Víkverji - 14.08.1873, Blaðsíða 3
75
vel brúkað peninga vora sjálfir, og það mun
verða hægt fyrir félagið að fá eins háar pen-
ingaleigur hér á landi, eins og það sam-
kvæmt skýrslu sinni fær nú erlendis.
PRÓF í SJÓMANNAFRÆDI, II. Aðgæslu-
vert við próf það, er vér gátum í síðasta
blaði voru, er, að það eru innlendir þiiskipa-
eigendr, er hafa beiðst þess, að prófið yrði
haldið. Það voru sameigendr fiskiskipanna
Fannýar og Reykjavíkr, er kostuðu Markús til
náms þessa, af því að þá fýsti að reyna á
þenna hátt að fá sér skipsljóra á annað skipa
sinna. Þeir sáu, að það er miklu ódýrra
að hafa innlenda en útlenda skipstjórnar-
menn fyrir fiskiskipum hér við land, þar
sem verðr að borga útlendum skipsljórum
far hingað á hverju vori með póstskipinu,
og ið sama héðan á hverju hausti, og gefa
þeim þar að auki laun, meðan þeir eru á
leiðinni. Þar að auki geta úllendir fiskiskipa-
formenn eigi byrjað veiðina fyrr en í ofan-
verðum marsmánuði, en það er optast að
fresta of lengi veiðinni; þannig aflaði skipið
Fanný í vetr, fyrr en póstskipið kom, yfir 60
tunna lifrar.
Herra Eiríkr Briem hefir aldrei siglt og
að eins verið 3 ár í inum lærða skóla vor-
um, en þó hefir honum tekist að afla sér
fullkominnar þekkingar í sjómannafræðinni,
og vitum vér, að þá 2 fyrirliða á herskipinu
Fyllu, er prófuðu Markús, lieutenantana Nor-
mann og Wandel, furðaði, að maðr, er eigi
hefir notið neinnar tilsagnar í sjómannafræði,
skyldi geta leyst jafnvel af hendi að kenna
hana öðrum, enda heyrði sá, er ritar þelta,
lieutenant Wandel segja við cand. Eirik Briem:
xt’ér hafið sóma og ánægju af þessum læri-
sveini yðam.
Eins og kunnugt er, hefir herra Eiríkr
sótt um og fengið Þingeyraklaustrsbrauðið.
Vér þykjumst þó vita, að hugr hans hneig-
ist meir að reikningsiist og öðrum greinum
sjómannafræðinnar, en að prestverkum, og
vér höfum jafnvel heyrt, að hann hafi þá fyrst
sótt um brauð það, er vér nefndum, er al-
þingi hafði hrundið stjórnarfrumvarpinu um
sjómannaskóia. Vér efumst því eigi um, að
hann mundi fus á, að halda kenslu sinni
á sjómannafræði fram, ef hann gæti þar til
fengið styrk af sljórnarhendi, og eigi mundi
vanta lærisveina, ef hann gæti veitt kost á
sér. Vér höfum séð, að stjórnin hefir ný-
lega veitt manni, er hafði fágæta vísindalega
hæfilegleika, sérstaka þóknun til þess að fá
hann til að halda fram kenslu, er hann ætl-
aði að gefa frá sér, með því að sækja um
annað embætti, og oss sýnist hér vera mikil
hvöt fyrir stjórnina til þess, að reyna á sama
hátt að fá herra Eirík Briem til þess að
halda fram kenslu sinni, þar til er álykt verðr
á gjör um sjómannaskólann. Jafnfram því
leyfum vér oss að benda á, að í vetr mun
verða þörf á kennara í trúarfræði við latínu-
skólann, og að nú er varla kostr á hæfilegri
manni til kensiu þessarar, en herra Eiríki.
Loksins inegum vér eigi láta þess ógetið,
að vér getum þakkað kröptugri meðmælingu
landshöfðingjans, að foringjar á danska her-
skipinu unnust til þess að prófa lærisvein
herra Eiríks. Þó prófi þessn fylgi eigi in
sömu réttindi í öðrum löndum konungs vors
sem stýrimannsprófi, er tekið er í Danmörku,
liefir það þó alt aðra þýðingu en próf, er
kennari stofnar sjálfr án milligöngu yfirvalda
og án hluttöku prófdómanda, er ætla má al-
sendis óhlutdræga. Vér skulum því leyfa oss
einnig að mæla til þess, að séð verði um, að
slíkt próf verði framvegis haldið hér á landi
á hverju sumri, að minsta kosti hér í
Reykjavík. Oss er það ókunnugt, hvort kostr
er á hæfilegum kennurum í sjómannafræði
á Stykkishólmi, ísafirði og Akreyri, en ef
svo er, væri efalaust mikið á unnið fyrir oss
og góð von um allmiklar framfarir í sjó-
mennsku vorri, ef líkt próf, og það í
Reykjavík, yrði stofnað á hinum 3 höfuð —
verslunarstöðum landsins, en að þessu ættu
tilheyrismenn sjálfir, Norðlendingar og Vest-
firðingar, að gjöra gangskör, og rita lands-
höfðingjanum eðr stjórninni í Kaupmannna-
höfn bænarskrá hér um.
BrotFrakkagegn fiskiveiðalög-
um, II, Oss hefir verið ritað á þessa leið:
Svo sera margt aunaí) er fróílegt í V í k ver j a, svo