Fréttablaðið - 21.05.2001, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 21.05.2001, Blaðsíða 12
12 FRÉTTABLAÐIÐ 21. maí 2001 MÁNUDACUR T ■» PRIÐJA KYNSLÓÐ GRÁSLEPPUKARLA Björn Guðjónsson hefur gert út frá vörinni við Ægisíðu í mannsaldur, en smábátaútgerð úr Skerjafirði er að hverfa. Afkoma trillukalla háð stór- útgerðinni Útgerð frá Ægisíðu Bátar mínir róa ekki dag Blóðugt að ríkisvaldið skuli ekki hugsa um landsbyggðina. Margir smábátasjómenn munu þurfa að draga verulega saman seglin eða hætta í útgerð. Mörg hundruð störf munu tapast. REYKiflvlK. Smábátaútgerð á undir högg að sækja og beinast sjónir manna að litlum plássum úti á landi í því sam- bandi. Ekki þarf þó að fara langt aftur til að finna blómlega smábátaútgerð við Skerjafjörðinn. Fyrstu vorboðar Reykjavíkur voru þá grásleppukarl- arnir sem buðu nýjan rauðmaga snemma vors. Björn Guðjónsson hefur gert út frá Ægisíðunni frá því að hann var barn að aldri, en hann er nú kominn undir áttrætt. Björn tók við af föður sínum sem tók við af sínum föður. Saga fjöl- skyldunnar í útgerð frá Skerjafirði nær langt aftur til þarsíðustu aldar. „Þegar losnaði skarð þá var annar bát- ur kominn í staðinn," segir Björn um þá tíma þegar útgerð var í mestum blóma við Ægisíðu. Hann segir stutt á góð mið og róið alltaf þegar gaf. „Það voru allir aldir upp á soðningu í þá daga. Þá voru líka allir frjálsir, en nú þurfa allir leyfi og að borga fyrir það. Þetta er svo vitlaust að ef maður hefði haldið þessu fram við karlana hér í gamla daga, þá hefði maður verið tal- inn snarvitlaus og lokaður inni.“ Nú er öldin önnur og Björn er einn í vörinni og hefur ekki enn lagt net.“ Verðið á hrognunum er lágt og svo eru einhver rólegheit í manni.“ Björn réri þó í fyrra og segir a.m.k einn bát hafa róið á grásleppu frá Kópavogi í vor. Hann hefur þó fráleitt lagt árar í bát, réri í fyrra og stefnir að því að róa seinna í vor. En ekki er líklegt að næsta kynslóð taki við og smábátaút- gerð leggist af við Skerjafjörð. Með þeim endalokum er settur punktur við merkan kafla í atvinnusögu Reykvík- inga. ■ Kæliskápar Ofnar/helluborð iiiiiiiaiim Kamínur Straujám Saumavélar Aðeins ef varan kemur að réttum notum og endist vel, er hún peninganna virði. Hjá okkur er varan á góðu, samkeppnishæfu verði. Að auki getur þú ávallt gengið að góðri varahluta- og viðgerðarþjónustu. Þannig viljum við hafa okkar viðskipti. P A, I Tfel ,|gíTR.á« 3 C cHeimilistœkjaverslun Grmásvegur 13 - Reykjavík - Sími533 2222 - pfaff@pfaff.is - www.pfaff.is SMflBÁTAúTGERÐ. Ný lög sem kveða á um kvótasetningu ýsu, ufsa og steinbíts fyrir krókabáta eru ólög að sögn Hann væri t.d. Helga Berg- búinn að veiða þórssonar, smá- um 80 tonn af bátasjómanns frá steinbít það Akureyri, sem ger- sem af væri ir út frá Tálkna- þessu fiskveiði- firði. Hann sagði að ári en að á stórútgerðin hefði næsta fiskveiði- mikilla hagsmuna ári mætti hann að gæta í þessu aðeins veiða 6 máli og sorglegt að tonn. hún hefði haft það í gegn að þessi lög —• gengju eftir. Með lögunum væri afkoma smábátasjó- manna orðin verulega háð stórút- gerðinni. „Menn eru felmtri slegnir yfir þessu," sagði Helgi. „Það sér náttúr- lega hver maður að þetta gengur ekki, byggðirnar úti á landi hafa lifað á smábátaútgerðinni síðustu ár og mörg hundruð manns starfað við hana. Það sem manni finnst blóðug- ast við þetta er að ríkisvaldið skuli ekki sjá sóma sinn í því að hugsa um þessar byggðir og þetta fólk þannig að það fái að þrífast á mannsæmandi hátt eins það hefur gert.“ Helgi sagði að stórútgerðin næði ekki að veiða ýsu- og steinbítskvót- ann sinn og að það hefði farið illa í margar útgerðir að smábátasjómenn mættu veiða tegundirnar utan kvóta. Nú myndu smátasjómenn hins vegar þurfa að leigja kvótann af stórút- gerðinni, sem myndi leiða til þess að FJÖLBREYTT STARF I GEYSI Anna Valdimarsdóttir veitir Klúbbnum Geysi í Reykjavík forstöðu. Hún leggur áherslu á að í klúbbnum starfa allir hlið við hlið, félagsmenn og launaðir starfsmenn. Unnið með styrkleika Nýtt afl, nýjar leiðir er yfirskrift norrænnar ráðstefnu um geðheilbrigðismál sem klúbburinn Geysir stendur fyrir. geðheilbrigði í dag hefst á Hótel Geysi í Haukadal fyrsta norræna ráðstefna Fountain House klúbba en klúbburinn Geysir sem starfað hefur í hálft annað ár starfar eftir þeirri hugmyndafræði. Fountain House hugmyndafræðin er upprunnin í Bandaríkjunum en er nú orðin alþjóðleg því 350 klúbbar starfa eftir henni í 27 löndum. „Starfið gengur út á að starfa saman,“ segir Anna Valdimarsdóttir sem veitir klúbbnum forstöðu. Opið er í klúbbnum milli 9 og 16 á daginn. Þar starfa tveir launaðir starfsmenn og 15 til 25 félagar koma daglega til vinnu og allir starfa hlið við hlið. Allt rými er sameiginlegt í klúbbnum og meðal starfa sem unnin eru þar má nefna að einn svarar sím- anum, unnið er að kynningu á klúbbn- um, móttöku nýrra félagsmanna, gerð fréttablaðs, þýðingar erlendra greina og samskipti við önnur hús er- lendis. Að auki sinna félagar og starfsmenn öilu viðhaldi húsnæðis. „Við vinnum með styrkieika," segir Anna. „Við erum ekki að horfa á veik- indi eða sjúkdómsgreiningar. Fólk setur sér sín markmið og vinnur eft- ir þeim.“ Að auki eru 13 manns starfandi á almennum vinnumarkaði fyrir til- stuðlan klúbbsins. Þessum hópi er veittur stuðningur, til dæmis er starfsmaður með þessu fólki í vinn- unni eins lengi og þurfa þykir. Klúbburinn Geysir er sjálfseign- arstofnun og er stjórn hans skipuð 12 mönnum, áhrifafólki í samfélaginu. Ráðstefnan á Hótel Geysi ber yf- irskriftina Nýtt afl, nýjar leiðir. Hún hefst f dag og lýkur á miðvikudag- inn. Á morgun milli kl. 13 og 17 er hún opin öllum sem áhuga hafa. Þá mun John Bowis fyrrverandi heil- brigðisráðherra Breta og núverandi Evrópuþingmaður halda fyrirlestur um hagkvæmni í geðheilbrigðisþjón- ustu og Elín Ebba Ásmundsdóttir heldur fyrirlesturiun Ekki er allt sem sýnist um mismunandi leiðir í vinnuendurhæfingu geðsjúkra. Að loknum fyrirlestrunum verða pall- borðsumræður steinunn@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.