styrkir taugakerfið, Blóðbjörg
má sjóða að eins drykklanga stund og er
allt haft óaðskilið, blómstur, bloð og leggir
hún er reyiul við tíðateppu, stýflum í lung-
um, hjartveiki svefnleysi og kveíi; mót sjúk-
dómum er hún brúkuð þrisvar á dag, en
heilbrigðir brúka hana gjarnan, sem kveld-
eða morgunte og þá helzt blandaða fleiri te-
jurtum.
Einir (juuiperus communis). Lauf lians
eru brúkuð í seyöi, en berin ýmist, sem kafti
eður þau eru höfð í víoi; er það síðan brúk-
að móti vatnsýki, bjúgi, pvagteppu, heima-
komu, kverkabólgu, úfbólgu og ýmsri vessa-
vclki. Einir-seyði takist inn 1—2 matskeiðar
fjórum sinnum á dag. Einir-vín liálf mat-
skeið fjórum sinnum á dag. Einir-kaffi einn
tebolli tvisvar til þrisvar á dag. (Niðurl.).
frjettiu.
Ú r b r j e f u m.
(Niðurl. af brjefi úr Skagafirði; sjá nr. 15 —16).
Sýslufundur Skagfirðinga var haldinn á
Sauðárkrók 28., 29. og 30. jan. þ- á. Komu
fyrir á honum 35 málefni stærri og smærri,
yrði það otfangt mál að útlista þau öll greini-
lega, fjöldi þeirra voru leidd til lykta, en í
nokkur kosnar nefndir, Hinn nýi lögreglu-
stjóri kom ágætlega fram i málunum og sem
fundarstjóri. Eyrir skrifara sinn hafði hann
á fundinum, herra stúdent Ólaf Briem. Mál
eru nú uppi í Skagafirði, sem sje gömlu mál-
in og líka ný, milli Sigfúsar Pjeturssonar og
Steláns Hafliðasonar, er búið að taka þau eldri
undir dóm.
Stmndasýslu 3. i jólum 84. „Núverð-
ur harla lítið til að sknfa vður í frjetta skyni,
því fátl ber til tíðinda uin þessar mundir,
nema tiðin er hin stórkostlegasta, sem hugs-
ast getur, ýmist norðanbyljir eða sunnan-
rok, ýinist með bleytum eða frosti, svo stuud-
um er hörkufrost og hláka sama sólarhring-
inn, enda er nú sú litla hagsnop, sem var,
komin 1 gadd, og skepnum gæfl ekki út úr
húsum þó jörð væri auð. það er ekki í
elztu manna ininnum cins jöfn úrkoma úr
loptinu eins og verið hefir hjer, siðan að um-
skipti í sumar.
\ íða styngur sjer hjer niður hin þrá-
láta taugaveiki. Úr henni er nýdáin merkis-
konan Anna Bjarnadóttii' á Eyjum í Kaldr-
ananeshrepp kona hins þjóðkunna merkis-
mauns Lopt Bjaruasonar.
Anna sál. var mesta merkiskona í ollu,
og er hennar því sárt saknað, ekki einungis
af eiginmanni, hjúum og vinum, heldur af
öllum, sem hana þekktu,
Heimili þeirra hjóna er í þjóðbraut bæði
hnd- og sjóleið. Er ætíð þar að koma
sem i góð föður hús. J>að er liklegt að
Önnu sál. verði frekar minnst, en hjer er
gjört, því það verðskuldar hún að minningu
hennar sje haldið á lopti.
Nú er hjer um pláz óðum að fækka kaup-
endum blaðanna af þeim orsökum er jeg í
hreinskilui skal greina yður, herra ritstj.! og
er þá fyrst að sumir menn í orðsins fyilsla
skilningi, tima ekki að iáta b eða 4 kr. ár-
lega, fyrir þann fróðleik og frjettir er bloð-
in hafa meðferðis, aðrir vilja kaupa blöðin,
en geta ekki, þeir mega ekki missa þessar
kr. frá munninum á sjer og sínum, og í 3.
flokki eru þeir, sem geta keypt blöðin og
gjöra það að nokkru leyti, en gangafrá þeim
eptir áiið, af því þeim líka ekki blöðin. það
er vita skuld, að engum ritstjóra er unnt að
rita svo blað að öilum líki, því „svo er margt
sinnið sem skinnið“, en nauðsynlegt er að
rita biöðin svo, sem frekast verður við al-
þýðu hæfi og vilja, því það er hún, sem
heldur þeim við, með því að kaupa þau.
í>ó nýlega hafi staðið greiu í blaði yðar
um almennings álitið, að það sje ekki ætíð
sem rjettast, þá voga jeg samt að selja hjcr
álit manua á blöðunum, sem nú ganga um
landið:
Byrja jeg þá fyrst á yðar blaði «Morð-
ant'aia», Mörgum þykir hann hafa meðferð-
is allt of mikið af grafskriftum og þesskon-
ar, og þykjast hætta að kaupa hann þess-
vcgna. J>að væri líklega rjettast að slíkt
kæmi allt út sjerprentað eða í sjerstöku bl.,
sem til þess væri ætlað.
«Fróði», þykir mörgum orðinn nokkuð
daufur og þykjast þessvegna ekki vilja kaupa
hann.
«Austri», þykir mörgumhafa ofsnemrna
hletlað sig með riddara-greininni sælu (!!) og
búast þessvegna ekki viö góðu af honum.
«isafold», er í mestu uppáhaidi af blöð-
unum, hæði fyrír sínar alþýðlegu ritgjörðir,
og stilliugu og rótfestu ritstjörans.
«I>jóðólf», hafa margir haldið af gam-
Dr. Hayes segir írá einum birm
þessa leið: „Skip vort lá frosið iuni við
hina Grænlenzku strönd í Smithssundi. Yeðr-
D var fagurt og nægt tunglskin. Jeg var á
skemmtigöngu á hinum sljetta ís, og hafði
eio> lengi farið er jeg kom auga á óheinju
Stóran þjörn, sem kom fyrir ísnes mikið,
sem gekk af landi ofan og fram á sundið,
sr var ein afarstór ísbreiða.
„Björninn fór með ferð eptir ísnum, og
komum við auga jafnsnemma hvor á annan.
„Jeg var vopnlaus og gagutekinn af
°tta, snjeri við sem óðast og hljóp sem fæt-
ur toguðu, til þess að ná skipiuu, eða fá
hjálp frá pví. Sóttist mjer ferðin seint, pví
jeg mæddist mjög, og varð ósjálfrátt litið
fltn öxl. Sje jeg pá mjer til furðu og gleði,
að björninn var eigi minna liræddnr eu jeg.
Hann hafði Lka snúið við, og beindi nú,
ferð sinni, sem ellaust var tifu.lt meiri en
Oín, mót opnu hatí.
það var hvorttveggja að björniim hefir
þolað hlaupin betur eu jeg, endaflljóphann
stöðugt, meðan hann hvarf eigi sjónum
mínum“.
Græðgi bjarnarins eptir selnum, er undra
mikil og kemur honum opt í mestu liættur
og hrakriinga.
A vorín, þá er ísinn leysir, og hinir
miklu stormar berajakana til hafs, er björn-
inn löngum larþegi á peim og uggir eigi að
sjer, fyrr en ísknörínn leysir í sundur og
björmnn veltur niður í sjó.
A þessum hrakningUm, ber það við að
björninn hefir álpasttil Isiands, ogaðhvala-
veiðamenn hafa mætt honum á rúmsjó, þar
sem enginn jaki var sjáanlegur.
Selurinn kæpir kópum sínum ávorin, í stór-
ar holur, sem bann gjönr sjer í ísinn. |>ar
elur hann önn fyrir peim, unz þeir eru
orðnir vel sjáandi1. Björninn notar sjer
líka, að seðja hungur sitt á þessum sjón-
lausu og varnarlausu aumingjum, en honum
*) Kóparnir eru bornir blindir og fá
ekki goða sjón lyrr en eptir 10 -12
daga.
borgast græðgin stundum, þá er ísinn leysir
sem fyrr er drepið á.
Ef að náttúran ætti ekki góðan þátt í
þvi að eyðileggja ísbjörninn, þá yrði hann
manninum yfirsterkari í heimskautalöndun-
um, eða þar, sem fundum þeirra ber jafn-
aðarlega saman.
Maðurinn er eigi nægilega útbúinn til
þess að eyða bjarndýrunum með peim vopnum,
sem hann hefir. J>að er pví stór furða, að
Eskimóarnir skuli pora að stunda bjarudýra-
veiðarnar, eins hættulegar og pær eru, En
pá er neyðin knýr manninn áfram, er hann
vesti óvinur.
J>á er maður heyrir að þrír hásetar, er
urðu eptir af skipshöfn einni á Spitsbergen,
þorðu að ráðast móti ísbirni og höfðu þó
eigi annað að vopni, en vel ydda „járn-
gadda“, rekna upp í spítukubba, verðum vjer
fyrri að trúa því, að Eskimóarnir við hjálp
sinna grimmu hunda geti sigrað hjörmnn,
pótt sterkur sje og illur viðfangs.
Að síðustu skulum vjer verja fáeinum
augnablikum til þess að hlusta á það, sem