Baldur - 06.12.1869, Blaðsíða 5
83
Meðan herrar þessir gefa eigi upplýsingar þær, sem
hjer er eptir æskl, vil jeg ráðleggja fólki, að sækja þá hest-
laust og klaga þá, ef þeir fara eigi.
Leikmaður.
*
¥ ¥
— !>ótt oss ekki alls kostar líki ofanrituð grein, nje vit-
um fullkoinlega reiður á því, er dróttað er að nafngreind-
um mönnum í henni, vildum vjer samt ekki neita greininni
upptöku í blaðið, þar vjer vitum, að aðferð lækna, sú er um
ræðir, hefur mælzt illa fyrir manna á meðal. Ef hinir um
ræddu læknar vildu svara greininni, skulum vjer fúslega
leyfa þeim rúm í blaði voru.
Ritst.
GÍSLI BRYNJÚLFSON og STJÓRNARMÁLIÐ'.
Herra ritstjóri! í 6. blaði «Baldurs» þ. á. (bls. 24),
sem jeg ei hefi sjeð fyrr en núna, er í aðsendri grein um
alþingiskosningar gjörð sú athugasemd um mig neðanmáls,
að jeg hafi verið «mótfallinn hinni þjóðlegu stefnu í stjórn-
armálinu, en eptir því, sem jeg hafl rætt og ritað í vetur,
muni nú þó óhætt að kjósa mig þess vegna», o. s. frv.
Þegar jeg las þessi orð, þá furðaði mig að vísu nokk-
uð á þeim, en þau komu mjer þó á hinn bóginn ei alveg
óvart, því jeg veit vel, að jeg nú um hin síðustu ár, —
hjer um bil síðan jeg seinast var á íslandi 1863 —, hef
orðið fyrir rógi og illmælum nokknrra manna, sem meiri
hafa verið vinir «S. T. herra frelsishetju vorrar», heldur en
hvers þess, sem þeim ei hefur þótt nógu fús á að dýrka
kappann að maklegleikum. Það vita menn, aðjeg hefhing-
að til svarað þessu litlu sem engu, því hvorki hefur mjer
þótt svo mikið til þeirra «skósveina» koma, sem frá upphafl
hafa valdið mestu um þetta mál, að jeg áliti þá svaraverða;
nje heldur hef jeg átt svo hægt með að svara sem skyldi,
þar sem mjer jafnvel hefur verið neitað um, að veita svari
frá mjer móttöku í máli, þar sem jeg hafði þó alveg á rjetlu
að standa og að eins hafði orðið fyrir illgirni og ósann-
indum einstakra manna, og þeirra ginningarfífla — slíkt er
veglyndi og sannleiksást sumra blaðamanna á íslandi. En
það hefur þó ráðið mestu um, að á draugum og aptur-
göngum, sem æflnlega fela sig í myrkrinu og sjaldnast voga
sjer fram í dagsbirtuna, er varla unnt að festa fang, og
svo er og um allan róg, eða bakbit og bakmælgi, sem að
eins læðist áfram á háleistum í hálfdimmunni, en aldrei
þorír að láta verulega lil sín heyra, því þá dagaði hann
líka fljótt uppi, sem öll önnur nátttröll —, að þar er örð-
ugt við að fást, nema fyrir þá, sem það goðmegin er gefið,
að þeim er það lagnara en flestum öðrum, eins og Hall-
mundi í Baldjökli, að koma af öllum meinvættum; því að
hjer er við sanna meinvætti um að eiga, það vita þeir sem
reynt hafa, og því munu fúsir að játa, að Bjarni hafði rjett
að mæla, þegar hann kvað: «taðer sú hola höggormstönn,
helzt sem vinnur mein». Nú er mjer því ekki láandi þótt
jeg hafi átt örðugt með, að leita tilvarnar, þar sem rógur
sá, er jeg hefi orðið fyrir, einmitt er þess eðlis, að jeg hef
fremur mátt hafa nokkurskonar veður af því, sem menn
bæru mjer á brýn, heldur en hitt, að nokkur liafl orðið til
að segja mjer það með einurð í alls herjar hljóði — og jeg
get því ei annað en kunnað «aðsendendunum í Baldri» þökk
fyrir, að þeir hafa nú orðið fyrstir til að kveða nokkuð ber-
lega upp utn þetta mál, þó víst miklu linar og vægðarsam-
legar en margír aðrir. En því verð jeg og að segja við þá,
sem Grettir sagði um Glám: «eigi má jeg minna hafa fyrir
hest minn, en að sjá þrælinn» —, það er að segja, jeg
verð að biðja þá að gjöra nú ei endasleppt við mig, held-
ur sýna mjer enn þann velvilja, að láta mig nú einu sinni
vita til fulls, um hvað jeg er sekur við ísland eða íslend-
inga; að hverju leyti jeg hefi verið mótfallinn rjettri og góðri
— því það meina þeir víst með «þjóðlegri» — stefnu í
stjórnarbótarmáli voru, eða hvar eða hvenœr jeg hefi talað
eða ritað öðruvísi um petta mál, en í greinum mínum á
dönshu í «Föðurlandinun í vetur, sem peir munu vitna
til? Ef menn vilja segja mjer þetta með einlægni, þá skal
jeg reyna að svara á sama hátt, — annars verð jeg að gefa
hverjum slíkum heimildarlausum áburði á mig það nafn,
sem hann á eitt skilið með rjettu, og kalla liann eintóm ó-
sannindi. — En af «ritstjórn Baldurs» mundi jeg ei að
eins telja það sanngirni eður velvilja við mig, að hún Ijeti
nú snara á íslenzku þessum mínum greinum í hinu danska
«Föðurlandi», um ólög og óstjórn á íslandi hingað til, og
tæki svo í blað sitt, því jeg held miklu fremur, að í þeim
sje sagt ýmislegt það, sem mörgum íslendingum væri enn
þarft að vita.
Og svo skal jeg ekki tala meira um þetta mál að sinni,
en bíða nú boðanna. Jeg veit sjálfur bezt, hvort mjer er
vel við Island eða ekki, og eins líka hitt, hvort jeg hef
talað eða ritað því í óhag; en við hinu get jeg ekki gjört,
hvað ósannindamenn eða þeir, sem ekkerta vita, segja eða
rita um mig í brjefum til íslands — þar er jeg varnarlaus
og verð að eins að treysta drengskap hinna, sem vilja
kynna sjer allt með rjettu. En það skal jeg þó segja nú
strax, til að taka öll tvímæli af, að jeg þykist ei vera neinn
verri íslendingur fyrir það, ef ei heldur hvað betri, þó jeg
vilji engan þátt eiga í þeim hinum hjegómlegu tilraunum
að telja íslendingum trú um, að vjer eigum svo og svo
margar millíónir bjá Dönum fyrir verzlunareinokun o. s.
frv., eður að stjórnarsambandsmáli voru við Danmörk verði
nokkurn tíma ráðið til lykta að lögum, án þess að ríkis-
ping Dana eigi pátt í pví. Slíkt kalla jeg að eins fávizku
og hjegómaskap, og þeir, sem hafa fundið upp á því, mega
bezt vita, til hvers þeir eru að berja þetta blákalt s.mm;
enda sjá þá líka fyrir hvað af því leiðir; en jeg þykist að
eins gjöra skyldu mína, þegar jeg segi um allat þær til-
raunir að »frá mínum vjeum og völdum skulnr beim æ köld
ráð koma«. Þeir, sem vilja, mega þá gjárnan kalla þetta
»Jónslast« fyrir mjer, telja það verra en guðlast og reyna
1) Bitgjorííinni mun verba svaraí) seinna meb athugasemd. Ritst.