Fréttablaðið - 04.05.2001, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 04.05.2001, Blaðsíða 18
HVERJU MÆLIR ÞÚ MEÐ? Sigurður Kári Kristjánsson formaður SUS Ég mæli með söngleíknum Syngjandi í rign- ingunni. Þar fara vinir mínir Rúnar Freyr, Selma og Stefán Karl með aðalhlutverkin og standa sig frábærlega. Kór Fríkirkjunnar í Reykjavík: Flytja óratorí- una Messías eftir Handel tónleikar Kór Fríkirkjunnar í Reykjavík ásamt kammersveit og einsöngvurum, flytur um helgina óratoríuna Messías eftir Georg Friedrich Handel, í Fríkirkjunni í Reykjavík. Þetta sívinsæla verk hef- ur verið flutt oft hér á landi, en verk- ið var frumflutt í Fríkirkjunni í Reykjavík í desember árið 1940. Ein- söngvarar eru þau Elma Atladóttir, Hrafnhildur Björnsdóttir, Guðrún Edda Gunnarsdóttir, Eyjólfur Eyj- ólfsson, Magnús Ragnarsson og Ólaf- ur Kjartan Sigurðarson, en sá síðast- nefndi hefur tekið þátt í á annan tug uppfærslna á þessu verki. Konsert- meistari er Gerður Gunnarsdóttir og stjórnandi er Kári Þormar. Tónleik- arnir eru 5. og 6. maí og hefjast kl. 17 báða dagana. Miðaverð er 1.500 kr. ■ Hafnarhús: Norskir teikn- arar sýna sýninc Opnuð verður sýning á morgun kl. 16 á verkum norskra teiknara í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi. Sýningin er samstarfs- sýning við Félag norskra teiknara þar sem íslenskur sýningarstjóri, Ragnheiður Jónsdóttir, velur verk norskra teiknara sem sýna á íslandi og norskur sýningarstjóri, Patrick Huse, velur verk ísienskra teiknara til sýnis í sýningarsal teiknara í Osló. Sýningunni er ætlað að varpa ljósi á stöðu teiknara í dag en þeir sem verk eiga á sýningunni í Hafnarhús- inu eru Norðmennirnir Milda Gra- ham (1939), Kalle Grude (1946) pg Sverre Wilhelm Malling (1977). ís- lensku listamennirnir sem sýna í Osló eru Birgir Andrésson, Hreinn Friðfinnsson, Kristján Guómundsson og Ragnheiður Jónsdóttir en sýning þeirra verður opnuð 19. maí. Báðar standa sýningarnar til 17. júní. ■ Langholtskirkja: Harmoniku- tónleikar tónleikar Fjölþjóðlegir harmoniku- tónleikar fara fram í Langholtskirkju á morgun og hefjast þeir kl. 16. Tón- leikarnir bera yfirskriftina Stjörnu- tónleikar á nýrri öld og vísar það til að þeir tónlistarmenn sem spila á tón- leiíumum er fólk sem hefur sýnt framúrskarandi færni í harmoniku- leik. Þeir sem koma fram eru Alex- ander Satsenko, 16 ára gamall Rússi og jafnframt Evrópumeistari í harm- onikuleik frá árinu 2000, Magnus Jonsson, 21 árs gamall Svíi er sýnt hefur afburðarspilamennsku frá barnsaldri, Oleg Sharov frá Rúss- landi en hann er talinn einn af bestu harmonikuleikurum heims, Seppo Lankinen frá Finnlandi og Lars Ek frá Svíþjóð. Miðaverð er 1.500 kr. og er miðasala vió innganginn. ■ 18 FRÉTTABLAÐIÐ 4. maí 2001 FÖSTUDACUR DANIELA ARCURI OG ARMANDO ORZUZA Tangóhátíðir eru haldnar reglulega í öllum stórborgum Evrópu. Þar hittast tangódansarar frá öllum heimshornum til að læra tangó og skemmta sér. Heimsfrægir argentínskir kennarar: Tangóhátíð í fyrsta sinn á Islandi pans Tangóhátíð verður haldin í fyrs- ta sinn á íslandi á tímabilinu 5.-13. maí. Á henni munu heimsfrægir kennarar frá Buenos Aires kenna byrjendum jafnt sem lengra komn- um tangódans en hátíðin endar með dansleik á Hótel Borg þar sem boðið verður upp á tangósýningu og lifandi tónlist. Daniela Arcuri og Armando Orzuza koma hingað til lands til þess að kenna og sýna tangó á hátíðinni. Þau eru eitthvert þekktasta tangó- danspar í heiminum um þessar mundir. Meðal verkefna sem þau hafa tekið þátt í er metsölusýningin Tango Passion á Broadway í New York. Þau sömdu einnig og dönsuðu fyrir kvikmyndina Evitu. Dansinn hefur verið í mikilli sókn á íslandi. Fyrir um það bil ári var stofnað tangófélag. Því má segja að nú hafi í fyrsta sinn skapast skilyrði fyrir stórri tangóhátíð á íslandi. Tangóhá- tíðin er samstarfsverkefni Kram- hússins, Tangófélagsins og Hótels Borgar. Þeim sem hafa áhuga á að taka þátt i hátíðinni eða fá nánari upplýsingar er bent á að fara inn á heimasíðu Tangófélagsins: www.tango.is. ■ FÖSTUDACURINN 4. MAÍ FUNPUR_______________________________ 12.00 Dr. Anna Metteri, dósent í félags- ráðgjöf við háskólann í Tempere í Finnlandi heldur fyrirlestur í dag í stofu 101 Odda, sem ber heitið: Velferð, völd og félagsráðgjöf. Fyr- irlestur dr. Metteri sem er fluttur á ensku. Kennarar, starfsþjálfunar- kennnarar og aðrir sem hafa áhuga á hlutverki félagsráðgjafar, velferðarþjónustu og stöðu skjól- stæðinga eru sérstaklega vel- komnir. LEIKLIST_____________________________ 20.00 Píkusögur eftir Eve Ensler eru sýndar í kvöld í Borgarleikhús- inu. Leikarar eru Halldóra Geir- harðsdóttir, Sóley Elíasdóttir og Jóhanna Vigdís Arnardóttir. 20.00 I Þjóðleikhúsinu er sýning á Syngjandi í rigningunni eftir Comden, Green, Brown og Fred. Á sýningunni er dansað, steppað og sungið af hjartans lyst. Við erum stödd í Hollywood þegar fyrsta talmyndin lítur dagsins Ijós. Þöglu myndirnar hverfa á auga- bragði og gömlu stjörnurnar fá skyndilega málið. 20.00 Nemendaleikhúsið og Hafnar- fjarðarleikhúsið sýna í kvöld Platanof eftir Tsjekhov. Míðinn kostar 700 kr. 20.00 Sniglaveíslaneftir Ólaf Jó- hannverður sýnd í Loftkastalan- um í kvöld. Gunnar Eyjólfsson, Sigurþór Alberg Heímisson, Sunna Borg og Hrefna Hall- grimsdóttirfara með helstu hlut- verk og leikstjóri er Sigurður Sig- urjónsson. 20.00 Borgarleikhúsinu verður sýning á Skáldanótt eftir Hallgrím Helgason. Verkið fékk Menning- arverðlaun DV 2001. TÓNLIST_______________________________ Á Kaffi Reykjavík i kvöld leikur stuð- hljómsveitín Papar. Diskórokktekarinn og plötusnúðurinn Skugga-Baldur leikur á Kristján X., Hellu, í kvöld. Skuggi spilaði síðast á Hellu 9. mars sl. og troðfyllti kofann. Að- gangseyrir er 500 kr. eftir miðnætti. Ólafur Páll Gunnarsson, útvarspmaður á Rás 2, ætlar að sjá um að fólk skemmti sér með því að spila skemmti- lega tónlist í kvöld og annað kvöld á Café 22. Frítt inn til kl. 3. Hljómsveitin Spútnik, með Eurovision söngvarann Kristján Gíslason í broddi Stuttmyndadagar Reykja- víkur haldnir síðar í maí: Orðnir alþjóðleg kvikmynda- hátíð kvikmynpir Um helgina rennur út frest- ur til þess að senda stuttmynd til þátt- töku á Stuttmyndadögum í Reykjavík sem haldnir verða í tíunda skiptið nú síðar í þessum mánuði. Segja má að há- tíðin hafi slitið barnsskónum, því hún verður mun stærri í sniðum að þessu sinni en verið hefur og er komin í sam- starf við erlendar kvikmyndahátíðir. Fjöldi erlendra stuttmynda verður sýndur á hátíðinni auk þess sem valin- kunnir erlendir gestir hafa verið fengnir til að koma og halda fyrir- lestra. Sýndar verða tvær stuttmyndir sem unnu til verðlauna á síðustu Ósk- arshátíð í Bandaríkjunum, ásamt fjórum öðrum myndum sem voru til- nefndar til Óskarsverðlauna. Stefnt er að því að sýna um það bil 100 stuttmyndir í tveimur sölum í Há- skólabíói, þar af verður helmingurinn íslenskar myndir en hinn helmingur- inn erlendar. „Standardinn er að hækka hjá okk- ur,“ segir Jóhann Sigmarsson og er býsna kotroskinn. Það var hann sem upphaflega stofnaði til Stuttmynda- daganna, en þeir hafa nú skipaö sér í flokk helstu menningarviðburða lar.ds- ins. Hann er nú á leiðinni til Canaes þar sem hann ætlar að kynna hátíðina fyrir stjórnendum helstu kvikmynda- hátíða heims. Þátttaka á Stuttmyndadögum hefur ávallt verið mjög góð og hafa nærri 500 stuttmyndir alls verið sýndar á þeim. „Hér eru framleiddar 75 stutt- myndir á ári, og nú er kominn sérstak- ur sjóður frá kvikmyndasjóði fyrir stuttmyndir. Það hafa sprottið upp úr þessu menn sem eru að gera kvik- myndir í dag. Þessi hátíð virðist búa til kvikmyndagerðarfólk og hvetja fólk áfram og það er mjög fallegt," segir Jóhann Sigmarsson. Peningaverðlaun verða veitt fyrir fyrsta, annað og þriðja sætið, og er það Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgar- stjóri sem veitir þau. Auk þess verða í fyrsta skipti veitt tvenn verðlaun frá Kvikmyndasjóði, bæði fyrir innlenda og erlenda mynd. fylkíngar, ætlar að trylla lýðinn á Gaukn- um í kvöld. Auk Kristjáns skipa sveit- ina þeir Ingólfur Sigurðsson á trommur, Bjarni Halidór Kristjánsson á gítar, Kristinn Gallagher á bassa og Kristinn Einarsson á hljómborð. MYNPHST___________________________ Hrafnkell Sigurðsson hefur opnar sýn- ingu á verkum sínum í galleríi i8, Klapparstíg. Sýnd verða nýjustu verk Hrafnkels af tjöldum í íslensku vetrar- umhverfi. Sýningin er opin þriðjudaga til laugardaga kl. 13-17 og stendur til 16. júní. Jón Gunnarsson, listmálari, hefur opn- að sýningu á olíu- og vatnslitamyndum í Hafnarborg í Hafnarfirði. Jón er þekktur fyrir sjávarmyndir sínar þar sem hann sýnir störf við fiskveiðar og - vinnslu. Á undanförnum árum hefur Jón í auknum mæli sótt efnivið sinn í íslenskt landslag, ekki síst í uppland Hafnarfjarðar. Sýning- in er opin milli kl. 11 og 17 alla daga nema þriðjudaga og lýkur 14. maí nk. I Stöðlakoti við Bókhlöðustíg hefur Kristjáu Jónsson opnað sína 6. einka- sýningu. Öll verkin á sýningunni eru unnin á þessu ári og sérstaklega með rými Stöðlakots í huga. Sýningin er opin alla virka daga nema mánudaga kl. 14- 18 og lýkur 13. maí. Gunella sýnir olíumálverk i Gallerí Fold, Rauðarárstíg. Sýningin nefnist Kellur og er efniviðurinn íslenska bóndakonan úti í náttúrunni við leik og störf. Trúin á álfa og huldufólk kemur þar líka við sögu. Sýningin stendur til 6. maí. Jean Posocco sýnir í Sverrissal, Hafnar- borg. Yfirskrift sýningarinnar er Stemm- ing eða „Ambiance". Á sýningunni eru vatnslitamyndir, flestar unnar á þessu ári. Posocco stundaði nám í Myndlista- og handíðaskóla l’slands 1985-1989 og Álafosskórinn: Syngur ein- göngu ís- lenska tónlist tónleikar Álafosskórinn í Mosfellsbæ heldur árlega vortónleika sína í Ár- bæjarkirkju á morgun kl. 17 og í Varmárskóla 9. maí kl. 20. Á efnis- skrá tónleikanna er eingöngu íslensk tónlist, gömul og ný, valin með tilliti til þess að verið er að undirbúa Kana- daferð næsta sumar, til Alberta og Manitoba. Kórinn hefur verið beðinn að taka þátt í íslendingadeginum í Winnipeg þann 6. ágúst. Á efnisskrá kórsins eru nokkur verk sem samin hafa verið eða útsett sérstaklega fyr- ir ferðina til Kanada. ■ ÁLAFOSSKÓRINN Söngstjóri er Helgi R. Einarsson en hann hefur stjórnað kórnum síðastliðin 12 ár. Helgi hefur samið mörg falleg lög og útsett önnur sem kórinn hefur sungið.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.