Baldur - 30.10.1869, Síða 2
78
fyrst þá uppástungtina, að greinin verði felld úr, og síðan
greinina sjáifa. Það er það eina, sem aðgæzluvert er, að
þeir sem vilja fallast á greinina verða í fyrra tilfellinu að
segja já, en í síðara tilfellinu nei við fyrri spurningunni,
en þetta er svo einfalt, að það getur engan villt í atkvæða-
greiðslunni. •— Hvortveggja atkvæðagreiðslan kemur fyrir
bæði hjer. og annars staðar á þingum dags daglega. — Hitt
er aptur á móti einkennilegt hjer, afþví vjer höfum að eins
ráðgjafarþing, að sú uppástunga kemur svo opt fv'rir, að
vísa konungsfrumvörpunum frá, án þess að greiða atkvæði
um einstakar greinir þeirra; ef vjer hefðum löggjafarþing,
værí sú uppástunga óþörf, og hyrfi sjálfkrafa, því þá þyrfti
ekki annað en skjóta einhverri aðalgrein frumvarpsins til
atkvæða, og þegar hún fjelli, væri allt frumvarpið þar með
fallið, og gæti ekki komið út sem lög. Hafi það þess vegna
orðið einhverjum, að bera saman atkvæðagreiðslumáta á
löggjafarþingum (t. d. í Danmörku í þessu tilfelli), þá má
hann ekki láta sjer villa sjónir með þessu, sem alls ekki
á hjer við. Ef stjórnin færi með alþing eins og löggjafar-
þing, og misbyði því ekki með því, að þrengja upp á oss
lögum og lagagreinum að fornspurðu þinginu, þá væri allt
öðru máli að gegna.
Jeg þykist nú hafa sýnt með ljósum rökum, dregnum
af málsins eðli og af fyrirkomulagi þingsins hjá oss, að sú
aðferð, sem höfð er í þessum málum, einkum í því, hvern-
ig þau eru af forseta hálfu sett til atkvæða, er rjett í alla
staði; enjegget þar að auki borið fyrir mig dæmi frá fyrir-
farandi þingum í öllum málum, þar sem eins hefir staðið
á. Jeg vil taka einkum fram dæmi forsetans frá 1859,
Jóm Guðmundssonar sjálfs, sem þjer munuð kannast við.
Jeg vii biðja menn að gá að meðferðinni á konunglegu
frumvarpi um launabót embættismanna 1859, þar er uppá-
stunga meira hluta nefndarinnar: «að alþing ráði konungi
frá, að láta þetta frumvarp þannig lagað koma út sem op-
ið brjef», sett fremst á atkvæðaskrána, samþykkt af meira
hluta þingmanna, og eptir því er allt frumvarpið með breyt-
ingaratkvæðu málitið fallið (alþ.tíð. 1859, blss. 1733 og 1774).
l’ar næst viljeg enn biðja menn að gá að meðferð á kon-
unglegu frumvarpi um eudurgjald alþingiskostnaðarins 1857 ;
þar stendur fremst á alkvæðaskránni uppástunga nefndar-
innar: »að alþing ráði konungi frá að samþykkja frumvarp-
ið að svo komnu»; sú uppástunga var samþykkt með 16
atkvæðura gegn 8, ng þar með var frumvarpið allt álitið
fallið (alþ.tíð. 1859, blss. 1825 og 1846). — En í þriðja
lagi vil jeg færa til frumvarpið um jarðamatið 1859 ; þar
hafði jeg og tveir aðrir þingmenn stungið upp á, «að alþing
ráði konungi frá að löggildá frumvarpið», og þó að sá væri
tilgangurinn uppástungu þessarar, að hún skvldi verða bor-
in upp til atkvæða seinast, eptir að atkvæði væri greidd
um hinar einstöku greinir frumvarpsins, þá var þess ekki
kostur, því forseti (J. G.) hafði sjálfur búið til spurning lil
ályktunar, en vildi endilega hafa þessa okkar uppástungu
fyrsta, og sömuleiðis aðrar tvær neitandi eða frestandi uppá-
stungur, og einn af hinum lögfróðu konungkjörnu þing-
mönnum (Vilhjálmur Finsen) var því snmdóma, að svo
væri rjett raðað, þegar menn legði þá þýðing í uppástung-
una, að þeir greiði atkvæði fyrir henni, sem »ekki vilja
löggilda frumvarpið, hvernig sem atkvæði svo falla» (alþ.
tíð. 1859, bls. 1126). — Jeg þarf ekki að geta þess, að
forsetinn 1859 Ijet sjer enga læging þykja að skýra frá,
hverja þýðing hann legði í hverja uppástungu á atkvæða-
skránni, sem vafi gat verið um, og hann gjörði þetta enda
frá forsetastólnum, án þess að «stíga niður». þetta álít jeg
einuig vera bæði rjett og skylt, þvi það er nauðsynlegt, að
þingmönnum sje Ijóst, liverja þýðing forseti leggur í hverja
uppástungu og atkvæðin um liana, svo þar um sje enginn
vafl fyrirfram, og enginn ágreiningur; en þá skil jeg ekki,
hvers vegna skuli vera hnjátað i einn fyrir það, sem þykir
alls kostarrjett hjá öðrum, og sem maður finnur sjer skylt
að gjöra sjálfur, þegar eins stendur á.
Þegar jeg hefi nú tilfært dæmi frá 1859, sem mjer
virðist sýna sömu aðferð í að raða niður til atkvæða, eins
og jeg hefl haft bæði nú og 1865, og sem jeg ætla rjetta
vera, hvort sem liún er nú «alræmd» eða ekki, þá skaljeg
að lyktum geta þess, að sama niðurröðun var einnig á at-
kvæðaskrám í öðrum tveim málum 1865, nefnilega um lesta-
gjaldið og um brennivínstollinn, og mælti þar enginn á
móti. Mjer er ekki sýnilegt, að nokkur munur sje á þess-
um dæmum, sem jeg nú hefi til fært, og þeim, sem þjer
hafið verið að leggja í einelti, nema ef þessi skyldi hafa
verið eitthvað viðkvæmari.
Keykjavík, 21 sept. 1869.
Mob virílingu,
Jón Sigurðsson.
— Póstskipið l7önix lagði af stað hjeðan 19. þ. m.
— Norðurlandspósturinn kom hjer 27. þ. m. Með hon-
um frjettist að í Eyjafirði hefði verið mokatli. 12. þ. mán.
kom gífurlegt áfelli fyrir norðan, og er eigi frjett til fulln-
ustu hvern skaða það hefir gjört. Skip Svb. Jacobsens
strandaði á Skagaströnd, en vörur hans óskemmdar. Ann-
að skip strandaði á Skagaströnd, fórst þar Stefán Thorstein-
sen (sonur Jóns heitins, landlæknis) skipstjóri fórst og 1
eða 2 menn. Fjárskaðar urðu miklir í veðri þessu.
— PllESTAKÖLL. Veitt: 23. þ. m. Svalbarð í Þistilfirði
sjera Gunnari Gunnarssyni, kapeláni á Sauðanesi. — 28. s.
m. Goðdalir í Sksgafirði sjera Hjörl. Einarssyni íBlöndudals-
hólum. Um þessi brauð sóttu eigi aðrir.
Óveilt: Kyrkjubæjarklaustur (sjá síðasta blað); augl. 26.
þ. m.— Blöndudalshólar, mat: 266 rd. 90 sk.; augl. í dag.
Útgefandi: »Fjelag eitt í Iieyhjavík». — Ritstjóri: J. F. H. Gudjohnsen. — Skrifstofa: Tjarnargötu Jií 3.
■-------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------á
Pteutabur í lands-preutsmiíjuimi 1869. Eiuar pórbarsou.