Heilbrigðistíðindi - 01.03.1879, Side 5

Heilbrigðistíðindi - 01.03.1879, Side 5
•21 stendur fyrirfram að segja, hvílíkt gagn landið mundi hafa af slíkri áburðaraukning, en að hún yrði langt um meiri, heldur en menn gjöra sjer nokkra hugmyndum, álít jeg vafalaust. Heilsufar almennings, sem síendur. Með brjefum þeim og blöðum, er komið hafa með póstunum, másjá, að heilsufarið víða um land eigi er svo gott, sem óskandi væri. Tak og lungnabólga stinga sjer víða niður, líkt og var 1866. Kvefsóttin hefur þar á móti enn eigi sýnt sig, enda mega þessar veikjur, er nú voru taldar, fremur teljast á strjáli. en regluleg- ar landfarssóttir, svo sem kvefsóttin (Influema) er vön að vera. Eigi að síður hafa ýmsir dáið úr þessum kvillum bæði hjer og annarstaðar um landið. Lungna- bólgan er ætíð mjög alvarlegur sjúkdómur, og það munu landar mínir sanna, að lítilvæga hjálp mun hið homöopathiska gutl veita þeim á vígvellinum, þegar við slíkan óvin, sem þetta er að eiga; því að hvort maður við hefur Aconit í homöopathiskum skömmtum eða alls ekkert, stendur á sama. Kólera, kvefsótt og blóðkreppusótt fara ferða sinna óhindraðar fyrir slíku varnarliði. þ>á prísa jeg lækningar Jóns Pjeturssonar við taki langt fram yfir slíkt kák, enda er á vorum dögum nægilegt af all-áreiðanlegum stórskammtameð- ulum til að lina slíkar veikjur, ef að rjett er á haldið. Árið 1862 og 1866 gengu hjer allslæmar taksóttarteg- undir, og þó að það, því miður, tækist eigi ávallt að bjarga mönnum úr þeim, var dauðratalan þó mjög lítil, og alls eigi meiri, en hún er vön að vera í slíkum sóttum erlendis, heldur jafnvel minni.

x

Heilbrigðistíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðistíðindi
https://timarit.is/publication/94

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.