Baldur - 18.08.1868, Blaðsíða 2
2
hið bezta búsílag, sem orðið getur, og að þau eru bezta
og hollasta fæða þegar þau eru hreinlega til reidd. Og
það er víða gjört svo hjer fyrir norðan, að þau eru fullboð-
legur matur hverjum sem væri, og þó það væri konunglegir
embættismenn úr Rvík. Jeg get ekki skilið að það væri
neinn óhróður fyrir Sunnlendinga, að fara á grasafjöll í
þeim sveitum, sem því yrði við komið, og gjöra það að
dæmi Norðlendinga og marga fleiri. Slíkt sparar kornkaup
eigi all-lítið. Enn fremur er allgóður afli á Flóanum
(Húnaflóa) norður við Strandir og við Skagann, og nota sjer
þetta allir bændur upp til sveitanna eptir föngum, venju
fremur, því það er orðinn fastur vilji allra sem nokkuð vilja
sjer og öðrum til hagsbóta, að leysa sig sem bráðast úr
öllum kaupstaðarskuldum, þó það verði sumum ervitt ein-
mitt nú þegar verzlunin er sem verst, af því, að þeir hug-
leiða ekki um það fyrri, á meðan hægra var við að eiga, og
leita þeir því nauðsynja sinna sem mest eitthvað annað en
í kaupstaðinn. í’jer sjáið nú að fólk hjer fyrir norðan sit-
ur ekki auðum höndum og aðgjörðalaust, heldur en ann-
arsstaðar í sumar. Bændur fóru með stórar lestir suður
um öll nes til flskikaupa, þeir ljetu fólk sitt liggja til grasa
fram á heiðum, fram undir jöklum (það er satt; því þó
fólk liggi sjaldan svo framarlega, þá var það nú almennt,
af því fólkið lá svo margt á heiðunum, að það gekkhreint
í örtröð fyrir ofan byggðina, svo fjöldi varð að fara fram
undir jökla) fram að slætti og jafnvel núna nm sláttinn lið-
Ijett fólk, sem þeir mega missa heiman að, og nú senda
þeir um sláttinn, þegar sem bezt stendur á, menn til sjó-
ar til fiskikaupa og til að róa; en sumir fá sjer skip og fara í
legu. Ásgeir á Þingeyrum ljet áttæring sinn, mikið skip
og gott, eptir því sem hjer er að gjöra, fara í legu. Ólaf-
ur vinnumaður hans, hinn bezti og heppnasti formaður hjer
um slóðir, var fyrir því, og voru á með honum nokkrir
menn úr í3ingi. t*eir fengu á Flóanum og út við Strandir
1600 þorska á skip um hálfan máuuð, auk heilagfiskis, 70
lima hlut, sem aflast öllu meir. Enginn hefir aflað svona.
Úr því að jeg er búinn að masa svona langt mál, líklega
yður til leiðinda, þá ætla jeg þó að bæta dálitlu við yður
um verzlunina. Það verður ekki annað en það, að ull komst
hjer á Skagaströnd í36 sk. pnd., það bauð Hillibrandt fyrst
á Hólanesi. Hvergi heHr ull komizt svo hátt í kaupstöð-
unum hjer fyrir norðan. Ekki þótti Húnvetningum nje Skag-
firðingum lausakaupmaðurinn úr Reykjavík (Eyþór trúi jeg
hann heiti, sá sem var póstur fyrir vestan) sem lá á Sauð-
árkrók, bæta mikið verzlunina. Menn bjuggust þó við ýmsu
betra hjá honum en engu verra. Að sögn reyndist þetta
þó öfugt, því fyrir ullina vildi hann ekki gefa eins mikið
og aðrir, en að frátekinni kornvöru, kolum og salti, mun
hann hafa ástundað að selja flest með verra verði en gjört
var í Reykjavík, — kaffi 36 sk., sikur 28 sk. pnd. brenni-
vín 28 sk. pt. — og jafnvel hjer fyrir norðan sumstaðar.
Þegar þetta var borið á hann, neitaði hann því ekki, en
sagðist verða að fá sinn ílutningskostnað, og hefði því má
ske ekki verið tekið fjærri, ef hann hefði lofað að koma
ekki aptur. Ferðakostnaðinn hefir hann varla fengið vel
borgaðan, því verzlun hans var sárlítil, eins og von var til.
í*ar á ofan þótti honum Húnvetningar taka hjá sjer ríflegar
prósentur — að hann sagði; því hann bar það upp á þá,
að þeir hefði tekið frá sjer (nefnii. stolið) 80 pnd. af hvítri
ull, þeirri beztu, sem hann hafði valið úr allri ullinni er
hann var búinn að fá. Kærði hann þetta fyrir justizráði
Christjanson á Geitaskarði, en hafði þann mann helzt fvrir
sökum, sem engar líkur gátu legið á. Hann er nú eflaust
farinn burt af Sauðárkrók, aumingja maðurinn, og sloppinn
úr klóm þessara hræfugla heim til Víkurn.
— Kafli úr brjefi dags. 30. Júlí 1868. Frá merkum
manni úr Múlasýslu:
.... »Fyrir fám dögum kom Hammer með hval inn
á Seyðisfjörð, og hafði skotið hann með eitri. Þorir eng-
inn að jeta af honum, því hunda greyin, sem vissu ei um
eitrið og átu matinn, liggja síðan fárveikir, en dauðir voru
þeir ei, þegar síðast frjettist, sízt margir. Úað er talað, að
7„ grans af eitrinu (Strychnin), sem Hammer hefur i skot-
in, drepihvern mann; 300 grön kvað hann hafa settiþenna
hval. Samt fullyrti hann og læknir hans, að enginn maður
dæi, sem æti þenna hval. Menn trúa því varlega, sem er
þó satt, að Strychnin er miklu skæðara eitur blindfæddum
skepnum en sjáendum»...........
5^r* Rúgur er hjer nú í Rvík settur niður í 11 rd.
GÓÐIR LANDaR!
Út af grein einni í síðasta blaði »t’jóðólfs•>, skal jeg
geta þess, að ýmsir menn hjer í bænum hafa spurt
mig, hvort jeg ætlaði eigi að svara áburði »Þjóðólfs»; en
jeg skal geta þess eitt skipti fyrir öll, að jeg mun eptir-
leiðis álíta það ósamboðið virðingu minni, að gjöra svo
lítið úr mjer, að svara slíkum greinum; þær munu ávallt
verða þeim, sem rita þær og gefa út, til verðugs heiðurs,
en mjer aldrei til minnkunar.
Einnig vil jeg óska þess, að engin aðfinning við mig
verði betur úr garði gjörð, en þessi, því að það tekur af
mjer allt ómak, að bera af mjer. þessi grein ber líka
sjálf Ijósastan vott um, hvað útgefanda "í’jóðólfsn hafi
gengið til, að setja hana í blað sitt — og líklega er hún
samin að fyrirmælum sjálfs Jóns ritstjóra.— Skyldi það ekki
vera það, að hann fyndi til, hvern ósigur hann helir beðið
áður fyrir mjer?
Að svo mæltu kveð jeg yður, góðir landar, og ann
►>í*jóðólfi» vel þess sóma og þeirrar frægðar, sem hann
getur sjer, meðal allra góðra og rjettsýnna manna, rneð
öðrum eins óþverra og þeim, sem hann hefir eigi fyrirorð-
ið sig við, að smyrja á pappír um mig.
Reykjavík 15. dag ágúst-mánafcar 1868.
Jón Ölafsson.