Fréttablaðið - 31.05.2001, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 31.05.2001, Blaðsíða 10
10 FRÉTTABLAÐIÐ 31. maí 2001 FIMMTUDAGUR Dómur vegna vinnuslyss: Fær ríflega 20 milljónir skapabætur Tæplega þrítugum vél- virkja voru í gær dæmdar í Héraðs- dómi Reykjaness, ríflega 20 milljónir auk vaxta í bætur vegna vinnuslyss sem varð þegar hann var við vinnu sína hjá Hitaveitu Suðurnesja árið 1998. Vifta tengd sjálfvirkum rofa fór í gang þegar hann var að huga að henni og missti hann fót fyrir neðan hné. Varanleg örorka hans er metin 40%. Sýknukrafa Hitaveitu Suðurnesja og VÍS byggði á að gáleysi starfs- mannsins hefði verið um að kenna og ekki væri við vinnustaðinn að sakast. Dómurinn féllst ekki á þessi rök þar sem starfsmenn hefðu ekki verið upp- lýstir um að viftan væri með sjálfvirk- um rofa, en varúðarreglna varðandi handvirka rofa hefði verið gætt. Starfsmaðurinn hefði því ekki getað haft vitneskju um að hætta væri á að viftan færi í gang. Ábyrgðin á því að starfsmenn væru upplýstir um slíkt er vinnuveitandans að mati dómsins. ■ Spennandi tímar framundan Eva Sóley Guðbjörnsdóttir er nýútskrifuð úr Verzlunarskóla íslands. Hún er á leið til New York í haust. Þangað til ætlar hún að vinna og spila fótbolta með Breiðabliki. nýstúdentar „Það verður skrítið að þurfa ekki að mæta aftur í Versló,“ segir Eva Sóley Guðbjörnsdóttir, ný- stúdent úr Verzlunarskólanum og mælir þar eflaust fyrir munn mar- gra samstúdenta sinna. Eva Sóley útskrifaðist um síðustu helgi af hag- fræðibraut Verzlunarskólans. Hún hefur strax hafið sumarstörf en í nógu verður einnig að snúast hjá Evu Sóley í fótboltanum í sumar en hún er leikmaður Breiðabliks. —♦— Eva Sóley lagði línurnar að næsta Eva Sóley lagði vetri sj haust þeg- línurnar að ar hún komst í næsta vetri sl. samband við fót- haust þegar boltaþjálfara Col- hún komst í umbia háskólans í samband við New York. Úr varð fótboltaþjálfara að hún sótti um Columbia há- skólastyrk sem hún skólans I New fékk. „Þetta er York. Úr varð að bæði íþrótta- og hún sótti um námsstyrkur og skólastyrk sem hann nægir til að húnfékk. greiða skólagjöld og uppihald að —♦— mestu leyti.“ Eva Sóley er vel að honum komin þar sem hún var semidúx Verzlunar- skólans og fékk fjölda verðlauna fyrir námsárangur. „Ég fór út í desember síðastliðn- um til að líta á aðstæður og leist vel á og mun hefja nám, að öllum líkind- um í hagfræði, í haust.“ Viðskiptagreinar voru upphaf- lega ástæða þess að Eva Sóley valdi að fara I Verzlunarskólann, þær hafa alltaf heillað hana. „Viðskiptalífið hefur alltaf heilÞ að mig af einhverjum ástæðum. í Verzló kynntist ég svo hagfræðinni sem mér finnst mjög spennandi fag. Verðbréfamarkaðurinn heillar hafa prófað aðeins að kaupa og selja bréf, svona til að átta sig á hlutun- um. Eva Sóley segir að það leggist vel í hana að halda í nám utan. „Þetta er mjög spennandi finnst mér og raun- ar ótrúlegt tækifæri sem ég er kom- ember þá hitti ég krakka alls staðar að. Ég veit heldur ekki betur en að fótboltaliðið sé ágætt, það segja mér bandarísku stelpurnar í Breiðablik." Fótboltinn mun því áfram skipa stóran sess hjá Evu Sóley auk námins sem hún býst við að geta lok- ið á þremur árum í stað fjögurra, enda samnemendur hennar með styttri skólagöngu að baki. Ekki þyk- ir henni ólíklegt að úr náminu liggi leiðin í viðskiptalífið, þó of snemmt sé að spá um það. sigridur@frettabladid.is Dagskrá: Dagur 1. LentíParis -CDG kl. 22.25 Dagur2. Skoðunarferð um borgina. Kvöldverður í Latínuhverfmu Dagur 3. Eiffelturninn og bátsferð á Signu Dagur 4. Gönguferð um Mýrina, elsta hluta Parísar Dagur 5. Höllin fræga * Versalir * Dagur 6. Listamannahverfið Montmartre -Sacre Coeur Dagur 7. Frjáls dagur Brottför: 5. júlí Verð kr. 42.200 með skatti. (aðeins 6 sæti laus) Létt og skemmtileg dagskrá. íslenskur fararstjóri. Leitið upplýsinga hjá sölumönnum ■JfVÚ Róm - Bomirt eilífa Allir ættu að fara til Rómar, frægustu borgar veraldar. Heil vika IRóm. Einstæð ferð þar sem færi gefst á að upplifa þessa perlu Ítalíu á einstakan hátt undir leiðsögn íslensks fararstjóra. Frábærar skoðunarferðir en einnig nægur frjáls tími. Létt dagskrá fyrir ella. Gist á þriggja stjömu hóteli I miðborg Rómar. Leitið nánari upplýsinga hjá sölumönnum okkar. 73.200r Innifalið: Flug fram og til baka m/skatti Gisting á 3ja* hóteli í 2 manna herb. með morgunverði 17 nætur. Islensk fararstjórn. Skoðunarferðir samkvæmt leiðarlýsingu. Akstur frá og til flugvallar í Róm. Ekki innfalið: Hádegis- og kvöldverðir. Brottfarir: 26/07, 09/08 og 23/08 Ferðatilhögun: Dagur 1. Flug - Keflavík/Róm Dagur 2. Gönguferð um gömlu Rómarborg Dagur 3. Colosseum - Forum Romanum / Frjáls dagur Dagur 4. Frjáls dagur Dagur5. Vatfkanið Dagur 6. Frjáls dagur - Pompei Dagur 7. Frjáls dagur Dagur 8. Flug - Róm/Keflavík -Spennamli valkostur- VcRRR Nim or í ri.iq oln af stærri fnrdaskrtfstofum lnndsins. fyrirtækid er i smrmnnu vH ðRuffo adiin i £vrófw sem mi flwrfnkxiw LTV i Þýskalíintli, Corsair i Frakklandi og ferAnskrffslofnn Nomelles Frontleœs i Fmkklondi, ts Haiin ot) Spom Við erum sérfræðingar um Frakkland Stangarhyí 3A

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.