Heilbrigðistíðindi - 01.03.1879, Side 6

Heilbrigðistíðindi - 01.03.1879, Side 6
22 Svarti dauði. Með blöðum þeim, er komu nú með póstskipi, er þess getið, að pestkynjaður sjúknaður, sem menn eigi án orsaka hafa kallað Svarta-dauða, eða pest mjög lík honum, hafi upp lcomið í Astrachan við ósa Wolgu, hjerumbil um miðjan vetur. þ>að er og hald margra, að hún muni lengi hafa látið sig í ljósi um þessar mundir, þótt lítið orð hafi veriðágjört; en það er auð- sjeð á lýsingunni, að það er alveg hin sama pest og hinn svo kallaði Svarti-dauði. Af öllum lýsingum, er vjer höfum um þann sjúkdóm í hinum stærri bókasöfn- um erlendis, er það Ijóst, að Svarti-dauði hefur ekkert annað verið, en hin austurlenzka pest sínum fyllsta al- gleymingi. Nákvæmar lýsingar á honum vantar oss alveg, en það litla, er vjer höfum, svo sem þetta: „þ>eir fengu stingja, urðu svartir og dóu,“ líkist full- komlega aðaleinkennum þeim, er tákna allar skæðar drepsóttir. Nú þótt sjúkdómar þessir allajafna sjeu voðalegir, mega menn þó engan veginn láta sjer hug- fallast, en á hinu ríður mjög alstaðar þar, er menn geta vænt þeirra, að við hafa reglulegar sóttvarnir; og rotnunar-stríðandi meðul eru því næst þau einustu, er menn geta treyst, enda munu þau sjaldan bregðast, að vinna lið á slíkum sóttum, ef viðhöfð eru í tæka tíð og með nægilegum krapti. Hjer til heyrir og fremur öllu hið mesta hreinlæti, bæði með húsakynni, and- rúmslopt, fatnað og matarhæfi. þ>að er hin almenna heilbrigðisfræði, við höfð í fullum krapti, er megnar að stemma stig fyrir slíkum sjúkdómum. Á fyrri tím- um höfðu menn að vísu trú á ýmsum hjegiljum, svo sem helgra manna leifum, galdrastöfum o. s. frv., og líkt mundi, ef til vill, fara nú fyrir þeim, er trúa á smáskamta-sykurkúlurnar; slíkt kák er verra en ekk- ert, og alveg ósamboðið upplýstum mönnum. Vjer

x

Heilbrigðistíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðistíðindi
https://timarit.is/publication/94

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.