Baldur - 18.08.1868, Page 4
4
breytingum reiður, svo að öll vinátta þar á milli er nú upp
í lopt. Páfinn hefir nú lýst yfir því1, að þessi »óguðlegu«
lög og lagabreytingar, sjeu runnin frá »fjandmönnum trú-
arbragðanna». og sjeu orðin til þess, að í Austurríki sje
»kyrkjan (o : katólska kyrkjan) eyðilögð»; hann ógnar öllum
þeim er þátt hafa átt að þessum lögum með »tímanlegri
og eilífri refsingu«, og hrósar klerklýðnum þar, einkum
byskupunum, fyrir mótstöðu þá, er þeir hafa gert, og ó-
hlýðni þeirra við lögin. Hinn 24. dag júní-mán. kom fram
í ríkisráðinu fyrirspurn um, hvernig stjórnin ætlaði að fara
að með mótþróa byskupanna; svaraði æðsli ráðgjafi þá á
þá leið, að lögunum yrði tafarlaust og lilífðarlaust fram
fylgt, og þegar væru lögð ráð til, að kúga allan mótþróa,
sem sýndur kynni að verða. Það má af þessu sjá, að
stjórnin í Austurríki, sem betur fer, gefur sig lítið að hót-
unum hins hálf-afdankaða »heilaga föðurs« (þ. e. páfans),
enda hefir stjórnin mótmælt þessum orðum páfa; og allt
lýtur að því, að úr þessu verði að eins pennastríð milli
stjórnarráðanna í Róm og Vínarborg. Af þessu eru fram-
faramenn og frelsisvinir mjög glaðir, sem vonlegt er.— Aust-
urríki hefir um mörg ár verið í botnlausum ríkisskuldum.
Síðustu árin hefir það orðið að borga afarháar rentur, til
þess að nokkur þyrði að lána því; en það er gömul regla:
»því hærri sem rentur eru boðnar, því meiri hætta er að
lána« en »því óhultara að lána, sem rentur eru goldnar
lægri«, sem eðlilegt er, að þeir einir bjóða hátt, sem ann-
ars fengju eigi lán. Nú hefir og það fram komið, er von
var á, því að nú hefir Austurríki lýst sig gjaldþrota, þannig,
að það setur ríkisskuldirnar niður með því að draga 16 frá
hverju hundraði; borgar það þannig 84 rd. af hverjum 100
rd. En það er að vísu eigi það, sem undir er komið, hvort
gjaldþrotið er stórt eða smátt, það er nóg, að ríkið hlýt-
ur að rjúfa heilög loforð og samninga, og missir tiltrú um
langan ókominn tíma; einnig er hætt við að eptirdæmið
hrífi; og haldist herútbúnaður sá við, sem nú er, virðist ó-
lijákvæmilegt, að þau lönd, er verst standa að með fjár-
haginn, svo sem Ítalía, Frakkland og fleiri, muni fara
sömu leiðina. í hve hræðilegt óefni fjárhagurinn hafi verið
kominn, má geta nærri, því að það, að lýsa sig gjaldþrota,
er fyrir ríkin híð síðasta óyndisúrræði, sem heljarafl ör-
væntingarinnar um, að nokkru sje bjargandi, þarf til, svo
maður geti ráðið það af.
liússar eru enn eigi uppnæmir, að kúga Pólland
og slökkva hina síðustu neista af pólversku þjóðerni. Stjórn
Rússa hefir nú gefið út tilskipun, er býður, að allir kenn-
ararí Póllandi, sem eigi eru rússneskir, skuli 1. dag jan,-
mán. 1869, í síðasta lagi, hafa gengið undir próf í rúss-
1) En eigi „lýst því yflr1- eiia „yflrlýst því“; aí) segja: „Jeg lýsi því
yflr", eí:a „Jeg yflrlýsi því“, er rangmæli og ambaga, en rjett aíi segja:
„Jeg lýsi yflr því“, o. s. frv. „lýsa yflr einhverju". pessn ætti menn aí)
breyta í ræí)u og riti.
neskri tungu, í Warschau, þar eð hjer eptir að eins má
nota rússneska tungu við kennsluna. Þeim kennara, sem
eigi stenzt prófið, gefst frestur til 1. dags júlí-m. 1869,
en þeim, sem þá eigi standast, eða hafa eigi viljað taka
prófið, verður vikið frá embættum. Þetta gildir eigi að
eins um alla skóla, er standa undir umsjá stjórnarinnar,
heldur og um skóla, er einstakir menn halda og hafa stofn-
að, drengjaskóla, meyjaskóla, og alla barnaskóla. Hvað
ætli verði nú af kaupstaða-skólunum og alþýðuskólunum á
Póllandi, þar sem engin sál kann orð í rússnesku?
/ Ameríku er það helzt tíðinda, að Johnson, forseti
bandafylkjanna, stóðst klögunina, og var dæmdur sýkn í
málinu. Nú er verið að undir búa nýtt forsetaval, en John-
son er enn forseli. Vilja þeir mótstöðumenn Johnsons
veita suðurríkjunum atkvæðarjett; kom fyrst til um nokkur
þeirra, og vildi Johnson eigi gefa þeim rjettinn til atkvæða,
en þingið vildi; neytti Johnson þá rjettar síns að mótmæla
þinginu (veto), og vildi svo hindra málið, en hann varð
þröttvani að etja kappi við slíkt ofurefli, og bar þingið hann
ofurliða og neytti svo fjöldans; nú er talað hefir verið um
að veita fleirum ríkjum þar syðra atkvæðisrjett, hefir John-
son aptur komið fram með sitt veto (mótmæli sín), en víst
er talið, að þingið muni aptur verða drjúgara í þeirra við-
skiptum. Formælandi þeirra mótstöðumanna Johnsons,
Padeus Stevens, er að búa út nýja kæru á hendur John-
son; hún kvað vera að mestu efnislík hinni fyrri.
Niþurl. í næsta blatfcl.
— VERÐLAG Á KOUNI var í Höfn 24. d.Jólí-m. rúgur 7 rd. 1 mrk.
grj<5n um llrd. A baunum sjest eigi ver%. Til Norvegs hafííi komib svo
mikil) af rúg frá Ameríku, úr Svarta haflnu og Eystrasalti o. s. frv., aí)
þar mátti fá tunnuna á 6rd. og þar undir.
— PÓSTSKIPIÐ kom 15. d þ. m. og haflfci farií) frá Hófn 4. d. s.
m., meí> því komu: Lárus Sveinbjörnson sýslumatfcur pingeyinga, læknir
Jiinas Jónassen og kandíd. Jón Hjaltalín Andrjesson frá Englandi; auk
þessara komn 12 Englendingar.
— SKJALDAKOTSMÁLIÐ. Nú er búií) a?! dæma í hæstarjetti hilfc
svo kallidba Skjaldakotsmál, og fjell þaþ á Skjaldakotsbræílurna; þannig
var dæmt á móti landsyflrrjettardóminnm, en þó eigi fylgt ástælfcum há-
yflrdómarans, er greint haflbi á vií) meifcdómendur sína (assesorana).
— VÍSITAZÍUFERÐ BYSKUPS. A'b kvóldi 15. d. þ. m. kom herra
byskup P. Pjetursson til bæjarins. Heflr hann vísitjera?) alla Eyjaljarlfcars.
frá 16. d. f. m. til 2. dags þ. m. Á leibinni til baka hjelt hann fundi msJ
öllum prestum ( Hogranes-þingi og Húnavatnss. miþvikud. 5. og 12. þ.m.
ah Miklabæ í Blönduhlíí) og Aulfckúlu í Svínadal.
— SPURNING. Er þa?> satt, ab ábyrgíiarm. „pjólfcólfs, hafl stefnt,
ábm. „Baldurs, í febrúar-m. í vetur, en hafl hoykzt á öllu saman og
þori eigi a?) halda því fram? Heflr þá ekki allur ábati hans orlfci?), a?)
hann var?) sjálfur a?) borga stefnuvottunum, fjekk sneypn fyrir sætt, en
þor?)i eigi a?) höflfca mál, enda þótt sættanefndin vísalfci til dóms og laga ?
Hverjir skyldu þa?) vera, sem hafa sumsta?)ar í sveitir rita?) sögu þessa
nokku?) öftrnvísi en satt var, elfca heldnr fært sumt til málbóta fram-
hleypni málsfærslumannsins fremur en satt er? Forvitinn.
— PRESTAKÖLL: I dag er Brei?)abólssta?)ur á Skógaströnd veittur
sjera Gufcmundi Einarssyni á KveDnabrekkn.
Útgefandi: »Fjelag eitt í Eeykjavíka. — Ábyrgðarmaður: Friðrik Guðmundsson.
Prenta?iur í lands-prentsmi?juuni 1868. Einar pórþarsou.