Baldur - 09.11.1868, Síða 1
Viðaukablað (ókeypis)
við fyrsta ár «Baldurs», nr. 16—17. Evík 9. d. nóv. 1868.
INNLENDAR FRJETTIR.
í sumar hefir aflazt með bezta móti í Vestmannaeyjum,
og höfðu gæftir verið í meðallagi.
í fyrrakvöld kom hingað sendimaður til baka austan
af Seyðisfirði, og fengum vjer nokkrar frjettir með honum.
Segir svo í brjefi af Seyðisfirði d. 9. fyrra mán.: «Veðrátt-
an var hjer allan fyrra mánuð (o: september) hagstæð og
blessuð bæði til lands og sjávar, svo heyföng manna urðu
víðast hvar í bezta lagi og nýting ágæt; aptur skipti um
undir mánaðamótin, og gekk í rosum og úrkomu síðustu
daga hans og fyrstu dagana framan af þessum; snjóaði þá
svo á fjöll, að lítt varð fært með liesta, fyrir hjeraðsmenn
einkum, er þá voru að byrja haustrekstra sína og lesta-
ferðir í kaupstað, en ófært að öllu fjarða á milli; en nú
hefir stillt til aptur og bezta veður verið allmarga daga
undanfarna.... Aflabrögð ganga hjer líflega, bæði fiski-
afli og einkum síldaraflinn. Má fjörðurþessi og tveir hinir
næstu hjer fyrir sunnan (Mjóifjörður og Norðfjörður) heita
sannir gullnámar sakir aflanægðar þeirrar, sem jeg hef
hvergi kynnst annari eins á æfi minni, og vissi jeg þó
einatt ganga skafið við ísafjarðardjúp . ... Hjer eru nú
daglega dregnar á land síldartorfur, svo mörgum hundruðum
— já, á stundum mörgum þúsundum tunna skiptir, svo
Norðmenn þeir, sem hjer eru við þær veiðar, eru nú þegar
komnir langt á leið, að fylla skip sín, 5 að tölu, eingöngu
með síld, og hafa Hammers-menn líka fengið nokkuð.
Norðmenn þessir hafa nú reist allmikinn verskála, bæði til
íveru og geymslu fyrir afla og veiðarfæri; svo hafa þeir og
við orð, að hefja hjer verzlun eptirleiðis, þar sem svo byr-
lega blási með úthaldið. Hugsa menn gott til þess í verzl-
unarumdæmi þessu, þvi að Knudtzons verzlun þykir þung-
bær hjer fremur, síðan hinar tvær liðu undir lok». — Yjer
frjettum nú að norðan, að korn það, er í haust kom á
Skagaströnd og Hofsós, hafi verið svo maðkað, að allt að
J/8 úr hverri tunnu sje maðkur einn. Líkar skemmdir á
korni, og þó nokkuð minni, kváðu hafa verið áAkureyri.—
í veðri því, er gjörði um miðjan fyrra mánuð, hafði orðið
kvennmaður úti á Möðrudalsfjöllum, að heyrzt hefir munn-
lega. — Hjer syðra hefir veðurfar verið kalt og óstöðugt
og sjaldan á sjó gefið.
SKIPSKAÐAR.
14. f. m. drukknuðu á heimferð hjeðan úr Rvík. bóndi
Guðm. Sveinsson á Háteig á Akranesi og Jón Jónsson á
Jaðri, og er eptir sjá að þeim, einkum Guðmundi, er var
atorkumaður. 26. sama mán. rjeri hjer af Seltjarnarnesi til
fiskjar vestur á Svið Jón bóndi Sigurðsson frá Mýrarhúsum
við 9. mann, en á uppsigling mun hafa hvolft undir þeim,
svo að þeir drukknuðu þar allir, tveir vinnumenn hans, og
þrír vinnumenn Olafs bónda Guðmundssonar á sama bæ,