Sæmundur Fróði - 01.09.1874, Blaðsíða 10

Sæmundur Fróði - 01.09.1874, Blaðsíða 10
138 an í óteljandi dæmi, er sanna hið gagnstæða. Jafnvel hinir fán efnaspekingar, sem hann nefnir til, eru af lærðum mönnum á- litnir trúarlausir, og svo sem lítið dæmi þessa, vil eg til færa dóma nokkura alþekktra lærðra manna um Darvina lærdóm- inn, og hljóðar annar þeirra svona: «Darvins lærdómurinn er eitthvert hið óhreinasta og þokufyllsta bull, er náttúruvís- indin hafa boðið oss á hinum síðustii tímum; hann líkist al- veg hestinum fyrir Trojuborg, er hafði á höfði sjer Minervu- mynd, en geymdi í búk sínum hina lymskufullu og svikat'ullu hermenn Ulyssis; hann er þessi svikafulla beita, sem þjófurinn snarar í varðhundana, til þess honum veiti liægra að stelast inn í húsið. Darvin lætur að vísu spurnirigarnar um sköpun- arverkin, nm mannsins uppruna og svo framvegis, liggja sem óleysta spuroingu fyrir utan sinn lærdóm, en þegar minnst varir lætur hann þó einhverja óþekkta apategund |en sem hann þó eigi veit hvar er eða nær hafi lifað) verða að manni; svona er allt látið sem á huldu, til að geta smeygt sjer inn, og þetta hafa jafnvel vinir Darvins sjálfir fundið». (Sjá Lecomte Dernier Mot Du Darvinisme, sem er rjett nýlega út komið). Skömmu eptir að Lecomte, sem er lærifaðir í náttúruvísindunum, hafði með Ijósum rökum og með dæmum, dregnum af steingjörvings- fræðinni, sýnt og sannað, að lærdómur Darvins hefur enga styttu í þessum vísindagreinum, ritaði annar lærður maður Chauvelot og gegn honum í sama anda, og síðan hala fylgt hver á eptir öðrnm, og á meðal þessara vinir Darvins sjálfs, svo sem Walla^e, ilfoart og fleiri, sem hjer yrði of langt upp að telja, enda er fjöldi læröra manna farinn að hasast upp á öllum þeiin smíðum, er lærdómur Darvins hefur gefið tilefni til. Fyrir 6 árurn, þegar menn á Þýzkalandi urðu varir við, að hin svo kallaða efnisspeki herra «Styrmis» var farin að út breiða guðleysi meðal almennings, og einkum námsmanna, lofaði höfuðnefndin fyrir hinni þýzku evangelísku kirkju verð- launurn fyrir hið bezta rit, er fengizt gæti móti slíkum anda. Margir urðu til að skrifa, en á meðal þeirra var prestur einn, Theodor ZoUmann að nafni, er vann verðlaunin, og þykir flest- um það að maklegleikum. 13ók þessi heitir «Einingin í bifliu- og náttúru-opinberuninni*. Bók þessari var í fyrra snúið á dönsku eptir hinni 2. útgáfu höfundarins. Hver sem les bók

x

Sæmundur Fróði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sæmundur Fróði
https://timarit.is/publication/103

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.