Fréttablaðið - 25.07.2001, Page 4

Fréttablaðið - 25.07.2001, Page 4
4 FRÉTTABLAÐIÐ 25. júlí 2001 MIÐVIKUDAGUR SVONA ERUM VIÐ ÞRÓUN LOSUNAR GRÓÐURHÚSA- LOFTTEGUNDA A ÍSLANDI FRÁ 1990- 2000 Losun gróðurhúsalofttegunda nam rétt undir 3.000 tonnum árið 1990, lækkaði svo niður í um 2.700 tonn um miðjan ára- tuginn, en um árlega aukningu virðist hafa verið að ræða frá 1996. Að mestum hluta er um að ræða brennslu eldsneytis. | þus.tonna C02-fgildi 1990 19ð2 1994 1996 199« 2000 Samkeppnisstofnun: Leigubílar vilja hækka gjaldskrá Samgöngur Stjórn Frama, stéttar- félags leigubifreiðastjóra hefur Iagt inn beiðni til Samkeppnis- stofnunar um hækkun á gjald- skrá sem nemur allt að 5%. I rök- stuðningi sínum bendir félagið m.a. á hækkun eldsneytiskostn- aðar, á viðhalds- og viðgerðar- kostnaði og tryggingaiðgjöldum. Steingrímur Ægisson hjá Sam- keppnisstofnin telur líklegt að beiðnin verði tekin fyrir og af- greidd í næstu viku. Leigubíl- stjórar eru meðal þeirra fáu sem enn verða að sækja leyfi til verð- hækkana hjá samkeppnisyfir- völdum en sem kunnugt er þá er leigubifreiðaakstur háður leyf- um. ■ Viðskipti Áma á reikning Istaks: Engar upp- lýsingar frá Tengi hreinlætistæki Þórir Sigurgeirsson, framkvæmdastjóri Tengis á Smiðju- vegi í Kópavogi, þar sem Árni John- sen keypti hreinlætistæki með beiðni frá ístak, vill ekki upplýsa um á hvaða verk reikningur var skráður né hver undirritaði beiðnina frá ístaki. Hann sagði að málið yrði að koma í ljós á sínum tíma og kvaðst búast við að Ríkisendurskoðun kallaði eft- ir reikningnum eða að ístak mundi upplýsa hvernig í málinu stæði. Hreinlætistækin voru flutt til Eyja og síðan til baka í geymslu Þjóðleikhússkjallarans í Gufunesi um leið og hinn margfrægi tjarnar- dúkur. ■ Búlgaría: Fyrrum konungur orð- inn forsætisráðherra soffía. ap. Fyrrum konungur Búlgaríu, Simeon II, sór í gær embættiseið sem forsætisráð- herra landsins að aflokinni at- kvæðagreiðslu í þinginu. 141 þing- maður greiddi atkvæði með Sime- on, 50 voru á móti og 46 sátu hjá. Ný ríkisstjórn landsins hlaut ein- nig yfirgnæfandi stuðning í þing- inu. Simeon hyggst beita sér gegn spillingu í Búlgaríu, fyrir auknum hagvexti, aðild Búlgaríu að ESB og Atlantshafsbandalaginu (NATO). Utanríkisráðherra í ríkisstjórn- inni verður hinn 44 ára gamli Solomon Pasi, stærðfræðingur sem áður leiddi baráttuhóp fyrir aðild Búlgaríu að NATO. Efna- hagsráðherra verður Nikolai Vasi- lev, 32 ára fjármálasérfræðingur sem áður starfaði í London. Milen Velchen verður fjármálaráðherra. Velchen, sem er 35 ára, var áður varaforstjóri í markaðsdeild Merrill Lynch fyrirtækisins í London. Simeon er fyrsti konungur sem kemst til valda á ný í Austur-Evr- ópu eftir að járntjaldið féll. Sime- on var rekinn frá Búlgaríu fyrir um 50 árum síðan. ■ FORSÆTISRÁÐHERRA Simeon heldur á lista yfir ráðherra í nýrri ríkisstjórn en hún er skipuð mörgum ungum og vel menntuðum mönnum. Höfum ekki gert neitt rangt Páll Sigurjónsson forstjóri Istaks vonar ad Árnamálið rýri ekki ímynd fyrirtækisins. Hann segir fyrirtækið engin samskipti hafa haft við Árna Johnsen, hann hafi aðeins verið eins og hver annar verkkaupi, sem fulltrúi bygginganefndar Þjóðleikhússins. Istak „Málið er í réttum farvegi. Við höfum ekki gert neitt rangt; enginn starfsmaður okkar hefur gert neitt rangt,“ sagði Páll Sigur- jónsson forstjóri Istaks þegar leit- að var skýringa hans á því að Árni Johnsen, keypti hreinlætistæki í versluninni Tengi í Kópavogi með beiðni frá ístaki og flutti til Vest- mannaeyja. Hreinlætistækin voru svo flutt til lands á ný í síð- ustu viku, ásamt tjarnardúknum, sem komið var fyrir í geymslu Þjóðleikhús- —♦— skjallarans í Gufunesi. Páll vildi ekki upplýsa út á hvaða verk beiðnin var gefin né hver hefði undirritað hana. „Ég ætla að vona ekki," sagði Páll þegar hann var spurður hvort hann teldi það rýra Imynd fyrir- tækisins að nafn þess hef- ur ítrekað komið upp í tengslum við viðskipti Árna. „Við höfum engin sam- skipti við Árna," „Ég ætla að vona ekki,“ sagði Páll þegar hann var spurður hvort hann teldi það rýra ímynd —r-j fyrirtækisins að nafn þess hefur ítrekað komið upp í tengslum við viðskipti Árna. „Við höfum engin samskipti við Árna,“ Hann sagði að Þjóðleik- húsið væri eins og hver annar verkkaupi ístaks, FORSTJÓRINN Páll Sigurjónsson líkt og Vegagerðin, Hafnamála- stofnun, Smáralind og fleiri. Árni hefði aðeins haft samband við fyrirtækið sem fulltrúi þess verkkaupa. Auk Þjóðleikhússins hefði ístak unnið verk sem Árni hafði umsjón með á Grænlandi og einnig gert við húsið Landlyst fyrir bæjarsjóð Vestmannaeyja. ístak hefði hins vegar ekkert komið nærri stafkirkjunni í Eyj- um né bjálkahúsi Árna á Höfða- bóli í Eyjum. Páll sagði að ístak velti 67 milljörðum króna og við- VELTA 67 MILLJÖRÐUM Istak er nú m.a. að byggja stórhýsi á einu fjölfarnasta horni borgarinnar. skiptin við Þjóðleikhúsið væru hálft prósent af veltunni. En finnst ístaksmönnum í ljósi frétta undanfarinna daga að rni Johnsen hafi brugðist V' Á trausti þeirra? „Ég vil helst ekki tjá mig um það. Það gildir það sama um Árna og alla aðra, sem við höfum átt viðskipti við,“ sagði Páll. ■ Höfuðborgarsvæðið: Höfn fyrir skemmtibáta í Leirvogi og Alftanesi skipulag Áformað er að byggja hafn- ir fyrir skemmtibáta við Leirvog í Mosfellsbæ, við Breiðabólsstaðareyri á Álftanesi og jafnvel víðar á höfuð- borgarsvæðinu. Auk þess eru hug- myndir um stækkun hafna á svæðinu en um tvær þeirra stærstu, Sunda- höfn og Hafnarfjarðarhöfn fara ár- lega um 3,1 milljón tonna af vörum. Ný bók í Neon Það er meira en 60% af allri vöru sem fer um hafnir landsins. Þetta kemur fram í skýrslu um svæðaskipulag fyr- ir höfuðborgarsvæðið. Meðal annars hefur verið rætt um stækkun Sunda- hafnar með landfyllingum og þróun hafnar og hafnarsvæða í Eiðsvík og Geldinganesi. Þá eru áætlanir um að leggja niður hafnaraðstöðu í Ártúns- höfða og flytja hana í Gufunes eða Geldinganes. Unnið er að stækkun Suðurhafnar í Hafnarfirði en áform- að er að nýta Norðurhöfnina undir stækkun miðbæjarins og íbúðabyggð. Þá eru hugmyndir um stækkun hafn- ir í Straumsvík. Hins vegar eru möguleikar sagðir takmarkaðir til að stækka höfnina í Kópavogi. ■ Túlkur tregans „Bókin hefurfariö sigurför um heiminn og unnið til einna virtustu verðlauna Bandaríkjanna." Pulitzerverðlaunin 2000 T BJARTUR KÓPAVOGSHÖFN Hlutverk hafnarinnar er fyrst og fremst sagt vera á sviði viðgerða og þjónustu. FJÖLSKYLDA FRÁ LESOK. Snezana Ivanova ásamt börnum sínum í mótmælunum i gær. Flestir mótmælenda voru frá Lesok, 35 km norðvestur af Skopje. Atök í Makedóníu: Landamær- um lokað skopje. ap. Spenna fer sívaxandi í Makedóníu. í gær var landamær- unum á milli Makedóníu og Kosovo lokað, daginn eftir að hörð- ustu átök á milli hers og skæruliða í marga mánuði brutust út. Um 300 flóttamenn frá átaka- svæðum í Makedóníu efndu í gær til mótmæla fyrir utan þinghúsið í Skopje, höfuðborg landsins. Mikill- ar reiði gætti í garð stjórnvalda, mótmælendur grýttu steinum að þinghúsinu og reyndu að loka dyr- um þinghúsins. Flóttafólkið hélt því fram að því hefði verið haldið í umsátri undanfarna daga af al- bönskum skæruliðum og ríkis- stjórnin hefði brugðist þeim. Leiðtogi uppreisnarmanna í Tetovo sagði fréttastofu AP í gær að sex uppreisnarmenn og átta óbreyttir Albanir hefðu látist í átökunum í fyrradag en þær upp- lýsingar fengust ekki staðfestar. Talsmaður ríkisstjórnarinnar sagði að ellefu ára stúlka hefði lát- ist og sex meðlimir makedóníska hersins. ■

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.