Víkverji

Tölublað

Víkverji - 28.08.1873, Blaðsíða 2

Víkverji - 28.08.1873, Blaðsíða 2
82 vissura «tagsta», eins og þá er forfeðr vorir urðu leigðir stórkaupmönnunum. Annars er inum heiðraða blaðabróður vorum guðvel- komið að fá borgun þá, er lögreglustjórinn í Árnessýslu og póstmeistarinn hafa greitt oss, því að hún er — minni en ekki neitt. Vér álítum það skyldu blaðamanna, að prenta slíkar auglýsingar alveg kauplaust. {>etta er alment viðrkent erlendis, og oss furðar á því, að svo reyndr og gamall blaðamaðr, og ritstjóri í>jóðólfs er, skuli geta farið öðru fram. ALf>INGI 1873. VII. 16. (Framhald). "Stjórnarskipunarmálið heflr, eins og eg gat um fyrri, verið aðalmálið á þessu þingi, og þingið heflr með miklum atkvæðafjölda samþykt frumvarp til stjórnarskrár, sem það hefir beðið hans hátign Konunginn að sam- þykkja. Eg tel það sjálfsagt, að það muni mest verða komið undir tillögum ins hátt- virta konungsfulltrúa, hvernig þessu frumvarpi reiðir af, og egerfullviss um, að hann muni sjálfr best vita og finna til þess, hversu á- riðandi það er fyrir landið, að þetta mál fái greið og góð úrslit». «Að þessu sinni sameina sig óskir allra þingmanna, að eg ætla, um það, að alþing fái löggjafarvald, fjárhagsráð og landstjórn með ábyrgð fvrir alþingi, og ávarp það, sem þingið hefir ályktað að senda konunginum, ber þess Ijósan vott, að þingið væntist, eins og öll þjóðin, að þetta dragist nú eigi lengr úr hömlu». «Vér höfum allir á þessu þingi, eins og áðr, unnið með góðri einingu saman viðinn háttvirta konungsfulltrúa. Sú stefna, sem þingið hefir tekið í meðferð frumvarpanna, hefir reyndar verið orsök í því, að hlutdeild konungsfulltrúa í meðferð málanna hefir ver- ið á þessu þingi nokkru minni en vant er, en hann hefir yfir höfuð að tala komið svo fram, bæði sem erindsreki konungs og sem hluttakandi í þingstörfum, að eg er viss um að bera fram samhuga hugsun vora, þegar eg þakka honum innilega af þingsins hálfu fyrir vinsemd þá, er hann hefir sýnt oss^öllum, og sér í lagi ber mér að þakka honum góðvild þá, sem hann hefir nú, sem fyrr, sýnt roér sem forseta þingsins, eins og þar fyrir ut- an». VEGA- OG BYGGINGARNEFNDIR VÍK- VERJA. Fiestum Reykvíkingum mun vera það fullkunnugt, hversu götur bæarins og vegirnir í kring um hann voru á sig komnir fyrir nokkrum árum. f>að er því sannarlegt gleðiefni fyrir oss Reykjavíkrbúa að sjá, hversu stórkostlega þessu hefir in siðustu árin mið- að, og svo að segja dags daglega miðar, á- fram, einkum er tekið er til greina, hve efnin til þessa eru lítil. Inn svo nefndi skóla- vörðuvegr, og frambald hans yfir Öskjuhlíð, er einhver inn skemtilegasti og besti vegr, og nú hefir in nýa bæarstjórn vor látið halda honum áfram austryfir holtið, talsvert norðar en inn forni vegr liggr. Jón Óiafsson frá Finnbogabæ stendr fyrir vegagjörðinni, og hefir tekið hana að sér, og sjánm vér eigi betr, en verkið sé sérlega vel af hendi leyst. Hlíðarbúsavegrinn, er lagðr var fyrir fáum árum, er og falleg vegabót, og ætti bæar- stjórn vor nú að leggja allan hug á að halda honum fram suðr undir Bráðræði, og er til þessa in brýnasta nauðsyn, þar sem um- ferðin hér er mjög svo mikil. Nýlega hefir bæarstjórnin og tekið fyrir að bæta veg þann, er liggr suðr að kirkjugarðinum, og var hér á in brýnasta nauðsyn, og sýnist nú svo, sem vegr þessi verði sérlega góðr; vérskulum leyfa oss að geta þess, að óskandi hefði verið, að bæar- stjórnin hefði séð svo um, að inn nýi vegr, er í vetr, er var, var lagðr suðr frá kirkjugarðs- hliðinu, hefði verið látinn vera svo breiðr, að 2 vagnar gætu mæst á honum, og er þetta al- gjör nauðsyn á góðum vegi, þar sem vagnar eru farnir að tíðkast. I stuttu máli að segja, viljum vér biðja ina virðulegu bæarstjórn, og einkum veganefndina, að gæta þess vel og vandlega, að þegar vegr er lagðr eðr að vegi er gjört, að þetta sé þá vandlega og tryggi- lega gjört, og eins hins, að þegar nýr vegr er lagðr og eitthvað siðar verðr að honum, t. d. eptir vetrinn, að þá sé sem allra fyrst gjört að hontim; vér viljum hér t. d. minna á, hvernig vatnsgangr í vetr, er var, talsvert

x

Víkverji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkverji
https://timarit.is/publication/99

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.