Heilbrigðistíðindi - 01.03.1879, Qupperneq 4

Heilbrigðistíðindi - 01.03.1879, Qupperneq 4
20 smiðjur um hönd, þurka menn slorið og fiskileifarnar yíir heitri vatnsgufu, en þá falla þær í dust og missa mikið af sínu óheilnæmi. Á ýmsum stöðum blanda menn slorið og fiskileifarnar, og með muldu kalki eða dusti af gips, og þykir það bæði auka frjóvsemi áburð- arins og gjöra hann drýgri; einnig getur maður mjög eyðilagt allan hinn vonda daun, er rotnu slori fylgir, ef menn blanda það með litlu einu af klórkalki, því að bæði er það að klórkalkið eyðir öllum vondum daun, enda bætir það áburðinn, ef það er mátulega blandað þessu svo kallaða fiski-guano. Hjer hjá oss finnst viðast við sjóinn steinategund sú, er palagonit heitir. f>að er einkennilegt við þessa steinategund, að hún inniheldur nærfellt allar þær jarð- artegundir, sem ómissanlegastar eru fyrir jarðveginn, ef að hann á að vera góður til grasræktar; þeirstaðir, þar sem hann finnst og hvar hann sökum loptsins lang- vinnu áhrifa er orðinn meirnaðar, einkenna sig við góða og fína grasrækt, enda hafa margir af hinum nýjari efnafræðingum (Liebig og Mulder) látið þá skoð- un í ljósi, að eigi mundi líða á löngu, áður en þjóðirn- ar sæju sjer ábata við að flytja hann á akra sína langt að yfir hafið. Steinategund þessa er mjög auðvelt að vinna, því að hún hefur alllitla hörku, og má því auð- veldlega brjóta hana og mala í dust án mikillar fyrir- hafnar; sömuleiðis hefur hún þann eiginlegleika, að hún verður eins og að kvoðu jafnvel við hinar veikari sýr- ur. pað er þessi steinategund, sem barón Sartóríus v. Walthershausen fann hjer í Fossvogi og í Seljadaln- um, en síðan hefur hún fundizt nálega alstaðar á íslandi og liggur palagonit-steinalagið jafnaðarlega neðst flestra steinalaga hjer á landi, en á mörgum stöðum myndar það smáfell eða hóla og hæðir. Dust af þessum steini mundi ágætt til að blanda eigi að eins í fiskiáburðinn, heldur og í allan annan áburð, og er ómögulegt sem

x

Heilbrigðistíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðistíðindi
https://timarit.is/publication/94

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.