Víkverji - 12.06.1873, Blaðsíða 2
2
framið hafa þetta ódæði, er vér blaða-
menn höfum orðið að segja höfuðstað lands-
ins til hneisu. Vér höfum enn eigi frétt,
að nokkur af þessum afbrotamönnum, er hafa
farið huldu höfði, og ekki þora að gefa sig
fram, hafl verið tekinn höndum, en vér þykj-
umst geta treyst því, að lögreglustjórn bæ-
arins muni nú hafa þann viðbúnað, að ekki
verði hægt, að komast hjá refsingu laganna,
ef lík afbrot, og þau, er hafa gjörzt i vetr,
skyldu verða endrtekin.
Vér erum fullvissir um, að slík óhæfu-
afbrigði frá almennri siðsemi hafa eigi,
eins og snmir, jafnvel blaðamenn, hafa hald-
ið, haft nokkra pólitiska þýðingu, eðr komið
af því, að fullorðnir menn hafi þarmeð viljað
birta óánægju sína með stjórnina eðr henn-
ar aðgjörðir, eðr að öðru leyti viljað koma
svo fram skoðunum sínum um það, er að
landstjórn lýtr.
Það hefir hingað til verið, og mun, svo
lengi sem niðjar þeirra manna, er fyrstir rit-
uðu lög á Norðrlöndum, byggja fsland, verða
einkenni hvers þjóðarflokks vors, að standa
á óbiflegum grundvelli laganna, að færa kröf-
ur sínar fram með einurð og djörfung, en
þó með hógværð og stillingu.
ÚTFLUTNINGR Á LIFANDA PENINGI OG
KJÖTI.
Eg ætla nú ekki að fara að deila um
það við nokkurn mann, hvort útflutningr á
lifanda peningi og kjöti sé skaðlegr eða arð-
samr fyrir 1 a n d i ð, því þó eg gæti sann-
að með áþreifanlegustu rökum, að hann hlyti
að vera skaðlegr fyrir það, nema honum væru
sett skynsamleg takmörk, þá mundi margr
hver segja við mig á eptir: hvað kemr mér
það við, hvort þessi útflutningr er skaðlegr
fyrir landið? eg verð að fara eptir því, sem eg
álít haganlegast og bezt fyrir mig, og, með-
an eg er fjár míns ráðandi, þá vona eg, að
aSrir láti sig eigi varða, hvað eg gjöri af
eign minni, né meini mér, að fá sem mest
fyrir hana. Svona hefi eg virkilega heyrt margan
tala, þegar til rætt hefir orðið um, hvort eigi
mundi gagnlegt fyrir landið, eða jafnvel nauð-
synlegt fyrir það, að hóflegr tollr væri lagðr
á útflutning lifanda penings og kjötvöru.
En þrátt fyrir þessa kenningu sumra manna
virðist það samt auðsætt, að stjórnin eða
löggjafarvaldið hlýtr að hafa fullan rétt til, ef
tollrinn er gagnlegr eða nauðsynlegr fyrir
landið, að koma honum á, þrátt fyrir það,
þótt eimtöku menn álitu, að hann kæmi í
bága við hagtmuni sina. En sleppum nú
að tala um þenna toll; það má vera, að
stjórnin vilji eigi að svo stöddu leggja hann
á, og að hún vilji fyrst sjá, hvort þetta geti
eigi lagazt af sjálfu sér, og það er cnginn
vafi á þvi, að jarðeigendr, umboðshaldarar
og prestar, hlytu að geta reist svo skorður
við úlflutningunum, að þeir yrðu eigi skað-
legir fyrir landið. En hvernig gætu þeir
reist skorður við þeim án liðsinnis stjórn-
arinnar? Það geta þeirmjögvel; þeir þurfa
eigi annað, en setja það upp í byggingar-
bréfum sínum, hve míkinn pening leiguliðar
þeirra skuli hafa, og tilgreina það nákvæm-
lega, hve mikinn nautpening (hve margar
kýr, geldneyti, graðunga, kvígur, kálfa), hve
mikinn sauðpening (hve margar ær, sauði,
lömb, o. s. frv.), og hve mörg hross (hesta
og hryssur) þeir skuli hafa, og láta það varða
útbyggingu, ef leiguliðinn bregðr út af þessu
í nokkru. En væri það eigi ranglátt og ó-
þolandi kúgun, ef jarðeigendr færu að finna
uppá slíku? Nei, fjarri því. Það vita allir,
að það er vissasti vegrinn til að eyðileggja
og níða niðr hverja jörðu, þegar ábúandinn er
svo skepnufár, að hann getr eigi fengið næg-
an áburð til að rækta hana með, og það getr
því eigi verið ranglátt eða óþolandi kúgun
af jarðeiganda, þótt hann vilji hafa næga
tryggingu fyrir því, að leiguliðinn sktili eigi
níða niðr eignarjörð hans, heldr sitja hana
sem hann vill. Að vísu á leiguliði skepnur
sínar sjálfr, en honum getr aldrei borið réttr
lil að selja þær svo, að ábýli hans verði að
niðast niðr sökum skepnufæðar, eða selja
þær frekar en honum og landsdrottni hefir
komið saman um, að hann mætti gera.
Vildu nú landsdrottnar, umboðsmenn og
prestar, taka sig til, og ákveða í byggingar-
bréfum sínum, eins og áðr var greint, hvað
mikinn pening leiguliðinn skuli hafa fæstan