Baldur - 07.02.1868, Side 4
8
hnjám og ölnbogum og öllum liðamótum. Þannig getum
vjer hjer til lykta, til skemmtunar og fróðleiks, sagt lesend-
um vorum
Útvalda sögu af "Þjóðólfi".
»í*jóðólfur« er nú orðinn svo fáskrúðugur, að hann hefir
nú ekki önnur ráð, til þess, að kýla vömh sína, en að
lyggja upp aptur orðrjettar sömu greinir, og hann heflr
áður haft meðferðis. í »Þjóðólfi» XX, 12, hls. stend-
ur sami yfirrjettardómur, orðrjett prentaður upp aptur, og
áður hafði staðið í 1—2. bls. s. á. — !!! — Hvað er nú
að fjefietta landa sína ef eigi þetta? nema því að eins, að
Jón Guðmundsson geri yfirbót og láti, auk vanalegra við-
aukablaða, fylgja ókeypis eitt nr. af Þjóðólfi fram yfir pað
sem vandi er til. Geri hann það eigi, þá fer hann óær-
lega að og »flekar» kaupendur sína.
Að lyktum getum vjer þess, að þótt vjer nú einu sinni
höfum svarað »f>jóðólfi«, þá munum vjer þó eigi opt leggja
virðing vora og blaðs vors við heimskulegri iligirnis-áreitni J.
Guðm.; — hún er ofþjóðræmd tilþess, að hún sje svara-
verð. Útgg. »Baldurs«.
FRJETTIR INNLENDAR.
Síðau »Raldur« kom út seinast hefur lítið gerzt til líð-
inda, þvi fáförult hefur verið lengra að, nema nokkrir norð-
lingar, sem komið hafa suður til sjóróðra, geta þeir eigi
annars, en sama veðuráttufars og hjer;— kvefveikin hafði gengið
þar líkt og áður. Sæmilegurflskiafli hafðiveriðíhaustogfram
á vetur við Strandir og á Hrútafirði, minni við Skagaströnd
og Vatnsnes. Snemma vetrar hafði hafís komið við Strandir,
en rekið skjótt burtu aptur. Fram að 23. f. m. voru hjer
stillt veður, en frost nokkur, hæst 10—12°, sást þá fyrst
snjór, en með Pálsmessu og þar eptir, gerði útsynninga,
og dreif niður snjó mikinn, og eru því jarðbannir. Um
liinn 20. f. m. fóru menn hjeðan af Seltjarnarnesi í
svo nefnda «túra» suður á Strönd, og fengu þeir 50 fiska
lilut af þorski og ísu, hefur þar syðra verið góður afli í
vetur og sumir fengið háa liluti. — Af Hvalfjarðarströnd
og sumstaðar Austanfjalls, í Árnessýslu hefur bráðapestin
gjörtviðsig vart og drepið á einstöku bæjum um 20 fjár og
sumstaðar fleira; nú er danskur dýralæknir hjer við hend-
ina, og vonumst vjer til, að stiptamtmaður vor Finsen bjóði
lionum að gefa bændum ráð sem hann getur, við þess-
ari drepsótt, sem í mörg undanfarín ár hefur eigi all-
fáa bændur gert fjársnauða og þannig hnekkt búnaði þeírra.
Lr brefi úr Húnavatnssýslu er svo skrifað : «Veðr-
«áttufar og tíðarfar er hjer um sveitir eitthvert hið blíð-
»asta og bezta og skemmtilegasta, sem hugsazt getur,
»»en fátt er svo gott at galli né fylgi»»; kvefsótt hefur
»gengið lijer svo almenn, svo megn og svo langvinn,
Útgefandi: »Fjelag eitt í Reykjavik».
»að það er eptirminnilegt. Hún kom með jólaföstu og er
»enn eigi farin, þótt mönnum sje heldur farið að skána».
— í gærdag (6. þ. m.) kom sendimaður vestan úr Stykk-
ishólmi, er sagði lát frú Ceciliu Thorberg, konu Bergs
amtmanns Thorbergs; hafði hún dáið af barnsförum 25.
d. f. m. Barnið lifði eigi heldur.
— Verðlagið á Eyrarbaltka þykir orðið heldur hátt. Er
þar nú selt: munntóbak á 1 rd. 3 mrk 8 sk. pundið.
neftóbak á . 1 — 1 — 8 — pundið.
brennivínspottur.» — 2 — 8 —
Kaffi . . . »— 3 — »— pundið.
Iíornvara er eigi til.
Ull tekin, pundið á . . 14 sk.
Mátti áður fá 4 potta af brennivíni fyrir ullarpundið, en
nú verður að láta 3 pund af ull fyrir pottinn, svo aðhlut-
fallið verður nú 4 móti 1 og 1 móti 3 = 12.
(Að sent). ÁSKORUN.
— Nokkrir bókmenntafjelagsmenn skora á forseta deild-
arinnar lijer, að sjá svo um, að framhald af mannkyns-
sögunni eptir Melsteð verði prentað seinni part vetrar, svo
það geti orðið fjelagsbók í ár. Eins vildum vjer skora á
forseta, að hann hlutaðist til um, við deildina í Iíaupmanna-
liöfn, að ársritið Skírnir yrði betur ritaður, en hann hefir
verið nokkur undanfarin ár; vjer getum eigi annað, en kall-
að hann illa ritaðann, þar sem ritari hans er alltafaðsnú-
ast innan um Norðurálfuna, en talar svo að segja ekkert um
viðburði þá, sem fram fara í öðrum heimsálfum. Úar að auki
fræðir hann oss ekkert um verklegar framfarir þjóðanna,
nema lítið eitt hvað hernaði við víkur. »2.—5.»
FRJETTIR ÚTLENDAR.
Á eyjunni Tortola hafði 30. (29?) dag októbermán.
s. 1. komið felliveður (orean) og landskjálfti; hrundi fjöldi
húsa og fórst nokkuð af fólki. Sama veður hafði og kom-
ið 30. dag októbermán. á St. Tomas, eyju einni á Vestur-
heimi, er Danir eiga. Annað markvert hefir eigi frjetzt;
og enda þetta er eigi víst að sje rjett hermt.
SKIPKOMA.
6. d. janúar-mán: kom skonnortin »Thorshavn» (22
lestir) frá Glasgow á Skotlandi til Consuls E. Siemsens með
ofnkol, kaffi, sykur og þessh. Skipstjóri heitir Lodberg.
AUGLÝSING1.
— Sjávarjörð nokkur á Akranesi að fornu mati 20 hndr.
með 1 hndr. landskuld og 4 kúgildum, er lil sölu nú strax,
og ábúðar í næstu fardögum. Úeir, er vildu kaupa jörð
þessa, eður fá hana byggða, eru beðnir að snúa sjer sem
fyrst i þvi efni til yfirdómara Jóns Pjeturssonar í Reykjavík.
1) f stab þessarar auglýsingar fá kaupendur ritgjúib bkeypis í aukablabi.
— Ábyrgðarmaður: Friðrik Guðmundsson.
Preutabur í lands-preutsmibjuuni 1868. Einar þórbarsou.