Íslendingur - 21.08.1875, Blaðsíða 8

Íslendingur - 21.08.1875, Blaðsíða 8
83 til þess. Sjerhher sá verður álitinn útflutningastjóri, sem .... tekst á hendur að annast um flutning útfara í aðrar heims á 1 f u r“. —• Jegmáþví eptir pessum lögum ekki selja mönn- um fararbrjef í aðra heimsálfu nema með leyfl. En jeg ætla að leyfa mjer að selja hverjum, sem vill, fararbrjef til Skotlands án nokkurs leyfis. par geta svo útfararnir sjálfir keypt sjer farar- brjef til Ameríku hjá einhverju útflutningsfjelagi. Já, pó jeg kæmi moð mörg skip og hlaðfermdi pauaf fólki til Skotlands, pá getur enginn meinaö mjer pað, pótt jeg sje ábyrgðar- og leyfislaus! Vel er nú að verið, bræður! Margt hefirlagasmíðiömistekizt; ensvonahrap- arlegt axarskapt í löggjöf hefi jeg aldrei sjeð. Eba sýnist góðfúsum lesara orðin mikil heil brú eptir í lögum pessum, eins og jeg er búinn aö tæta pau í sundur í athugasemdum mínum hjer að framan? Eitt má læra af aðferð pingsins í máli pessu, og pað er pað, að svona á ekki að fara að pví að búa til lög. Kannske pað sjái einhver nú á eptir, hvorir voru vitrari, nefndin ogpeir, sem henni fylgdu, eða meiri hluti pingsins í máli pessu. Dæmi nú hver, sem vill og getur! Hjer eru málsgögnin! (ABSENT). „SvO EEU HYGGINDI, SEM í HAG KOMá“. Vjer höfum nú fengið löggjafar-ping, og ekki var svo lítiö um að vera með að fá pað, að ætla mætti að vjer kynnum að brúka pað, úr pví pað nú loks er fengiö. pað væri ætlandi, segi jeg, að lög- gjafar vorir skildu nú stöðu sína, og aö peir af peim, sem áður liafa setiö á ráðgjafar-pingi, kunni nú að gjöra mun á pví, hversu staða peirra á hinu nýja löggjafarpingi voru er breytt frá pví sem áður var, og ólík stöðu peirra sem ráðgefandi pingmanna. Munurinn er mikill og stór. Ráðgefandi ping hefur lágan rjett og lítinn. pað hafbi pann rjett að gefa ráð, en engan laga-rjett á pví að ráðum pess væri fylgt. það hafði rjett til að bibja, en ekki til að álykta með bindandi lagakrapti. RáÖ- gjafar-pingið stóð undir konungi, eður rjettara sagt stjórn hans, og gat konungurinn gjört hvað, sem honum gott pótti, án pess vilja og sampykkis. Löggjafar-pingið stendur jafnhliða konunginum í öllu, er löggjöf snertir, en hvorki undir nje yfir honum. Meira að segja: pingið er sá einasti lög- gjafi, er vjer eigum (í peim málum, er undir verk- hring pess heyra); pingiö að eins, og pingið eitt getur gjört lög; konungurinn geturpað ekki. pað er pingsins aðgjöra(o: sampykkja) lög, enkonungs- ins að staðfesta. Af pessu leiðir, að allt pað, sem löggjafarpingiö má taka til meðferðar, verður að vera borið upp annaðhvort í frumvarps-formi (sem frumvarp til laga) eða í ályktunarformi (sem pingsályktun) eða sem fyrirspum. Af pessu prennu er að eins hið fyrsta bindandi sem lög, ef pað nær sampykki pings og staðfesting konungs. Álj'ktanir og fyrirspurnir par á móti hafa aðra pýðingu, og fá aldrci laga- krapt, enda er peim aldrei skotið til konungs sam- pykktar, og eru pví verk pingsins eins, par sem lögin verða að vera verk pings og konungs í sam- einingu. — Konungurinn getur ekkert annað gjört við lagafrumvörp, er pingið hefur sampykkt, cn annaðhvort ritaö nafn sitt undir pau og par með staðfest pau,eðapú látiö nafn sitt óritað undir pau ogpar með synjað peim staöfesting- ar. En breytt einuorði, tekið úr orð eða bætt pví við, pað getur konungurinn ekki. pab liggur pví í augum uppi, að bænarskrár eru form, sem gjörir pað ómögulegt að rjettum lögum að takamál pað fyrir til meðferðar á pingi, sem í pví formi er upp boriö. pingið hefur einskis að beiðast af konunginum, jafnlítt eins og konungur getur beiðzt neins af pinginu. Konungur leggur frumvarp fyrir ping, ef honum sýnist svo, en bænarskrá tilpings- ins sendir hann ekki; ef hann gerbi pað, auðvirti hann sjálfan sig og setti sig lægra en pingið. Á sama hátt getur pingið eigi sent bænarskrá til konungs, pví par með yrði pað. að lítillækka sig sjálft, og setja sig skör lægra en konunginn, par sem pað pó einmitt er honum jafnhliba. -— paö hlýtur nú að liggja í augum uppi, að pað er pinginu áríðandi, að halda fast á virðingu sinni og sleppa engu valdi í annara hendur, ekki einu sinni kon- ungsins, sem að rjettum lögum heyrir pví sjálfu til. pað verður pví að undra hvern mann stórlega, að nebri deild pingsins hefur í fleira en eitt skipti tekið til meðferðar uppástungur um, að senda kon- ungi b æ n a r s k r á. pað mun vera hinn díplomatiski 1. pingmaður Gullbringu- og Kjósarsýslu, er hefur komið pessari flugu í mmm pingsins. Reyndarhef- ur pab tekizt tilpessa, að bana pessum óektabörn- um hans; en pað hefur legiö hart við, ab pað tækist á stundum. pannig var t. a. m. í fjárkláöamálinu, er nokkrir pingmenn gengu út, svo eigi varð ping- fært til að sampykkja axarskaptið. pað var pví eigi að eins að efnínu einu til, sem pessir pingmenn björguðu málinu, keldur og að forminu — peir björguðu pingdeildinni frá pví að gjöra pingsafglöp. petta ætti alpýða vel að athuga, pví pað er aldrei eins áríðandi eins og einmitt nú í byrjun- inni, að pingið haldi sem fastast á öllu pví, er undir verkhring pess heyrir, en foröist að gjöra nokkuð pað, er veikja má afl pess eður pýðingu fram- vegis. Löggjafarping vort má sannarlega vara sigá pví, að fara ekki að gjöra sig að ráðgjafarpingi. Hver á að halda uppi heiðri pess og veg, efpað gjörir pað ekki sjálft? Tilhvers voru peir mennað biðja um meira vald fyrir pingið, sem kasta pví úr höndum sjer og kunna eigi að nota pað, pá er pað er fengið,? pað er gott aövera diplomatiskur, en „svo eru pó hyggindi, sem í hag koma!“ H. í H. Eptir beiðni hr. Jóns Ólafssonar skal jeg geta pess, að hann á engan sem helzt pátt í vísunum í síðasta blaöi „ísl.“, eins og sumir hafa ætlað. Ábm. mm^mmmmmmmmmmmmmmm^mmmmmmmm^mmmmmmmmmmmmmmmm^mmmmmmmm Eigandi og- Ábyrgðarm.: Páll Eyúlfsson. Prentaður í prentsmiðju íslands. E. pórðarson.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.