Fréttablaðið - 08.05.2001, Síða 10

Fréttablaðið - 08.05.2001, Síða 10
10 FRÉTTABLAÐIÐ 8. maí 2001 ÞRIÐJUDACUR Kj-ónan á svipuðu róli: Hörðuvellir í Hafnarfirði: Rússland: Dollar í 100,9 kr. gengishiAl. Krónan rétti örlítið úr kútnum í viðskiptum dagsins á milli- bankamarkaði. Gengisvísitalan end- aði í lok dags í 139,50 stigum miðað við 140 stig fýrir helgi en það er styrking um 0,36%. Heldur dró úr veltu á markaðnum miðað við í lið- inni viku og nam salan í gær um 5,2 milljörðum króna. Verð dollars lækk- aði lítilsháttar en lokaverð hans var 100,90 krónur. ■ Þórir Einarsson: Alltaf sömu deilumálin siómannadeilan „Þetta veldur okkur vonbrigðum," sagði Þórir Einarsson ríkissáttasemjari þegar hann var spurður hvaða áhrif langvinnar deilur út- vegsmanna og sjó- manna hafa haft á hann og annað starfs- fólk embættisins. aldrei Þórir kom fyrst þreyttur að deilu sjómanna og Árangursleysið i útvegsmanna árið deilu sjómanna 1995, En eru deilendur og útvegsmanna enn a5 taia um snmu ágreiningsmál nú og þeir voru að gera fyrir sex árum? „Já, já. Ég þekki þetta allt saman. Það má segja að þessi mál sé gamlir kunningjar, en ekki vinir.“ Þórir var spurður hvort einhver önnur vinnudeila sé sambærileg ára- langri deilu sjómanna og útvegsmanna. „Nei, nei. Það er alveg ljóst. Þetta hefur sérstöðu." Það sem af er deilunni er búið að funda yfir sextíu sinnum og Þórir taldi að samtals skipti þeir fundir sem hann hefur átt með þessum deilendum hund- ruðum. „Nei, nei. Við erum aldrei þreytt. Það eru aðrar deilur líka í gangi, þetta er okkar vinna,“ sagði Þórir Ein- arsson. ■ um, segir ríkis- sáttasemjari Gallup-könnun: Rúmur milljarð- ur í nýja skóla framkvæmdir. Frestur til að skila inn forvalsgögnum vegna forvals Lækj- arskóla og leikskólans á Hörðuvöll- um rann út 23. apríl og óskuðu fjórir aðilar eftir að gera tilboð í verkin. Sigurður Einarsson, formaður skipu- lagsnefndar Hafnarfjarðar, sagði að um væri að ræða framkvæmdir upp á rúman milljarð króna miðað við að fermetrinn kostaði 160.000 krónur. Sigurður sagði að ráðgert væri að hefja starfsemi í leikskólanum, sem yrði um 650 fermetrar, á fyrri hluta næsta árs og að grunnskólinn, sem yrði um 6.000 fermetrar, yrði tekinn í notkun að hluta haustið 2002, en að hann ætti að verða fullbúinn haustið 2003. Þau fyrirtæki sem fá að gera til- boð í verkin eru Nýsir hf. og ístak hf., ÍAV hf. og Iss íslandi ehf., FM Hús ehf. og Fjarðarmót ehf. og HMT Höjgaard og Schultz a/s og Höjgaard og Schultz Islandi ehf. ■ Pútín hylltur moskva. ap. Þúsundir rússneskra há- skólanema komu saman í gær í Moskvu til að hylla Vladimír Pútín, forseta Rússlands, í tilefni ársafmæl- is hans í embætti. Skipuleggjendur hátíðahaldanna sögðu að um 10.000 ungir stuðningsmenns forsetans hefðu safnast saman. Hátíðahöldin þóttu minna á samkomur ungliða á tímum Sovétríkjanna þegar fólk kom saman til að hylla leiðtoga kommún- ista. „Pútín hefur stigið fram á sjónar- sviðið sem sameiningarleiðtogi. Við Á RAUÐA TORCINU Aðdáendur Pútins klæddust stuttermabol- um með mynd af honum erum honum ævinlega þakklát fyrir það,“ sagði leiðtogi ungra stuðnings- manna Pútíns, Vasily Yakemenko. ■ /r Obreytt fylgi flokka stjórnmál. Samkvæmt nýjustu könn- un Gallups fyrir RÚV hefur orðið lít- il brevting á fylgi stjórnmálaflokk- anna.I könnun Gallups mælist Sjálf- stæðisflokkurinn með 41% fylgi, Vinstri-grænir með 22%, Samfylk- ingin með 20%, Framsóknarflokkur- inn með 14% og Frjálslyndir 2%. Óá- kveðnir voru 18%. Eina breytingin frá síðustu könnun er sú að Samfylk- ingin bætir við sig einu prósentustigi á kostnað Sjálfstæðisflokksins. í könnuninni kemur einnig fram að stuðningur við ríkisstjórnina sé stöð- ugur og mælist hann nú 58%. Könnunin var gerð dagana 28.mars til 25.apríl. Rösklega 2.000 manns voru í úrtaki. Svarhlutfall var 70%. ■ Er þokkalega bjartsýnn Jónas Kristinsson er 34 ára sjómaður. Hann vonast til þess að sjómannaverkfallið leysist á allra næstu dögum. Bættar slysastryggingar sjómanna eru honum mjög hugleiknar. sjómannaverkfall „Slysatryggingar- málin eru númer eitt, tvö og þrjú“ segir Jónas Kristinsson, háseti á Örf- irsey. Jónas hefur eins og aðrir sjó- —4— menn verið í verk- falli síðan 1. apríl ef frá eru taldir dagarnir níu þegar lög voru sett á verkfallið. Hann segir slysatrygg- ingar sjómanna vera afar lélegar og til mikils að Því er ekki að neita að það er kominn hiti í þetta og virðist vera erfitt fyrir samningsaðila að ná saman vinna að fá úr þeim bætt. „Það er mikil slysahætta í þessu starfi og eins og málin standa núna þurfum við að sækja allt okkar til dómstólanna ef við viljum fá bætur. Þeir sem lenda í slysi þurfa því oft að bíða í mikilli óvissu sem er mjög slæmt." Jónas vonast til þess að verkfallið leysist hið snarasta. „Ég er þokkalega bjartsýnn en því er ekki að neita að það er kominn hiti í þetta og virðist vera erfitt fyrir samningsaðila að ná saman." Til að heyra fréttir af fram- gangi mála mætir Jónas, líkt og fleiri sjómenn, öðru hvoru í húsnæði sjó- mannafélagsins og fær sér kaffi með félögunum. „Annars hefur þetta verið mjög rólegur tími. Ég er mikið heima og hugsa um heimilið," segir Jónas, sem er 34 ára gamall fjölskyldumað- ur, á konu og eitt barn. Hann segir fjármál heimilisins sleppa fyrir horn, enda konan hans útivinnandi. Jónas hefur verið á sjó í tólf ár, allan tíman á frystitogara. Það er hans mat að ekki sé hægt að fækka á frystitogurunum eins og sakir standi, en mönnunarmál hafa verið eitt af ásteytingarsteinum sjómannadeil- unnar. „Það er auðvitað ómögulegt að segja til um hver þróunin verður í framtíðinni. Svo má einnig benda á að það hefur verið fækkað í áhöfnum sumra skipa nú þegar, það er t.d. gert þegar bátar færa sig yfir í rækju.“ Jónas segist ekki hafa búist við því að deilan drægist svo mikið á langinn. „Þetta skýrist vonandi næstu daga, það er fundur á eftir [í gær]. Vonandi berast einhverjar góð- ar fréttir að honum loknum." sigridur@frettabladid.is GLÝSINGUNA Ð 10% AFSLATT JTUR GILDIR TIL 15 MAÍ ■ ' " • ■ ^ . nm

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.