Gangleri - 10.05.1871, Blaðsíða 2

Gangleri - 10.05.1871, Blaðsíða 2
3 pelar) af sírópi og 3,493 pund af sykri, cn það hefir þó í raun og veru verið langtum meir en skýrslurnar segja sem hjer er farið eptir. Að grasarfkið sje mjög auðugt má sjá ai því, að þegar hafa fundizt 1460 grasategund- ir. Mjög vel er landið fallið til kvikljár- ræktar þvf bæði er veðurátta góð, nógog gott vatn, engi mikið, og grassljettur miklar víða hvar sem er bezta haglendi. Kvikfjárræktinni er og óðum að fara fram. Inn í landið hefir veriö fluttur allskonar búfjenaður til kynbæt- is, og hefir það reynzt vel, svo búpeningur er óðum að fjölga, eins og áhuginn að vaxa með að auka hann og bæta. Hestar og múlar voru t. a. m. árið 1860 að tölu 127,837, nautgripir (með kálfum) 612,684, sauðfjenað- ur (með lömbuin) 487,371 , svfn 640,985. Vjer höfum orðið að fara fljótt yfir og sleppa mörgu sem þó cr all fróðlegt að vita; þannig höfum vjer sleppt að skýra fráverzlun, menntastofnunum og stjórnarháttum. Ilvort- tveggja hið fyrrnefnda er orðið svo fjarska- lega breytt frá því er það var á þeim tfma cr vjer höfutn skýrslur af, svo vjer álítum betra að geyma það seinni tímum að skýra gjör frá því, ef oss auðnaðist að fá um það yngri skýrslur. Sama má og segja um fólks- fjöldan sem 1860 var um hálfa milljón, að hann hefir farið svo ákaflega í vöxt að nú má ætla hann sje orðinn heil milljón, þvf mikill fjöldi landnámsmanna flytur sig þangað árlega úr Norðurálfunni, og helzt frá norðurlöndum. Járnbrautir sem búið var að leggja 1860 voru að lengd 943 enskar mflur, en þær auk- ast svo mikið með hverju ári að við getuin enga áætlun eða hugmynd gjört oss um það sem á ólandi erum aldir, þar sem allt er reirt dróma fátæktar og frainkvæmdarleysis. Um stjórnarmálið. (Frmh.). Það er kunnugt, að vjer höfum jafnan krafizt 60,000 rd. árgjalds úr hinum danska ríkissjóði, sein nokkurs hluta leigna af fjc því, er á umliðnuin öldum hefir runnið inn í hann frá íslandi. Vjer höfum haldið því fram , að vjer hefðum ekki cinasta sanngirnisrjett, heldur fullan kröfurjett til fjár þessa, sem þó ekki væri meira en hálfar leigur af öllum þeim höfuðstóli, er sýnt hefir verið að vjer með rjettu ættum hjá Dönuin (sjá Gangl. f. á. I. h. 6. og 7. bls ). Aptur í móti hafa Danir — að fám undanskildum — og „danskir íslendingar“ þver neitað þessum rjetti vorum, neitað að vjer ættum nokkurt tilkall til fjár úr ríkissjóðnum, og hafa haldið því fram, að allt er þannig kynni að vcrða af mörkum látið, yrði látið af einskærri náð og miskun, af eintómum brjóst- gæðum, svo sem annar fátækrastyrkur. Fyr- ir því hafa Danir e i n i r viljað meta upp- hæð árgjaldsins, og meta hana hálfu minni en vjcr höfum krafizt, eða sýnt að vjer þörfnuð- umst til þess nokkurt lag yrði á stjórnarbót- inni hjá oss. Þctta hefir nú í raun og veru vcriö mesta þrætuefnið, sem stjórnarmál vort hefir strand- að á alla þá stund síðan það fyrst kom í hreifingu. Alþingi vort og ýms blöð vor og tíma- rit, einkum „Ný fjelagsrit“, hafa aptur og apt- ur fært gildar sönnur á mál vort, en stjórn- in, Danir og dansklundaðir íslenskir sjergæð- ingar hafa jafnan „margkrossað* í móti með ýmsum vífilengjum og „sniðglímu“-brögðum, en þó hvervetna orðið undir í rökemdafærsl- unni, að vitni og dómi óviðkomandi stjórn- vitringa. Eins og skoðun og stefna stjórnarinnar hefir verið mjög á reyki í máli þessu, svo hefir hún og jafnan farið hægt og í hálf-flæm- ingi undan, og dregið máliö undir því yfir- skyni, að hún vildi ekki þröngva oss til að ganga að neiuura ógcðfeldum, eða óhagkvæin-

x

Gangleri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gangleri
https://timarit.is/publication/92

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.