Baldur - 07.02.1868, Page 1

Baldur - 07.02.1868, Page 1
g5|f° Auglýsingar og grein- ir um einstakleg efni eru tekin í blað þetta, ef borgaðir eru 3 sk. fyrir hverja línu með smáu letri (5 sk. með stœrra letri). Kaup- endur fá helmings af- slátt. Sendur kaup- endum ókeypis. Peir, er vilja semja um eitthvað við ritstjórn blaðs þessa, snúi sjer í því efni til ábyrgð- armannsins, Friðriks bókbind. Guðmunds- sonar, er býr í húsinu nr. 3 í Ingólfsbrekku. Verð blaðsins er 24 sk. ár-þriðjungur hver (6 blöð), og borgist fyrir- fram. 1. ár. Reykjavík 7. dag febrúarmánaðar 1868. 2. blað. Efiii: Lei&rjetting. — (AÍ) sent) LeiÍJrjetting vií) „J)ji55)(51f“. — (AÍ> eent) „Naddabr". — „f>jóbólfr“! — Frjettir innlondar. — Mannslát.— Verídag á Eyrarbakka. — Askornn. — Frjettir útlendar. — Skipkoma. — Anglýsing. — Neíiam.: Af Jóni Espólín (framhald). Leiðrjetting: í «Baldri» I., 1., 2. er misprent- að (neðanm.) 11. línu a. n. 1744 fyrir 1774. — 4. bls. síð. d. 19. línu «ætlar að ganga» fyrir «hefur gengið». Þetta viljum vjer biðja menn að leiðrjetta hjá sjer. LEIÐRJETTING við það, er »I*jóðólfr» segir um eyjuna oTortola» 0. s. frv. Greinin í Þjóðólfi (20. ári, 10.—11. blaði), þar sem minnzt er á eyjuna Tortola, er að vísu allmerkileg og fróðleg, en sumtíhennier ekki sem greinilegast eða rjettast, og vil jeg því setja hjer nokkur orð til skýringar og leið- rjettingar. Þar segir t. a. m. «að Yirgin-eyjarnar sje eyja- klasi einn í hinum litlu eða minni Antillum»; »aðþærsjeu rjett norður af Portorico»; »að þær sjeu 11 talsins», og »að Englendíngar eigi þær flestar eða allar». Að eyjar þessar sjeu einn eyjaklasi í hinum litlu An- tillum, þykir mjer ógreinilegt, en rjettara, að segja eins og er, að þær sjeu nyrðstar af þeim. Að þær sjeu rjett norð- ur af Portorico, er rangt, því að þær eru austur af Porto- rico. Að þær sjeu 11 talsins, er án alls efa heldur eigi rjett, því að í sumum bókum er sagt, að þær sjeu 60 að tölu, og Pjetur frá Anghiera, sem var á Spáni samtíða Kolumbusi og ritaði frásögu um hina aðra vesturför hans, er hann fann þessar »Virginíur», segir: þá sigldu þeir fram á mikið haf, er þakið var ótalmörgum eyjum, og kölluðu allan þann eyjagrúa »Archipelagus þeirra ellefu þúsund meyja«. flefðu eyjarnar að eins verið 11 talsins, þá væri rangt að kalla þær «ótalmargar» og »eyjagrúa». Það er heldur eigi sem rjettast, að Englendingar eigi þær flestar eða allar. fað mun satt, að þeir eigi þær flestar, en hitt ekki, að þeir eigi þær allar. í*ær bækur, sem jeg hefi sjeð, segja: »af Virgin-eyjum eiga Englendingar: Tor- tola, Anegada, Virgin-Gorda og nokkrar smærri; Danir eiga 3: St. Thomas, St. Jaen og St. Croix; Spánverjar 2: Passage og Höggormsey; Hollendingar 2: Saba og Eustache« 0. s. frv. Mjer þykir líka of lítið gjört úr Esjunni okkar, að segja hana »álíka« á hæð og 1600 feta háa fjallið á Tortola. Paijkull segir liana yfir 2000 feta háa, í ferðabók sinni, og jeg man ekki betur, en að Steen- strup segði mjer eitthvað þessu líkt, þegar hann var hjer á ferð árið 1840. Tilgáta Þjóðólfs (í neðanmálsgreininni),aðKolumbushafi fundið Virginíurnar21.dagokt.-m.á messudag Kölnar meyja, getur heldur eigi átt sjer stað. Þegar Kolumbus fór aðra landnámsferð sína vestur um haf, var sá maður í för hans er Chanca hjet, og var læknir; hefir hann eins og Pjetur frá Anghiera ritað þá ferðasögu, og er hún enn til. Hann segir, að þeir sæju fyrst land3. dag nóvember-mán.(1493); það var eyland, og, af því að þá var sunnudagur, nefndu þeir eyjuna: Dominica. Hún er ein af Iíaraiba- eða Kani- bal-eyjunum, og miklu sunnar en Virgin-eyjarnar. Kolum- bus hjelt síðan til norðurs og fann ýmsar eyjar, en ekki fann hann Virgin-eyjarnar fyrr en komið var fram um miðj- an nóvember-mán.; hann fann St. Croixt. a. m. 14. nóvbr.-m. og er hún ein af þeim syðstu í þeim eyjaílokki, sem hann kenndi við Kölnar eða Kölnismeyjar. í*að er því auðsætt af þessu, að Kolumbus getur eigi hafafundið eyjarnar 21. d. október-mán. sama árið. Jeg skal að lyktum geta þess,að þar sem í þessari sömu neðanmálsgrein í I’jóðólfi segir: "Kolumbus fann eyjar þessar 1493, rúmu ári síðar en hann lagði af stað frá Spáni í landaleitir sínar», þá getur það valdið misskilningi á sögunni, því að það liggur næst, að taka orðin svo, að Kolumbus hafi allt af verið í landa- leit frá því hann fór af Spáni 1492 og þangað til hann fann eyjar þessar ári síðar. Eu menn vita að þessu var eigi svo varið. Iíolumbus fór frá Spáni hina fyrstu land- námsför sína í ág-mán. 1492, og kom heim aptur i marz- mán. 1493, var svo heima á Spáni um sumarið, en fór aptur af stað nm haustið (25. sept. 1493) aðra ferðina, ogþávar það, sem hann fann eyjuna Dominica 3. d. nóvbr.- mán. og svo hverja eyju af annari, eins og áður er sagt. Beykjavík, 14. Jaii. 1868. Páll Melsteð1. 1) Leiíirjétting eú, er gjórb er í „pjóbólfl" 12. bl., nm legu, stærb og fjölda eyjanna, er þá eigi leib rjettiug, beldur jafn-óáreibanleg og hin fyrri súgn. — Einuig viljnm vjer fræba ritetjóra „J>jóbólf8u í þv{ 0

x

Baldur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Baldur
https://timarit.is/publication/90

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.