Heilbrigðistíðindi - 01.03.1879, Qupperneq 7

Heilbrigðistíðindi - 01.03.1879, Qupperneq 7
höfum nóg og góð sóttvarnarlyf og sóttvarnarreglur, og ef menn við hafa þau reglulega, eru þau næg til að drepa hvert sóttnæmi, og höfum við íslendingar, jafnvel í landinu sjálfu, bæði í brennisteininum og ýms- um öðrum efnum, gnægð slíkra hluta, enda mun jeg í þeim komandi blöðum af þessu riti útlista þetta enn nákvæmar. Hvað lýsingunni á drepsótt þessari nú sem stendur áhrærir, get jeg eigi betur sjeð, en að Dr. Gr. Thomsen haíi fram tekið það helzta, er blöð- in hafa fært oss að þessu sinni um þennan sjúkdóm. (Sjá ísaf. Nr. 7 þ. á.). Hjer vil jeg að eins að sinni geta þess, að oss ríður harla mjög, og nú svo að segja lífið á, að við höfum hið mesta hreinlæti, eigi all-eina í mat og drykk, og í öllum atbúnaði vorum, heldur og í klæðn- aði vorum, og það er hin mesta þörf á því, að öll út- lend föt, sem kunna að bjóðast oss frá þeim stöðum, er liggja nær pestinni, sjeu algjörlega eyðilögð, því með fötum var það, að menn hjeldu, að bæði Svarti- dauði og stóra bóla hefðu slæðzt hjer inn í landið. 5>að er nú verið að prenta sóttvarnarreglur, er komið hafa frá dönsku stjórninni með þessu skipi, og skyldi sumum þykja þær miður skiljanlegar eða ónákvæmar fyrir almenning, mun jeg nákvæmar skýra frá þeim í því næstkomandi blaði. Sem stendur má heita hjer allgott heilsufar, en þó er taksótt að stinga sjer niður á einstöku mönnum. Ýmsar smá-uppgötvanir, athugasemdir og spurningar. Ný-uppfundið ráð við brunasárum hefur nýlega verið reynt i Lundúnaborg og víðar. Meðal þetta er mjög ódýrt og einfalt; það er s o d a, og hefur engum áður til hugar komið að það mundi varna brunasárum. Ekki hefnr það samt enn þá verið revnt í smáskamta inn-

x

Heilbrigðistíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðistíðindi
https://timarit.is/publication/94

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.