Baldur - 11.07.1868, Blaðsíða 2

Baldur - 11.07.1868, Blaðsíða 2
42 geta smíðað eptir hverju lagi sem menn vildu, ekki síður en annarstaðar, ef verkfærin ekki vðntuðu. Einnig ættu stefni að vera þykk í saumfari, en þunn i ytri brún, sjjerdeilis það fremra, og byrðingurinn, að framan sem aptan, felldur inn í stefni og hvor í annan, svo langt sem þunnleiki byrð- ingsins og stærð skipsins leyfði, eða menn sæju þurfa þætti; einnig ættu framstefni að vera járnuð upp úr svo að minna skemdist ef við kæmi; eitt er það sem mælir móti þeim hnútlöguðu apturstefnum, það e?, ef menn gætaað, hvernig stýrið fer þar vel þegar siglt er; fyrst er lítt mögulegt að láta þau falla, og eptir því sem þau falla betur, fara þau ver, þegar stýrið er látið ganga til hliðanna, því þá kemur táin á því út hinu megin, sem sjáanlega gjörir nokkra tregðu á ferð skipsins, en sem lagað mundi verða ef lot væru minni; til þess nú að gela sveigt svo viðinn, að feng- izt gæti það lag á skip fleiri en eitt, sem mönnum reynd- ist bezt, þarf það ráðið sem aðrar þjóðir brúka, sem hafa með niður lagt eldbeygingarnar, en það er gufan sem þær hita við það af skips viðum, sem á einhvern hátt þarf að vind- ast eða bogna. Jeg skal þá í stuttu máli lýsa því einfalda gufuverkfæri sem til bátsenda þjenar, og sem hver getur sjer í nyt fært sem við þann starfa er; fyrst er ketill, í lögun og stærð sem tjörukaggi, negldur úr járni, en eigi steyptur, og heflr hann stút úr hlið sjer af sama, sem er að hæð hjer um 2—4 þumlungar, og víður 2—3, og er þar inn um látið vatnið, og svo settur í trjetappi; hjá fyr- greindum stút, kemur pípa sem opt er úr blýi og hjer um 1—2 álna löng, eptir sem smiðnum þurfa þykir; þessum katli fylgir eldgrind og hvorttveggja inn múrast svo, að ekki sjest að utan nema lítið af hlið þeirri, er stúturinn stend- ur upp úr; uppyfir þessu er smíðaður á stólpum fjórkant- aður kassi, sem er að lengd 7—8 álnir, og á kantinn 14 —18 þumlungar, með hurðum fyrirbáðum endum, og allur svo feldur, að sem minnst lopt geti út komizt, þá aptur eru hurðir; á þá kanta, sem til hliðar veit, eru boruð göt gegnum báðar hliðar um miðju hæðarinnar, og þar í reknir járnteinar hjer um bil á 2 álna bili, og upp á þessa járn- teina er látið skipsefni það, er beygja skal. Neðan í; fyr- nefndan kassa gengur áðurgreind pípa, og þar um fer guf- an úr katlinum inn í kassann; ekki verður eins góður hiti neðst í honum, semfyrirofan járnteinana, þar gufan myndar vatn neðst í optnefndum kassa. í’etta nú talda verkfæri gjörir ekki einasta flýti fyrir verkum, heldur bæði forðar viðnum frá að springa þegar beygður er, og gjörir hann þurran ef votur er áður, þegar kólnar; til eldsneytis undir greindan ketil verðanægir högg- spænir og til annars ónýtar afklyppur; nú fyrst að þessu fengnu verða brúkaðir mátar, og eru þeir 3 á smábátum og 5 á stærri, og getur hver skipasmiður tekið þá eptir sem hann sjer vindingar og beygjur standa; — ogætlajeg þá ekki að fara fleirum orðum um skipasmíði, enda þótt fleira mætti hjer um skrifa, en óska að þeir sem menntun hafa fengið í því efni gefi betri upplýsingar, ef ske kynni, að það gæti orðið hvöt tjl þess, að skipasmiðir vorir legði ineiri vöndun á verk sín, en hingað til hefir verið of al- Uiennt, og mundu þejr þá sjá heillaríkar afleiðingar verka einna. SWtai í maí-m. 1868. 1. 5. FRJETTIR ÚTLENDAR. Svíariki. Það sýnir andlegar framfarir Svía, að uppá- stunga um að rýmka trúarbragðafrelsi var borin þar upp í vor, en þó var henni frestað til næsta ríkisdags. Ameríka. Eptir því, semfrjetzt hefir með frjettafleygi, þá hefir málssóknin móti Johmon forseta bandaríkjanna fengið þau úrslit, er heita máttu mjög óvænt, eptir hljóði því, sem var í ráðinu þar. Því hann er dœmdur sýltn saka fyrir helzta atriðinu í ákærunni gegn honum, og í MÁLINU YFIR RÖFUÐ hefir ráðið, með 35 atkvæðum gegn 19,s7cor- azt undan að áfella hann, því öðruvísi verður hraðfrjettin eigi út lögð; en reyndar er hún orðuð ógreinilega (»Senat ablehnte Persidentverurtheilung»). t’annig má telja víst, að hinn afláraslæmi ágreiningur, er verið hefir í Ameríku milli löggjafarvaldsins og framkvæmdarvaldsins, megi nú teljast út kljáður, og það á þann hátt, sem, eptir því sem á stend- ur, má heita hinn vænlegasti fyrir framtíð ríkisins. Sýknar- dómur Johnsons er í fyrsta lagi sönnun þess, að menn finna þar þörf á atkvæðameiri og kröptugri stjórn, þar sem fallizt er á myndugleika hans til þess, að setja menn í embætti, og af setja þá, er honum sýnast eigi duga; í öðru lagi hafa menn með sýknardómi hans sýnt, að þeir fallast á stefnu hans og atferli gagnvart suðurríkjunum, því að hann hefir ávallt verið Ijúfari og eptirlátsamari við suðurríkin, en full- trúum norðurríkjanna hefir þóknazt. I’að er nú efalaust, að Johnson, sem hefir sýnt hið mesta stöðuglyndi meðan á málarekstrinum stóð, muni nú, er hann kemur aptur til aðgjörða, halda fram því, er hann var byrjaður á, að halda saman sambandinu, og þýða skap suðurríkismanna, í stað þess að fæla þá frá norðurríkjunum og hleypa þannig upp nýjum innanlandsóeirðum. Stanton, er hann vildi setja frá, en sem eigi hlýddi, og sem málið varð út af, er nú farinn frá embætti sínu, og er annar kominn í hans stað. Japan. Þar hefir aptur og aptur borið á ofsóknum gegn noðurálfumönnum; en stjórnin þar hefir ávallt sýnt sig fúsa á að gjöra Englendingum fullnægju í hvert sinn; loks var gjörð árás á sendiboða Engla þar og fylgd hans, en lið stjórnarinnar kom þeim til verndar. Nú hefir stjórnin gefið þar út þau lög, að hver sá japanskur mað- ur, sem áreiti norðurálfumann þar í landinu, skuli bíða smánarlegt líflát. í Austurriki hefir keisarinn gefið út lög um trúar- bragðafrelsi, svo að hver maður, 14 ára og eldri, má játa hvaða trú, sem hann vill, og þarf eigi að gjalda til presta í öðrum trúarflokki, en þar sem hann heyrir til. Kvong- azt geta menn nú og þar prestlausir, ef hjónabandið er

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/90

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.