Fréttablaðið - 25.07.2001, Side 2

Fréttablaðið - 25.07.2001, Side 2
FRÉTTABLAÐIÐ KJÖRKASSINN TRÚ Á ERNI Rétt rúmlega helming- ur kjósendur á Vísi.is telur að örn Arnarson sé íþróttamaður ársins. Er Örn Arnarson íþróttamaður ársins? Niðurstöður gærdagsins á www.visir.is Spurning dagsins í dag: Eiga stjórnmálaflokkar að opinbera bókhald sitt? Farðu inn á vísi.is og segðu þína skoðun I __________________ MÉR FINNST RIGNINGIN GÓÐ. Ungur Rússi fagnar rigningunni fyrir utan Kremlarmúra i gær. Eftir mikinn hita und- anfarið skall stormur í gær. Rússland: Þrír látast í stormi moskva. ap. Þrír létust í stormi sem geisaði í Moskvu í gær. Vindhraði náði um tíma 25 metrum á sekúndu og mikil flóð urðu á götum Moskvu- borgar eftir úrhellið. Mikið tjón varð á klaustri frá 17. öld sem er um 60 km vestur af Moskvu er þak klaustur- kirkjunnar fauk af í storminum og tré féllu á veggi þess. Stormurinn fylgir í kjölfar hita- bylgju í Moskvu en undanfarna viku hefur hitastig farið yfir 30 gráður á nær hverjum degi. Fæst hús eru loft- kæld í borginni og hefur hitinn því valdið borgarbúum miklum óþægind- um. ■ TIL STUÐNING WAHID Forsetinn fyrrverandi nýtur enn talsverðs stuðnings ibúa landsins. Indónesía: Menn Suharto í innsta hring? JAKARTA, ap. Baráttan um embætti í nýrri ríkisstjórn Indónesíu hófst i gær. Talið er að hópar sem tengjast fyrrum einræðisherra Indónesíu, Suharto, muni njóta góðs af því að hafa stutt við bakið á Megawati Sukarnoputri, sem tók við forseta- embættinu af Abdurrahman Wahid. Wahid, sem rekinn var úr embætti í fyrradag, neitar enn að yfirgefa for- setahöllina. Suharto stjórnaði Indónesíu í 32 ár, eftir að hafa steypt föður Megawati af stóli. Þrátt fyrir að hún hafi gagnrýnt einræðisherran á síð- asta áratug tengist hún stuðnings- mönnum hans. Margir óttast að hern- um verði gefinn laus taumurinn í kjölfar valdaskiptanna og mannrétt- indasamtök eru uggandi. ■ 2 25. júlí 2001 MIÐVIKUDAGUR • Eldgosið í Etnu: Hægt hefur á hraunbreiðunni CATANIA. sikileyjuivi. ap. Aska úr eld- fjallinu Etnu hélt í gær áfram að falla niður á borgina Catania á Sikil- eyjum, en eldgos í fjallinu hófst fyr- ir u.þ.b. þremur vikum. Flugvöllur- inn í borginni hefur nú verið opnað- ur aftur eftir að sterkir vindar blésu ösku frá eldfjallinu í burtu af flug- brautinni. Hraunbreiðan hefur smám saman verið að hægja á sér og hefur björgunarsveitum tekist að breyta stefnu hennar með því að út- búa moldargarða sem varnarvirki, en í fyrradag var neyðarástandi lýst yfir á svæðinu nálægt Etnu sem var- úðarráðstöfun. Vonast menn nú til þess að hraunið muni ekki renna í byggð, en 5000 manna bærinn Nicolosi er staðsettur aðeins um 4 kílómetrum frá hraunbreiðunni og eru lögreglu- og slökkviliðsmenn í viðbragðsstöðu þar, sem og á nálæg- um svæðum, Eldfjallið lét síðast til sín taka að ráði árið 1992, en það læt- ur þó ávallt eitthvað á sér kræla á nokkurra mánaða fresti. ■ GLÓÐANDI HRAUN Hraunið rennur niður hlíðar eldfjallsins Etnu, sem er eitt virkasta eldfjall í heimi. Fyrir neð- an má sjá Ijós frá borginni Catania. Etna lét síðast á sér kræla árið 1992. Verðbréfaþingið er ósátt við Islandssíma Greinargerð Íslandssíma ófullnægjandi, segir stjórn VÞL Beinir sjónum að sjálfri skráningarlýs- ingunni sem íjárfestar byggðu samtals rúmlega milljarðs fjárfestingu á. Tveir heimild- armenn blaðs- ins staðhæfðu að til þeirra hefðu leitað fjárfestar sem ætla ekki að borga. HLUTABRÉFAVIÐSKIPTl „StjÓm þíngS- ins kom saman og ákvað að krefja Íslandssíma um frekari skýring- # ar,“ segir Helena Hilmarsdóttir, staðgengill for- stjóra VÞÍ, og tek- ur fram að stjórn- in beini sjónum sínum nú að skrán- ingarlýsingunni frá 14. maí. Ætla má af þessu að uppi séu grun- semdir á meðal stjórnarmanna um að lýsingin hafi ekki að öllu leyti verið unnin af heilindum. Helena segir að félaginu verði gefið færi á að sýna fram á að vinnubrögðum þeirra hafi ekki verið áfátt. Ekki var í gær gefið upp ná- kvæmlega hvaða atriði VÞI vill skoða nánar. Ljóst er hinsvegar að staðhæfing félagsins um að frávik frá áætlunum skýrist að hluta til af óhagstæðri gengisþróun er vafasöm vegna þess að gengisfall krónunnar var komið fram. Einnig er þess getið í útbðoslýs- ingunni að félagið hafi gert lang- tímasamninga við Ericsson og viðamikla framvirka gjaldmiðla- samninga við Landsbankann og íslandsbanka í þeim tilgangi að verjast gengisáhrifum. Undanþága frá reglum um að fyrirtæki á aðallista þingsins hafi að lágmarki_þriggja ára rekstrar- sögu gerði Islandssíma kleift að auka hlutafé um tæplega 1.700 milljónir króna. Hluti þess var notaður til að losa félagið undan 'þyngjandi skammtímaskuldum við Landsbankann. Bankinn fékk í staðinn hlutabréf að nafnvirði 84,3 milljóna á genginu 8,30 sem jafngildir 700 milljónum. Þeim tæpa milljarði sem eftir stóð af útboðsheimildinni var svo skipt á milli hluthafa, stofnanafjárfesta og almennings undir lok maímán- aðar. Eftir stendur að margir al- mennir fjárfestar eru ósáttir og dæmi eru um að þeir telji forsend- ur fyrir kaupunum brostnar. Tveir heimildarmenn blaðsins á fjármálamarkaðinum staðhæfðu að til þeirra hefðu leitað fjárfest- ar sem ætli sér ekki að standa skil á greiðslu sem íslandsbanki hefur krafið þá um á grundvelli skrán- ingar þeirra fyrir hlutum í útboð- inu. Starfsmaður íslandsbanka gaf blaðinu þær upplýsingar í gær að innheimta hafi ekki gengið vel, en tók þó fram að slíkt væri ekki óeðlilegt þegar bréf lækkuðu eftir EYÞÓR ARNALDS OG DAVÍÐ ODDSSON I skráningarlýsingunni er gert ráð fyrir að velta Íslandssíma tvöfaldist á þessu ári og aukist eftir það um 60% árlega ásamt því að hagnaður verði á við það besta sem gerist útboð. Bankinn hafi veitt íslands- á bankann um greiðslu þess upp á síma tryggingu fyrir söluandvirði tæpan milljarð króna hvað sem bréfanna og ætti félagið því kröfu innheimtu liði. matti@frettabiadid.is Hafnaáætlun kærð til samkeppnisráðs: Allir styrkirnir í kjördæmi Sturlu og Arna RÍKISSTYRKIR Skipasmíðastöð Njarðvíkur hefur kært til sam- keppnisráðs 419 milljóna króna styrki til slippstöðva sem felast í nýrri hafnaáætlun sem Alþingi samþykkti að tillögu samgöngu- nefndar á síðasta starfssdegi sín- um í vor. Stefán Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri skipasmíðastöðv- arinnar, segir að í hafnaáætlun- inni felist dæmigert kjördæma- pot sem sé aðeins fallió til að drepa niður samkeppni í skipa- smíðaiðnaðinum og þar með at- vinnugreinina sjálfa. Hann segir að veita eigi alla slippstyrkina til fjögurra bæjarfélaga sem öll eru eða verða ýmist í kjördæmi Sturlu Böðvarssonar samgöngu- ráðherra eða Árna Johnsen, for- manns samöngunefndar Alþing- is. Stærstu styrkirnir fara til heimabæja ráðamannanna tveg- gja. Veita á 270 milljónum króna til byggingar þurrkvíar í Vest- mannaeyjum, 83 milljónum til endurbóta á dráttarbraut í Stykkishólmi, 38 milljónum til endurbóta á skipalyftu á Akra- nesi og 30 milljónum króna til endurbóta á dráttarbraut á ísa- firði. Framlag ríksins er 60% af kostnaði við framkvæmdirnar en afganginn greiðir eigandi þeirra, þ.e.a.s. svéitarfélögin. „Bæjarsjóður á öll mannvirk- in á þessum stöðum og leigir þau fyrirtækjum fyrir smánarupp- hæðir sem eru ekki einu sinni fyrir tilkostnaði. Það er ekki rekstrarforsenda fyrir þessa mannvirki og þess vegna er ver- ið að styrka þau. Við ætlumst til að samkeppnisráð banni þessi styrki enda hefur ráðið áður fellt slíka úrskurði í samskonar mál- um. Það gengur ekki að vera í samkeppni og einn fær allt upp í hendurnar en annar ekki,“ segir Stefán Sigurðsson. gar@frettabladid.is STEFÁN SIGURÐSSON í NJARÐVfK I Njarðvík byggja menn skipasmíðastöðvar fyrir eigin reikning í samkeppni við ríkis- styrktar stöðvar í kjördæmum æðstu ráða- manna samgöngumála.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.