Íslendingur - 09.03.1875, Blaðsíða 8

Íslendingur - 09.03.1875, Blaðsíða 8
24 ina; mjer sýnist það meira en nóg, að hún fcjósi 6 þingmenn, eins og hún nú gjörir. J>að sýnist og eðiilegt, að þjóðin sjálf kjósi sem flesta fulltrúa sína, einkum nú, þegar þingið hefur fengið löggjafarvald og fjárfoi’- raeði. Að vísu virðist höfundinum hafa hvarfl- að til hugar, að ef þjóðin sjálf ætti að kjósa alþingismenn, kynni vera skárra að við hafa tvöfaldar kosningar, en einfaldar; en af þvi hann þá heftir álitið, að ómögulegt væri að koma þeim hjer við, sem og mun vera full- komlega rjett, hefur honum hugkvæmst ný kosningaraðferð, sem er sú, að menn í blöð- um stingi upp á þingmönnum, og að menn síðan skuli kjósa einhvern af þeim, en ekki aðra. En að þessari kosningaraðferð getur mjer ómögulega geðjast; mjer finnst hún gefa ofmikið vald blaðamönnunum, og þrengja um of að rjetti kjósenda; enda getur og höfundurinn ekki um annan kost, erafþessu ieiddi, en þann, að þeiri sem þannig yrðu kosnir, mættu þó «heita» þjóðlegir þing- menn, en hvað stoðar nafnið eitt, ef þetta ekki gefur neina tryggingu fyrir því, að þeir íraun og veru sjeu «þjóðlegir og nýtir» þingmenn? í’að sje ieg ekki. Ekki get jeg heldur fallist á þá skoðun höfundarins, að banna ætti mönnum að kjósa sóknarpresta sína, nje heldur á því, að svipta ætli sum bjeruð kosningarrjelli, svo sem Álptaneshrepp jeg sje enga ástæðu til slíks ójafnaðar, þá get jeg ekki liðið það, hvað höfundur- inn stundum gjörir lítið úr meirihluta þings- ins; þannig get jeg ekki skilið í því, að það sje satt upp á meirihlutann, að hann hafi að- hyllst varauppástungur sira þórarins í stjórn- arbótarmálinu af því að meiri hlutinn hafi búist við, að stjórninmundi eMi samþykkja þær; nei, jeg held að meirihlutinn hafi verið ærlegri i pólitik sinni en að þetta geli verið satt upp á hann. Ekki get jeg heldur verið höfundinum samdóma í því, að sú uppástunga sira þór- arins i sveitarstjórnarmálinu, sem stjórnin ekki fjellst á, en meiri hlutinn þó hafði sam- þykkt, hafi hlotið að vera óþörf og illa hugs- uð, fyrst stjórnin ekki fjellst á hana; slíkur skoðunarháttur, sem þetta, að álíta, að allt það sem sljórnin gjörir, sje í alla staði vís- dómsfullt og hið bezla, en allar þær tillögur alþingis þar á móti, er sljórnin ekki hefur fallist á, hljóti að hafa verið vitlausar og ó- þarfar, getur aldrei lýst frjálslyndum manni. I Annars hefur höfundurinn auðsjáanlega ekki 8 verið með sjálfum sjer, er hann skrifaði | þessa skammarritgjörð sína um sira Þórar- inn; því hann skrifar hana um hávetur, en minnir að það sje komið sumar (lestu vel Íendann á ritgjörðinni, þar sem höfundurinn er að spá fyrir sira þórarni, hvernig þing- mennirnir í sumar (\) muni fara með hann)». Maður nokkur, er var Lúterskrar trúar, | kom einhverju sinni til prests, er var ka- S þólskur. »Jeg ætla að verða kaþólskur«, sagði hann. •>Gáið þjer vel að hvað þjer gjörið, þjer getið ekki komist í skaut kirkju vorrar nema þjer hafið góðar og giidar á- stæður, lil þess að ganga af trú yðar». »Já þær hef jeg«, svaraði maðurinn, »jeg hef nefnilega orðið ósáttnr við bróður minn, og allir ættingjar nn'nir eru vondir við mig, þess vegna ætla jeg prestur góður, að gjöra þeim það til skammar að verða kaþólskur. — Heimspeldngur nokkur sagbi, ef að lestir þess bezta manns, sem til er í veröldinni, væru ritabir ! á enni hans, mundi hannfljótt byrgja ennib, og tta hattinum nebar. — Ef annab líf er til eptir þetta, sagbi vantrii- abur mabur nokkur vib prest sinn, hvab kemur þá til ab mabur hefur þáenga vissa þekkingu um þab? prestur svarabi: því hafbir þú enga þekkingu um þennan heim, ábur en þú komst í hann. AULÝSING. — Seint í næstl. mánuði fanst á Strand- götunni hjer í bænum, nýsilfurbúinn tóbaks- baukur, og má rjettur eigandi vilja hans til ritsljóra þessa blaðs, um leið og hann borg- ar fundarlaun og þessa auglýsingu. (£/|r’ Næsta blað af «Islendingi» kemur út að öllu forfallalausu 2 — 3 dögnm áður en póst- skip fer hjeðan frá Reykjavík. Eigandi og Abyrgðarm.: Páll Eyúlfsson. Prentabur í prentsmibju íslands. E. pórbarson.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.