Tíminn - 04.04.1873, Síða 4
sje eilt af ftirðuverkum heimsins, einn hinn stærsti
signr smíðasnillinnar. Svæði það sem heyrir tii
sýningarinnar er 1,500,000 ferhyrningsfet, með
öðrum orðum lijer um bi! sexfalt að stærð við
Marsvöllinn í París. Tala sýnenda eða þeirra, er
sýnismuni senda, ætla menn verði rúmlega 40,000.
Má nærri geta að þar muni margt að sjá og mik-
að að læra, en tilsókn fjarskaleg úr flestum lönd-
um. Frá Asíu (Tyrklandi, Egyptalandi, Grikklandi,
Persíu, Iiína og Japan) kennir meiri varningur á
þessa sýningu en komið hefir á nokkra áður, enda
eru nú Asíubúar farnir að laga sig eptir menn-
ingu Evrópu-þjóða, og dragast í nanari kynni við
þær fyrir vaxandi verzlunarviðskipti, gufuskipaferð-
ir, hraðfrjettir o. s. frv. Það er því ætlun manna
að þessi allsherjarsýning muni verða einn hinn
merkasti atburður á þessu yfirstandandi ári.
— Úr brjefi frá Milwankee 16. okt. 1872.
«Hjer var nýlega sýning, var þar margt að sjá,
ýms lifandi dýr, seli, slöngur, nashyrninga, 2 Ijón,
2 tigrisdýr, úlfalda og fila, er Ijeku ýmsar listir,
hesta er dönsuðu eptir hljóðfæraslætti; fimleika-
menn, línudansara, 4 álna háan risa er gat valdið
1700 punda þungri kanónu; áður var jeg búinn að
sjá karl og konu álíka stór; 14 velra dreng full-
vaxinn 25 þuml. á hæð, stúlku fædda handalausa
er gjörir finustu kvennavinnu, borðar, drekkur og
skrifar vel með tánum. 2 villumenn, mannætur,
og voru þeir ómanneskjulegir, þegar þeir voru að
dansa og syngja á sína vístt. Heimskingja er varla
líktist manni nema að skapnaðinum til, og þó
varla höfuðið, varð honum ekkert orð kennt að
nefna, heldur orgaði hann líkur skynlausu dýri».
«Hjer er mikið fallegur staður með 100,000? íbúa,
hús stór og falleg, og eitt úr tómu járni er þar
«banki» m. fl., allt er gjört hjer með gufn, þeir
flytja hús með maskínum úr einu horni bæjarins
í annað. Iljer gengur nú mikið á, því í næsta
mánuði á að velja 3 præsidenta. Ganga þeir hjer
með blysferðir á kveldin, hafa þeir kveykt við það
í 2 húsum er brunnu upp. Fólk er hjer annars
mikið stillt og spakt yfir höfuð».
t
Frú C. B. THORSTEINSEN á Krossnesi,
(dáin 14. maí 1868).
1.
þú trúa sál! þú trygga og elskubjarta,
ert tímans hafin yfir sorgarreit.
|>ú blíða sál! þú bezta móðurhjarta!
þín býr á jörðu minning ástarheit.
í straumi lífs, hjer stríð þú heyja náðir,
sem stundum varaf harmi og raunum breytl;
því blessa þig nú börnin þín á láði
ei betri hefir orðstýr getið neitt!
2.
J>ví hvað er eitt, í hverfum jarðarsolli
sem hverfur ei, þótt dagar líði og ár?
Hvað er það eitt, er mætri minning olli
sem mttnaðarlausra gleði og þakkartár?
Hvað er svo gott af heimsins hálfu verkum
sem hungraðan seðja’ og nakinn klæða gest?
Viljanum fylgja frelsarans ástarsterkum,
það fegurst er í veröldinni og bezt.
3.
Og vel sje þjer, að verkið daga alla
svo vannstu trútt og ástarþeli með.
Nú hefir burtu góður guð þig kallað,
að gætir þú hans dýrðarveldið sjeð.
En syrgja þig æ og sárt hjer eptir þreyja
saknandi móðurharmi vafin börn,
þú hefðir frá þeim aldrei ált að deyja
því e i n þeim varstu, bezta hjálp og vörn.
St. D.
PUF.STAKÖLL.
Veitt: Skarl&sþing í Dalasýslu, veitt21. f. m, sjera Jríni
Bjarnasyni, presti í Ogursþingnm.
Til 3 ára eru Hofssóknir á Skagastrond sameinaftar vib
Hóskuldstaiba prestakall.
Oveitt: Glæsibær meí) annexíunum Lógmannsblíb og Sval-
barfci er anglýst 21. f. m.
27. s. m. Ögursþing og Eyrarsáknir, metib 366 rd. 5 sk.
S. d. Selárdalur, metinn 621 rd. 19 sk.
Útgefendur: Nokkrir Reykvíkingar.
Ábyrtfðarmaðnr: Páll Eyjú/fsson.
Prentalar í preutsmibju Islands. Einar f>órí)arson.