Baldur - 16.06.1869, Side 4

Baldur - 16.06.1869, Side 4
40 sjer hingað til. »ísland er alveg ónýtt land« segja þeir, og af hveiju segja þeir þetta? ekki af neinu öðru en þvi, að þeir halda, að allstaðar sje betra en þar, sem þeir eru. Það er að sjá, að þéir hafi í huga sínum búið sjer til ald- ingarð í annari heimsálfu; vjer samgleðjumst þeim, ef þeir flnna hann, en þykir næsta ísjárvert fyrir landa vora að svo komnu að ráðast í för með þeim, þar sem oddvitar fyrir- tækisins ekkert vita um land það, er þeir ætla tif, nema eptir sögusögn dansks manns, sem enginn veit hvaða ástæður draga til þess, að hvetja menn að fara til Ameriku. (Aðsent). ASKORLN. Heiðruðu Reykvíkingar! Það er í munni hvers manns hjer upp um sveitirnar, livern nokkrir yðar hafið í hyggju að velja til alþingismanns við kosningar þær, sem nú innan skamms munu eigafram að fara, og þótti oss ekki fregnin um það alls kostar gleði- leg að heyra. Yður hlýtur að vera það eins minnistætt og oss, hvílíkan skaða fjárkláðinn nú í mörg undanfarin ár hefur gjört landi voru, og eins þekkið þjer tillögur og að- farir ýmsra manna í kláðamálinu, og vitið hverjir þar hafa komið fram til góðs og hverjir til ills eins. Nú er fjár- kláðinn enn á ný risinn úr gröf sinni og þykir oss mjög líklegt og jafnvel sjálfsagt, að kláðamálið uú á komanda þingi verði tekið til umræðu, og þjer ætlið að hleypa þeim manni að þingi, er með alúö! og einlœgni! hefur mest og bezt stutt að því, að kláðinn gæti sem lengst viðhaldizt og þróazt í landinu! Getur þetta verið satt? Ef svo er, þá skorum vjer á yður, vjer sem naumlega erum búnir að reisa við eptir þenna óvætt, að gefa ekki atkvæði yðar út í blá- inn og ef til vill fyrir fortölur manna, sem alls eigi eru fær- ari en þjer til að dæma um, hverþingmaður yður hentar bezt. Að endingu óskum vjeryður, að þjer, að loknum kosn- ingum getið sagt með sjálfum yður: «Vjer höfum gjört það eptir beztu samvizku». Vjer biðjum hina heiðruðu útgefendur «Baldurs» að ljá þessum línum rúm í blaði sínu sem fyrst. Skrifat) snemma í júuímánulbi 1869. Nókkrir fjárbœndur. INNLENDAR FRJETTIR. Veðuráttin hefur til þessa í vor hjer sunnanlands ver- ið mjög þurr og fjarskalega köld, svo að víst má telja, að næturfrost haíi verið því nær á hverri nóttu, þegar frá sjó dregur og gróðurinn því mjög vesæll, svo að varla munu komnir kúahagar að gagni, og má því telja þetta vor eitt- hvert með þeim gróðurtregustu, er menn muna. Vjer höf- um frjett, að kvefveikin hafi verið farin að ganga á Vest- urlandi um Mýrar og Borgarfjörð, og að fólk hafi þar dá- ið úr henni, enda er hún og fyrir skömmu farin að brydda á sjer hjer í Reykjavík og um Seltjarnarnes, en þó ei orð- ið mannskæð. Sökum ógæfta hefur fiskiafli verið litill sem enginn hjer á Innnesjum á aðra viku, en þó talið víst, að fiskur sje nokknr fyrir, helzt ísa og stútungur. Ferðaleys- ið er svo mikið, að vjer höfum engar áreiðanlegar sögur um ísinn, en norðanbálin með hinum vaxandi kulda, er nú ganga á hverjum degi, virðast benda til, að hann liggi enn fyrir norðurlandi. Skepnuhöld eru sögð aligóð að vestan (um Borgartjörð og Mýrar), en þó fallið talsvert af geml- ingum. í austursýslunum hefur nú í vor (auk fjárkláðans i Ölvesinu) hin svo nefnda maðkasýki stungið sjer niður, einkum í Hreppum og Biskupstungum og efri hluta Rang- árvatlasýslu, og hafa margir af hinnm Ijárríkustu bændum misst megnið af Ije sínu, en þó einkum gemlinga, sem sýk- in hefur verið næmust á. Iíornbyrgðir hér nm suðurkaup- staði munn vera mjög rýrar og mú telja víst, að bjerverði kornlaust hjá flestum um miðjar lestir, ef eigi bætist eitt- hvað úr, enda er það breylingu gufuskipsferðanna mikið að kenna, þar sem gufuskipið næstu ferð hjer eptir eigi getur verið komið fyrr en eptir lestir, en kaupmenn hafa treyst því, að hinni fyrstu áætlun um ferðirnar yrði fylgt. MANNALÁT. 1. f. m. andaðist í Vestmannaeyjum verzlunarstjóri Pjetur Bjarnesen, 34 ára. Hann var atorkumaður mikill, virtur og vel metin af þeim, er við hann kynntust. 19. f. m. andaðist í Stykkishólmi Jóhanna Friðrika Kúld, dóttir sjera Eiríks Kúld og þeirra hjóna, 24 ára, lipur og lagleg og ágæta vel að sjer bæði til munns og handa. Cm sömu mundir dó húsfrú Cristense Benedikta fædd Steen- bach, ekkja eptir Árna Þorsteinsson fyrverandi sýslumann í Snæfellsnessýslu, hún var 66 ára, er hún skildi við. VERÐLAG í REYKJAVÍK Verzlunarsamkundunni í Reykjavík hefur komið ásamt um eptirfylgjandi verð á útlendum vörum: rúg 11 rd., mjöl llrd., grjón 14 rd., baunirl2rd., kaffi32sk., sikur24sk., brennivín 24 sk., rulla 80 sk., ról 64 sk. Á innlendar vör- ur er enn eigi komið neitt fast verð svo vjer vitum. Þetta verðlag er nú ekki árennilegt fyrir landsmenn, enda er von- andi að það skáni fyrir lestirnar. alÞingiskosningar. Á kjörþingi á ísafirði 18. f. m. kosinn alþingismaður skjalavörður Jón Sigurðsson með 30 atkvæðum, eða í einu hljóði; varaþingmaður Ásgeir Ásgeirsson, kaupmaður á ísafirði. AUGLÝSING. Dökkgrá hrissa 4 vetra, ójárnuð, affext í haust er leið, mark að mig minnir: standfjöður aptan vinstra, vel til holda, hefur mjer hvorfið um næstliðin ver- tíðarlok; bið eg hvern þann sem hittir þessa hryssu, koma henni til mín mót sanngjarnri borgun. Gjetbum, 4. JÚDÍ 1869. Finnur forsteinsson. Útgefandi: »Fjelag eitt í Reylcjavík». — Ritstjóri: J. P. H. Gudjohnsen. ■— Skrifstofa: Tjarnargötu 3. í| Preutabar í lands-prentsmibjuuni 1869. Einar púrbarson.

x

Baldur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Baldur
https://timarit.is/publication/90

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.