Víkverji - 03.09.1874, Blaðsíða 3

Víkverji - 03.09.1874, Blaðsíða 3
177 Jón Halldórsson, abstoðarprestr til föðr síns Halldórs prófasts Jónssonar aS Hofi í Yopnafirði. — FRÁ LANDEYUM 29. ÁGÚST 1874. Ein- læg austanátt, optast með rcgni og stunduni með stormi, er pað veðr, sem vér höfum haft að fagna síðustu vikurnar, og pað lítr pví mjög illa út með heyskap manna. I perrinum, sem kom rétt á eptir fingvallafundinum, tókst víðast hvar að hirða nokkurnveginn pað lítið af heyi, sem var á túnum, en peir kaplar af engjaheyi, sem síðan hafa komið í garð, hafa verið teljandi, og menn hafa orðið að láta sér lynda, að heyið ekki var á floti. Hve skemtilegt pað hafi verið að ganga að slætti í slíku veðri, parf eg ekki að lýsa fyrir neinum peim manni, sem hefir komið á mýrarnar hér. Nú var gras- brestr vegna vorkuldanna f meira lagi, bæði á tún- um og engjum. pað verðr pví með minsta móti sett á í haust, og skyldi nú sjórinn bregðast, eins og hann hefir gert hér og ( Vestmannaeyum sfðast- liðin ár, verðr hagr almennings hér með bágasta móti. pó vér hér fyrir austan séum taldir hæglátir og seinfærir, pykjumst vér hafa sýnt pess merki, að vér mintumst pjóðhátíðarinnar í sumar, og hugsuð- um um annað en bágindin. Eg vil fyrst telja hér pær góðu undirtektir, sem áskorun Víkverja fékk um að selja fram kauplaust hesta til konungsferðar- innar. Menn komu sér, undir forgöngu sira Skúla á iireiðabólstað, saman um, að allir bændr sem væru í skiptitíund, skyldu leggja fé fram til að útvega hestana, og voru par eptir fengnir hestar og kosnir fylgdarmenn, og goldin leiga fyrir hestana og kaup hverjum fylgdarmanni. par næst má telja sem merki til pjóðlífs hér, að pjóðhátíðarsamkoma mun hafa verið haldin í hverjum hrepp hér fyrir austan 2. ágúst mán. Hér í Landeyunum var pann dagínn fyrst messað á Krossi kl. hér um bil 11, og voru par samankomnir flestir bændr með heimilisfólki 8Ínu, úr Kross og Voðmúlastaðasóknum. par eptir fór sira Sveinbjörn sóknarprestr vor út í Útland- cyar og messaði kl. 2 í Sigluvík. Eptir meseu hér í Eystrilandeyum fór fólkið fram að Kirkjulandi. par var reist tjaldbúð mikil og var par stofnuð veisla. Hér um bil 120 manns voru í henni, og stóð hún með glaðværð og góðri skemtun fram undir sólarlag. Eins var stofnuð fjölmenn veisla í tjald- búð við Sigluvíkr-kirkju eptir aflokna messu par. Áhugi manna á brúargjörðunum á pjórsá og Ölfusá er ekki mikill hér, enda sækja flestir héðan verslunarvörur og skreið út í Vestmannaeyar, en pað sem mest gjörir að menn hafa hér lítinn hug á pessu máli, er að brúin yfir pjórsá verðr á mjög óhentugum stað fyrir alla Landeyamenn. Sandhóla- ferja liggr beinast við fyrir pá, eins og yfir höfuð að tala fyrir alla íbúa suðrhluta Rangárvallasýslu, en ið fyrirhugaða brúarstæði er rúma milu fyrir norð- an pann ferjustað. Margir ferðamenn hafa farið á pessu sumri fram og aptr um sýsluna. Inn danski vísindamaðr Dr. Rosenberg kom hér eptir pingvallafundinn og dvaldi nokkrar nætr á Breiðabólstað. Amtmaðrinn fór austr í Skaptafellssýslu í miðjum pessum mánuði. Á Mýrdalssandi mætti hann herra IVatts á aptr- leiðinni til Reykjavikr frá Vatnajökulsferð sinni. Herra Watts hefir hagað sér sem mest eptir siðum okkar á pessari ferð sinni, og reynir til að tala ís- lensku, gengr á íslenskum skóm o. s. frv. Ilann haf ði komist 24 enskar mílur, eðr rúma pingmanna- leið, norðr á Vatnajökul, og hafði Páll snikkari á Prcstsbakka bróðir sira Páls, kjarkmaðr mikill og duglegr ferðamaðr, fylgt honum. peir höfðu áleið- inni fundið margar gamiar eldgýgjar, en ekki pá er síðasti eldrinn var kominn úr, en herra Watts gisk- aði á, að par sem peir voru komnir, höfðu peir verið hér um bil 15 enskar mílur frá eldsuppkom- unnL pað sem peir komust lengst,, eptir miklar mannraunir, höfðu peir haft 10° frost og snjó upp í kné; vistir peirra prutu. Watts setti enskt flagg á hæstu nýpuna sem peir sáu. LÍTIÐ EITT UM FJÁRRÆKT (Eptir búfræðing S. Sveinsson) (Framh. frá bls. 174). Aðalhindranirnar fyrir að griparæktin ekki er endrbætt hér á landi eru tvær; önnur peirra er meðferð á gripunum, og par til heyrir lögun og bygging húsakynnanna, fóðrun grip- anna ogmeðferð ápeim. Hin aðalhindranin ernær- ingarleysið og vankunnáttan við valið af undaneld- isgripunum. pað vita allir, hvað skaðleg áhrif pað hefir á skepnurnar, að fóðra pær illa, eða að hafa pær i slæmum húsum við vonda hirðingu, og pað eitt er nóg til pess að aptra öllum framförum í fjárrækt- inni, hversu vel sem menn legðu sig eptir að bæta kynið að öðru leyti með pví að velja góöa gripi til undaneldis. Vér viljum hér ganga fram hjá pví, hvílíkan skaða menn gjöra sér með pví, að setjasvo mikið á sig af skepnum á vetrna, að peir annað- livort felli nokkuð af peim úr hor, eða komi peim fram hálfhoruðum; einnig sleppum vér pvi, hvílíkr ábyrgðarhluti og synd slíkt er; vér ímyndum oss einungis, að pó glæpr pessi, horfellirinn, að nokkru leyti refsi sér sjálfr, pá geti enginn vænst eptir pví, að pað einungis séu in einu laun (hegning) par fyrir. pað getr hver og einn skilið, að lömb undan hor- uðum ám verða ætíð kraptminni og lakari en und- an vel færum skepnum, og purfum vér ekki að færa dæmi eða rök að pví. Hvað valinu á undaneldisgripunum viðvíkr, er alt eins mikið undir pví komið, sem inu áðr talda, en hvað lítið erekki hirt um petta hjá almenningi. pað eru einungis einstakir menn. sem sýna nokkurn talsverðan vilja til pessa, og einnig að eins einstakir menn, sem hafa fullkomið vit á pví, að velja pau dýr, sem best eru löguð til undaneldis. pað er

x

Víkverji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkverji
https://timarit.is/publication/99

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.